Fréttablaðið - 09.02.2023, Page 28
Tæplega hálfri öld eftir að
gamanþættirnir Fawlty
Towers slógu í gegn endur-
vekur John Cleese tauga-
veiklaða fúlmennið Basil
Fawlty. Tvær grímur renna
þó á gamalgróna aðdáendur
Cleese sem óttast helst að
hann nái aldrei sömu hæðum
aftur og að í breyttum heimi
muni Basil trylla marga. Og
þá alls ekki úr hlátri.
toti@frettabladid.is
Hann var kvíðablandinn sælu-
hrollurinn sem fór um margan
einlægan aðdáanda hinna sígildu
og sífyndnu bresku sjónvarpsþátta
Fawlty Towers þegar annar helsti
hugmyndafræðingurinn að baki
þeim, Monty Python-goðsögnin
John Cleese tilkynnti að hann ætli
að gera nýja þætti um ófarir Basils
Fawlty.
Áhyggjuefnin eru þau helst að
Cleese muni ekki komast með
tærnar þar sem hann var með hæl-
ana þegar hann var upp á sitt besta
upp úr 1970 og að hvorki hann né
Basil muni finna mikinn hljóm-
grunn í breyttum heimi þar sem
lítið þarf til að viðkvæm snjókorn
þyrlist upp með látum á samfélags-
miðlum.
Cleese, sem er 83 ára, ætlar að
endurtaka rullu sína sem Basil og
skrifa nýju þættina ásamt dóttur
sinni, grínistanum Camilla Cleese.
Hugmynd þeirra feðgina er að
fylgjast nú með Basil, sem er enn
kaldhæðinn, gramur og haturs-
fullur, reyna að sigla milli skers
og báru í samtímanum og freista
örlaganna með því að spreyta sig
á hótelrekstri á ný. Nú með dóttur
sína sem hann hefur nýlega upp-
götvað að hann eigi.
Upprisa grínsins
„Rétttrúnaðarfólkið gekk milli bols
og höfuðs á gamanseminni en nú
ætlar stórmeistari og helsti mál-
svari gríns og gleði að reisa hana
upp frá dauðum. Ekki veit ég hvort
það er vinnandi vegur en ef einhver
getur það, þá er það einmitt John
Cleese og megi honum vel farnast,“
segir Baldur Hermannsson, eðlis-
fræðingur á eftirlaunum.
Aðeins örfáar vikur eru síðan
Baldur hallaði sér síðast að Cleese
þegar hann dæmdi áramótaskaup-
ið dautt og ómerkt á Facebook með
þessum orðum:
„Við hefðum aldrei getað samið
Fawlty Towers. Við erum ófyndin
þjóð, illskeyttar truntur sem gleðj-
ast yfir níði og einelti og okkur
líður vel í litlu hjörtunum okkar
þegar einhver annar er smánaður
og hæddur.“
Hörð barátta
Baldur heggur í sama knérunn við
boðaða upprisu Basils Fawlty og
segir veröldina satt best að segja
hálfleiðinlega þessa stundina. „Þar
sem móðgunargirni og píslarvættis-
árátta ráða ríkjum og einelti og per-
sónuníð hafa leyst gamansemina af
hólmi.“
Hér kveður í raun við svipaðan
tón og Cleese hefur slegið í við-
tölum, á Twitter og víðar á undan-
förnum árum þar sem hann hefur
pakkað í vörn fyrir tjáningarfrelsið
og réttinn til að móðga og grínast
með allt. Full geðvonskulega á
köflum jafnvel.
„En tímarnir eru breyttir og ég
spái því að þetta verði hörð barátta,“
heldur Baldur áfram. „Fýlupokarnir
munu ekki afsala sér völdum mót-
þróalaust en skemmtilega fólkið
leggur allt í sölurnar. Ég spái því að
heimurinn skipi sér í hólf þannig að
fýlan ræður á vissum afmörkuðum
sviðum en ómenguð gamansemin
fái að blómstra annars staðar. Og
svo ræður hver og einn hvar honum
finnst best að vera.“
Hótel Tindastóll
Fyrsti Fawlty Towers þátturinn var
frumsýndur á BBC 19. september
1975 og þættirnir því á 48. aldurs-
ári. Þeir eru enn í endursýningum
á BBC2 og í streymi á veitunni Brit-
Box. Hingað bárust þættirnir fyrst
1977 og hétu Hótel Tindastóll þegar
Ríkissjónvarpið tók þá til sýninga.
Þættirnir gerðust á litlu hóteli í
Torqay á Englandi þar sem Basil,
mannhatandi og krepptur eigand-
inn og hótelstjórinn, reyndi að
halda rekstrinum gangandi í stöð-
ugum átökum við konuna sína hana
Sybil.
Cleese og þáverandi eiginkona
hans, Connie Booth, skrifuðu hand-
ritið saman og léku annars vegar
Basil og hins vegar ráðagóðu her-
bergisþernuna Polly. Polly var eina
sæmilega eðlilega manneskjan á
hótelinu og stóð í ströngu við að
vernda Basil fyrir sjálfum sér.
Þá var það ekki til að einfalda til-
veru Basils að þjónninn og helsta
hjálparhella hans, Spánverjinn
Manuel, kunni litla ensku og tókst
að misskilja flest og klúðra hinu.
lovisaa@frettabladid.is
Sjónvarpssálfræðingurinn forn-
frægi, Dr. Phil, tilkynnti í síðustu
viku að þátturinn sívinsæli sem við
hann er kenndur sé nú að renna sitt
skeið. Dr. Phil er vel þekktur hér á
Íslandi en þátturinn hefur verið
sýndur í íslensku sjónvarpi svo gott
sem frá upphafi.
Undanfarin ár hefur Dr. Phil verið
sýndur í Sjónvarpi Símans, daglega
klukkan 12 og svo aftur rétt fyrir
kvöldmatarleytið. Samkvæmt yfir-
lýsingu frá Dr. Phil sjálfum, eða Phil
McGraw, mun síðasti þátturinn
fara í loftið ytra í sumar en íslenskir
aðdáendur hans fá gálgafrest fram
á haust því hér erum við nokkuð á
eftir Bandaríkjunum.
„Ekki liggur fyrir hvort við tökum
þátt til sýninga sem svipar til Dr.
Phil en erfitt verður að fylla það
skarð sem Dr. Phil skilur eftir sig
enda á hann fjölmarga aðdáendur
hér á landi sem við fáum strax að
heyra frá ef við erum einhverra
hluta vegna sein að sýna nýja þætti,“
segir Guðmundur Jóhannsson sam-
skiptastjóri Símans.
„Ég finn hjá mér þörf til að ná
til breiðari hóps áhorfenda því ég
hef miklar og alvarlega áhyggjur
af amerísku þjóðinni,“ sagði Phil
MacGraw í yfirlýsingu sinni þar
sem hann lét þess jafnframt getið
að þótt að hann sé að hætta fram-
leiðslu þáttanna sé hann ekki að
hætta í sjónvarpi og muni taka upp
þráðinn í nýjum þætti.
Guðmundur útilokar ekki að
nýr þáttur Dr. Phil verði tekinn til
sýninga á Sjónvarpi Símans. „Dr.
Phil sjálfur segist vera að hverfa frá
skjánum til að skapa nýja þætti á
betri tíma í bandarísku sjónvarpi
á næsta ári og því aldrei að vita
nema að hann snúi aftur í Sjónvarp
Símans.“
Þrátt fyrir bandarísku doktors-
nafnbótina er Phil ekki læknir en
státar þó af doktorsgráðu í klínískri
sálfræði. Hann hefur hins vegar ekki
endurnýjað lækningaleyfi sitt frá
2006 og í raun aldrei haft slíkt leyfi
í Kaliforníu þaðan sem hann sendir
þátt sinn út.
Dr. Phil hóf sjónvarpsferil sinn
sem gestur og álitsgjafi í þætti
Opruh Winfrey árið 1998 þar sem
hann mætti til leiks sem sérfræð-
ingur í umræður um foreldrafærni
og hjónabandið. n
Fýlupokarnir munu
ekki afsala sér völdum
mótþróalaust en
skemmtilega fólkið
leggur allt í sölurnar.
Baldur
Hermannsson
Rétttrúnaðarliðið, sem
skilur hvorki háð né
frumleika, mun leita
að einhverju til að
froðufella yfir.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Vandi verður að fylla skarð Dr. Phil
Guðmundur
Jóhannsson,
samskiptastjóri
Símans
Hjónin Robin og Phil McGraw, eða
Dr. Phil. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Áhyggjur af Basil
í breyttum heimi
Feðginin Camilla og John Cleese ætla að skrifa saman handrit að nýjum framhaldsþáttum grínsnilldarinnar Hótels
Tindastóls en eitthvað er um áhyggjur af því að hin forna frægð Basils Fawlty og Cleese fleyti þeim skammt í veröld
sem er víðs fjarri þeirri sem var 1975. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY
Saman mynduðu þau Prunela Scales (Sybil), John Cleese (Basil), Andrew
Sachs (Manuel) og Connie Booth (Polly) einhvern samstilltasta og besta
grínkvartett sem sögur fara af í bresku sjónvarpi og þótt víðar væri leitað.
MYnd/BBC
Cleese gat allt
RÚV endursýndi Hótel Tindastól
2016 og Kolbrún Bergþórsdóttir,
þá ritstjóri DV, fagnaði ákaflega í
blaðinu undir fyrirsögninni „Cleese
getur allt“ og skrifaði meðal annars:
„Þarna er frumleiki í fyrirrúmi
ásamt dágóðum skammti af ósvífni
í bland við algjörlega ótaminn galsa.
Þarna er engin pólitísk rétthugsun,
allt getur gerst og margt sagt sem í
raunveruleikanum þætti beinlínis
ósmekklegt. Þarna er allt leyfilegt
og það er einmitt það sem er svo
skemmtilegt.“
Kolbrún segist nú vona það besta
en býr sig undir það versta þegar
Cleese stefnir á framhaldsþætti um
Basil sem stendur uppi í breyttum
heimi án Pollyar, Sybil og Manuels.
„Mér finnst John Cleese vera hug-
aður maður. Gömlu þættirnir voru
sjónvarpssnilld og þessir nýju munu
ætíð verða bornir saman við þá. Þá
er ekki nóg að þeir séu góðir, þeir
verða að vera brilljant,“ segir Kol-
brún. „Ef ekki þá verður litið svo á
að Cleese hafi mistekist. Ég vona svo
innilega að honum takist vel upp,
en hef nokkrar efasemdir um þessa
ákvörðun hans.“
Kolbrún deilir áhyggjum Baldurs
af því að áhorfendur séu mun síður
til þess fallnir að tengja við Basil
en þeir voru undir lok áttunda ára-
tugarins.
„Svo vitum við náttúrlega hvað
mun gerast. Rétttrúnaðarliðið, sem
skilur hvorki háð né frumleika, mun
leita að einhverju til að froðufella
yfir. Þegar kemur að pólitískum
rétttrúnaði eiga við orðin „leitið og
þér munið finna“. Þetta húmors-
lausa lið mun steypa sér yfir Cleese
eins og hungraðir úlfar. Já, Cleese er
sannarlega hugrakkur!“ n
20 lífið FRÉTTABLAÐIÐ 9. FeBRúAR 2023
fiMMTUDAGUR