Vesturland

Ukioqatigiit

Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 7

Vesturland - 01.12.1993, Qupperneq 7
VESTURLAND Blaö vestfirskra sjálfstæðismanna 7 staðar með strandferðaskipi. Spari- galiinn var sem sagt á fleygiferð um- hverfis landið. Það sprakk þrisvar sinnum sama daginn, fyrst á Möðrudalsöræfunum og svo tvívegis í Jökuldalnum. Þetta var erfitt, því að við höfðum ekkert varadekk eða slöngu, bara lím og bætur. A Egilsstöðum misstum við af síðasta herberginu og urðum að gista í hlöðunni. Við heimsóttum Hallormsstað og héldum svo niður á Reyðarfjörð og Eskifjörð. Þá var ekki kominn vegur- inn yfir Oddsskarð. Við hringdum frá Eskifirði í Sesselíu móðursystur mína, móður Jóhannesar, og hún hélt að það væri nú hægt að sækja okkur og hjólið. Hún léti hann Stefán sinn skutlast eftir okkur piltunum á báti í Viðfjörð. Við keyrðum yfir bölvaðan óveg frá Eskifirði í Viðfjörð og það stóð heima að bátur kom og flutti okkur til Neskaupstaðar. Þar vorum við í mjög góðu yfirlæti í tvo eða þrjá daga. Svo tókum við Esjuna til Reykjavíkur, og þá fengum við aftur töskuna með sparifötunum svo að við vorum stertimenni þar um borð. Bæjarmálastapp Ég eignaðist stundum ágæta vini úr öðrum fylkingum. Bestur þeirra var ef til vill Jón Jónsson klæðskeri sem var gífurlega heitur kommi. Kona hans var Karlinna Jóhannes- dóttir. Þau áttu fjögur indæl börn sem öll eru á lífi. Þetta fólk átti hugsjónir. Hjónin voru alltaf mikið áhugafólk um ræktun og unnu bæði óeigingjarnt starf í blóma- og trjáræktarfélaginu. Jón hætti að vinna sem klæðskeri og gerðist starfsmaður Isafjarðarbæj- 'ar. Hann hafði meðal annars með að gera vatnsveitu og holræsi og var að minnsta kosti á við meðalöfluga tölvu. Jón klæðskeri vissi nákvæmlega hvar hvert einasta rör lá undir sak- leysislegu yfirborði gatna Isafjarðar- bæjar. Heili Jóns var ekkert smáræðis þarfaþing, því að það var ekki farið að kortleggja þetta þá svo heitið gæti. Ég kannaðist við Jón frá því ég var strákur enda var Margrét dóttir hans með mér í bekk í skóla. En það var ekki fyrr en á stríðsár- unum sem við urðum góðir kunn- ingjar og það var alveg magnað hvað okkur þótti gaman að skiptast á skoðunum. Eins og við höfðum gaman af því að vera saman og takast á um hitt og annað, varð mér fljótt Ijóst að hvor- ugur okkar myndi þoka spönn í skoðunum við þessar skylmingar. Jón klæðskeri var grjótharður kommúnisti alveg til dauðadags og allir vita hvernig ég hef verið. En vináttan er þannig fyrirbæri að maóur verður var við eitthvað í per- sónu annarrar manneskju sem maður kann við. Þá er það spurning hvort það er ræktað. Ef maður finnur að maðurinn sem um er að ræða er heill og einlægur er grundvöllur fyrir vináttu, að því til- skildu að gagnkvæm virðing rfki fyrir sjálfstæði beggja. Einu sinni man ég að ég heyrði í útvarpinu þá frétt að Bería hefði verið skotinn. Hann var einn af þeim fáu sem Krúsjeff lét skjóta. Um kvöldið rakst ég á Jón klæð- skera og ætlaði nú heldur betur að klekkja á honum: „Hvað segirðu nú Jón? Krúsjeff er búinn að skjóta Bería.“ Þá yppti Jón öxlum og sagði: „ Æ mér leist nú aldrei á svipinn á þeim manni.“ Þar með var ég afgreiddur í því máli eins og svo oft áður. Þegar við vorum að tala um kommúnismann og ég var með túlann opinn upp á gátt, eins og var ekki al- veg óalgengt, klappaði Jón mér stundum á öxlina og sagði: „ Vertu ekki svona bráðlátur, vinur minn. Það tekur minnst 400 ár að skapa fullkominn kommúnisma. Vertu bara rólegur." Ekkert haggaði rósemi Jóns. Hann var indæll og skemmtilegur maður. Mér þótti sérlega vænt um hann þó að bilið á milli okkar í stjórnmálum væri fullkomlega óbrúanlegt. Ég ef- ast um að við hefðum getað fundið nokkurt mál sem við höfðum sama álit á ef það laut að pólitík. En annaðhvort þykir manni vænt um einhvern mann með kostum hans og göllum eða ekki. Maður getur aldrei búist við að eignast vin, og þaðan af síður skyld- menni, sem ekki er einhver ljóður á. Og þá verður að taka því. Aðalatriðið er að kunna að þykja vænt um manneskju eins og hún kemur fyrir. Það tekur ekki síður á þá manneskju að umbera gallana sem maður hefur sjálfur. Pólitíkin harðnaði mjög á þeim tíma sem ég var að leggja út í hana. Yngri stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins tóku höndum saman um að byggja upp flokksstarfið og í næstu bæjarstjórnarkosningum, árið 1946, fór svo að við fengum fjóra bæjar- fulltrúa, Sósíalistaflokkurinn einn og Alþýðuflokkurinn fjóra. Sigurður Bjarnason frá Vigur var í 1. sæti á bæjarstjórnarlista Sjálf- stæðisflokksins, þá orðinn þingmað- ur Norður-Isfirðinga. I öðru sæti var Baldur Johnsen héraðslæknir á ísafirði. I 3. sæti var Sigurður Halldórsson ritstjóri Vesturlands, bróðir Sigfúsar tónskálds, og í 4. sæti var Marsellíus Bernharðsson skipasmíðameistari. Ég var varafulltrúi, en þannig fór að ég mætti fljótlega á nær alla fundi vegna tíðra fjarvista Sigurðar Bjarnasonar og á kjöitímabilinu varð ég reyndar varaforseti bæjarstjórnar. Arið 1950 fór ég svo í fyrsta sætið á listanum. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1946 mynduðum við meirihluta sjálfstæðismenn og sósíalistar. En alþýðuflokksmenn ætluðu margir hverjir alls ekki að viður- kenna að þeir hefðu misst völdin í Rauða bænum. Þetta var óskaplegur átakatími. Þarna hófst samstarf á milli sjálf- stæðismanna og sósíalista sem tengdi vináttuböndum menn á öndverðum meiði á stjórnmálasviðinu. Ég og ýntsir aðrir sjálfstæðismenn urðum til dæmis nánir vinir Haraldar Guðmundssonar skipstjóra. Hann var góður og heiðarlegur maður. Svo skemmdi það nú ekki fyrir að vera í vináttu við Jón klæðskera. Oft voru haldnir leynifundir, skipst á upplýsingum og ráð brugguð. Stíllinn á stjórnmálabaráttunni á Isafirði var hræðilegur, og eftir að kratarnir höfðu misst meirihlutann urðu þeir hreinlega snarvitlausir í andstöðunni. Samkomulagið var þannig að það var rifist heiftúðlega fram á nætur á hverjum einasta bæjarstjórnarfundi og stundum lá við slagsmálum. Hagalín var farinn og bæjarfull- trúar krata voru Hannibal, Helgi Hannesson, Grímur Kristgeirsson, faðir Olafs Ragnars, og Birgir Finnsson, sonur Finns alþingis- manns. Þeir tveir síðasttöldu voru þó mun rólegri en hinir. Ég var sem sagt kominn á fulla ferð f bæjarmálunum og svo tók ég óspart til hendinni fyrir frambjóð- anda okkar, Kjartan Jóhannsson lækni, gegn Finni Jónssyni í þing- kosningunum 1946 og 1949. I aukakosningum 1952, eftir lát Finns, bauð Hannibal sig fram fyrir Alþýðuflokkinn og vann kosninguna með níu atkvæða mun. Svo voru almennar kosningar árið eftir og þá sigraði Kjartan með yfir- burðum. Ég var þá eiginlega orðin ritstjóri Vesturlands. Sigurður Bjarnason var að vísu skrifaður ritstjóri á blaðhausnum, en á þeim tíma hvíldi útgáfan að mestu leyti á herðum mínum. Ég beitti mér auðvitað gegn hvers Guðmundur G. Hagalín og Sigurður B jarnason frá Vigur um borð í Djúpbátnum. Rekaviðurinn á dekkinu sýnir að þeir eru að koma af Ströndum, sennilega í svipuðum erindagjörðum. Einlægnin leynir sér ekki. konar atvinnurekstri á vegum bæjar- félagsins eftir að ég var orðinn virkur í bæjarstjórninni. Olafur, sonur Tryggva á Kirkju- bóli, seldi Isafjarðarbæ jörðina og um það spunnust töluverðar deilur, því að ætlunin var að setja upp kúabú á vegum bæjarins á Kirkjubóli. Isafjarðarbær rak kúabú á Selja- landi f mörg á. Kratarnir höfðu reist það á meðan þeir voru einráðir. Ég var á móti því að fara að starf- rækja annað kúabú í opinberum rekstri. Ég var því aldrei mótfallinn að bærinn eignaðist jarðir eða lóðir en ég var á móti þessum rekstri. Það koma því úr hörðustu átt sneiðar og hnýfilyrði drengja sem hafa lítinn sem engan þátt tekið í lífsbaráttunni en hnýta í mig fyrir að vera ekki nógu mikill kapftalisti, þegar sannleikurinn er sá að ég reyndi alltaf að koma í veg fyrir að farið væri út í þennan opinbera rekstur og linnti ekki látum fyrr en hann var lagður niður. Ég barðist til dæmis alltaf gegn hvers konar bæjarútgerð og Isafjörð- ur var einn af örfáum stöðum á land- inu þar sem slfku fyrirtæki var aldrei komið á fót. Eitt af fyrstu verkunum sem ég tók við eftir bæjarstjórnarkosningarnar 1946 var stjórnarseta hjá Rafveitu Isafjarðar og var ég formaður stjórnarinnar í fimm ár. Það var afar skemmtilegur tími, mikil endurnýjun og framkvæmdir. Ekki veit ég hvort nokkur trúir mér, að minnsta kosti er sennilega vissara fyrir mig að taka það fram að nú segi ég alveg satt. En ég þvældist út í pólitíkina án þess að hafa nokkurn tíma í hyggju að gera hana að ævistarfi. Pólitík er hræðileg veiki sem grefur um sig á laun og er kannski orðin ólæknandi áður en sjúklingur- inn veit hvað að honum gengur. Fyrr en varði var heimili okkar orðin hálfgerð miðstöð fyrir flokks- starf sjálfstæðismanna. Þar var setið á rökstólum flest kvöld og oft var fjölmenni. Ef forystumenn flokksins komu í heimsókn að sunnan lögðu þeir ætíð leið sína til okkar Kristínar og stundum gistu þeir hjá okkur. Þegar Fjórðungsamband Sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum var stofnað var ég kosinn fyrsti formað- ur þess. En það er ekki eins og það hafi þótt svo sérstaklega eftirsóknarvert að vera á bæjarstjórnarlistanum þegar ég fór í fyrsta sætið árið 1950. Matthías Bjarnason 27 ára Menn sóttust yfirleitt ekki eftir að fara í bæjarmálin vegna þess hvað þetta var mikið puð og illa borgað. Ég man alltaf eftir því að fyrir kosningarnar 1950 gekk ég hús úr húsi til líklegustu kvennanna að fá þær á framboðslistann. En það var sama svarið hjá öllum: „ Ekki tala um þetta við mig. Talaðu við hana Gunnu eða hana Jónu.“ Þær bentu allar hver á aðra. Þetta var nú sá áhugi sem konur sýndu á því að komast í bæjarmálin. Ekki freistuðu launin. I mörg ár eftir að ég byrjaði voru árslaun bæj- arráðsmanns 5000 krónur og ekki eyrir greiddur fyrir að sitja í bæjar- stjórn. Menn þurftu því að hafa alveg óskaplegan áhuga til að leggja sig í þetta. Þegar ég var að byrja sem for- maður Rafveitu ísafjarðar var hjá okkur rafveitustjóri sem hét Jón Gauti Jónatansson. Þetta var á fyrstu árum Norðurtangans. Hálfdán í Búð var eitthvað ósáttur við rafmagns- reikningana fyrir frystihúsið og neit- aði að borga. Vart mátti á milli sjá hvor var meiri þverhaus, Jón Gauti eða Hálfdán. Svo lokaði Jón Gauti fyrir raf- magnið til Norðurtangans, vinnslan stöðvaðist og allt fókið stóð verk- laust. Ég hélt fund í rafveitustjórn- inni til að reyna að sætta Hálfdán í Búð og Jón Gauta. Eftir mikið þref féllst Hálfdán á að borga reikninginn og þá sagði ég við rafveitustjórann: „Jæja, þá geturðu opnað.“ „Nei, ekki fyrr en það er búið að borga opnunargjaldið," sagði Jón Gauti þá. „Hvað er það mikið?“ spurði ég. „50 krónur," sagði Jón Gauti. Mér var farið að leiðast þetta þóf svo að ég tók veskið upp úr vasa mínum og fleygði í hann fimmtíu- kalli: „Þá geturðu opnað!" En málið var ekki leyst. „Þú hefur ekkert leyft til að borga fyrir Norðurtangann," æpti Hálfdán og þar með var allt komið í háaloft aftur. I bæjarstjórn kjörtímabilið 1950- 1954 voru eftirtaldir sjálfstæðis- menn ásamt mér: Baldur Johnsen héraðslæknir, Marsellíus Bernharðs- son skipasmíðameistari og Simon Helgason hafnarvörður. Milli okkar ríkti góður samstarfsandi og fullur trúnaður. Baldur Johnsen flutti reyndar úr bænum á fyrsta ári kjör- tímabilsins og tók þá Kjartan Jó- hannsson læknir sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn. Marsellíus talaði aldrei á bæjar- stjórnarfundum en hann var góður í nefndarstörfunum enda var hann af- bragðsmaður sem rak fyrirtæki sitt af miklum dugnaði. Andstæðingarnir

x

Vesturland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.