Vesturland - 01.12.1993, Síða 8
8
VE STURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðistnanna
Grumman flugbátur Loftleiða í fjörunni við Hafnarstræti. Fólk á ísafirði
þyrptist ætíð að þegar flugvélar komu og fóru.
töldu að hann gerði mikið af því að
reyna að hygla fyrirtæki sínu. Ég held
að það hafi yfirleitt verið ósanngjarnt
að halda því fram, en þó fer það auð-
vitað oft þannig að sá sem er mið
mikinn atvinnurekstur vill gjarnan að
það sé hugsað til hans. Ég man að það
var út af einu svona atriði að við sát-
um eitt sinn tveir saman niðri á skrif-
stofunni í húsinu mínu í Hafnarstræti
14 og ræddum um hafnarfram-
kvæmdir og urðum alvarlega ósam-
mála svo að það endaði með því að
við hnakkrifumst, þessir ágætu vinir.
Sá gamli fór út í fússi.
Morguninn eftir lá missættið þungt
á mér og þegar ég reyndi svo að fara
að vinna varð mér alltaf hugsað til
þess hvað mér þætti leiðinlegt að vera
ósáttur við Marsellíus minn blessað-
an. Ég vissi að skipasmiðurinn fór í
fyrirtæki sitt í rauðabýtið, en hann
kom svo alltaf heim í kaffi um hálf-
tíuleytið á morgnana. Ég gat ekkert
unnið, svo að ég ætlaði heim til hans
að leita sátta.
Ég legg af stað. Þetta var í blíð-
skaparveðri um hásumar og á horninu
á Hafnarstræti og Austurvegi, göt-
unni sem Marsellíus bjó við, mæti cg
þeim gamla. Við skellum báðir upp
úr.
Ég segi: „Ég er á leiðinni til þín.“
„Já, ég er nú kominn heldur lengra
á leiðinni til þín,“ segir hann. Við
gengum heim til mín, fengum okkur
kaffisopa hjá Kristínu og þar var sæst
heilum sáttum.
Marsellíus var afar hlédrægur
maður og lét lítið fyrir sér fara. Hann
var lágvaxinn og þrekinn, óskaplega
mikill snarleikamaður, feiknadugleg-
ur og mikill vinnuþjarkur sem lét sér
aldrei verk úr hendi sleppa. Hann var
afskaplega góður drengur og gaman
að eiga hann fyrir vin. Marsellíus var
tæplega fimmtugur þegar hann fór í
bæjarstjóm. Ég var hálfgerður krakki
við hliðina á honum. En einhvern
veginn æxlaðist það svo að þessum
eldri köllum geðjaðist að mér og mér
að þeim.
FRAMBOÐSFUNDIR
FYRIR VESTAN
Framboðsfundirnir fyrir vestan
vom kostulegar samkundur. Þar fór
fram gríðarlegur hanaslagur. Auðvit-
að var ekki jafnmikið um afþreyingu
og nú er. Fundimir voru besta
skemmtun sem völ var á og við
skemmtikraftarnir reyndum auðvitað
að standa okkur sem best. Fólk kom
þó ekki bara til að hlusta á okkur.
Framíköll voru fastur liður og sum
þeirra vel undirbúin og baneitruð.
Auðvitað var það vinsælt þegar
frambjóðendum varð eitthvað á, en
skemmtilegast þótti þeim, ótuktunum
í salnum, þegar einhver sveitungi
þeirra fékk háðulega útreið. Þá ætlaði
oft allt um koll að keyra af hlátri.
Af frambjóðendum í minni tíð
hygg ég að við Hannibal Valdimars-
son höfum verið einna verstir á fund-
unum þó að ég sé ekki að mæla hinum
bót. Næstverstir held ég að hafi verið
Sigurvin Einarsson og Steingrímur
Hermannsson. Sigurður Bjarnason
var kurteisari og Þorvald skorti
kímnigáfu, en hann var raddsterkur.
Víða voru fundimir slæmir, en lík-
lega þó hvergi eins voðalegir og á
Suðureyri við Súgandafjörð. Karvel
gat verið ansi skemmtilegur. Hann
var einu sinni að halda ræðu í Súg-
anda.
„Hvar er atvinnumálastefna Al-
þýðuflokksins,” kallaði þá fram í
Súgfirðingurinn Kjartan Olafsson,
ritstjóri Þjóðviljans, sem sat alltaf
með einn puttann út í loftið.
Kjartan var ögn til vinstri við
Stalín, sögðum við gjarnan. Ég held
að það megi fullyrða að Stalín hafi
verið ívið frjálslyndari en Kjartan.
Karvel greip þá eina auða pappírs-
örk af borðinu, hélt henni hátt á loft
og sagði:
„Þetta er atvinnumálastefna Al-
þýðubandalagsins. Hérna er hún.
Kjartan er fulltrúi fyrir hana.”
Karvel tók Kjartan svona fund eftir
fund, en Kjartan lét engan bilbug á sér
finna.
Ég var líka nokkuð stríðinn við
Kjartan Olafsson. Þegar hann var í
miðri ræðu á fundum kallaði ég
stundum til hans til að stinga upp í
hann: „Hefur Stalín samþykkt
þetta?” Aldrei lét Kjartan sér
bregða.
Svo var það landbúnaðarstefnan
hans Steingríms. Það kom fyrir slys
í fylgiskjali með þingsályktunartil-
Iögu Framsóknarflokksins sem Há-
kon Sigurgrímsson hafði samið og
sagði fyrir um hversu stórt bú ætti að
vera fyrir hverja minkalæðu og
„hluta úr högna.” Ég nuddaði Stein-
grími fyrst upp úr þessu í þinginu og
hélt því svo áfram á framboðsfund-
um fyrir vestan og spurði alltaf
hvaða hluti af högnanum ætti að vera
í búrinu hjá læðunni. Steingrímur var
ansi pirraður á mér út af þessu.
Ég kunni ekkert vel við Sigurvin
í fyrstu, en hann var hörkuræðu-
maður, bæði sterkur og vígfimur.
Hann var að vísu fjandi skömmóttur,
en það situr víst ekki á mér að hafa
orð á slíku því að ekki lét ég mitt eftir
liggja í þeim efnum. En eftir að við
kynntumst á þingi og þó sérstaklega
á fundum Vestfjarðaþingmannanna
þróaðist milli okkar Sigurvins kunn-
ingsskapur og loks einlæg vinátta.
Mér þótti mjög vænt um Sigurvin þó
að varla væri hægt að hugsa sér dýpri
gjá en var milli skoðana okkar. Mér
fannst hann nefnilega miklu fremur
vera sósíalisti en framsóknarmaður
og sagði það oft við hann. Hann hló
bara að mér.
Sigurvin tók þátt í Keflavíkur-
göngu að minnsta kosti einu sinni
eða tvisvar. Svo er það einu sinni
fyrir kosningar að framboðsfundur
er haldinn á Súganda. Þar var fast-
ráðinn fundarstjóri, þó að sú regla
gilti annars staðar að sá flokkurinn
sem byrjaði umræðu mætti ráða
fundarstjóra. En á Suðureyri leyfði
enginn flokkur sér að víkja út frá
þeirri venju að Sturla Jónsson
hreppstjóri skyldi stýra fundum.
Sturla sat framarlega á sviðinu en
við frambjóðendurnir hinum megin.
Ræðustóllinn var á milli, rétt innan
við Sturlu. Sigurvin hafði fyrstur
orðið og skammaði íhaldið sundur
og saman. Mér fannst ég verða að
skjóta á karlskömmina úr því að
hann var búinn að hegða sér svona.
Ég hóf mál mitt með kurteislegu
ávarpi til fundarstjóra og fundar-
manna, gerði pínulítið hlé og sagði
svo:
„Og nú er hann kominn til ykkar,
hann Göngumóður á Keflavíkur-
skónum sínum.”
Þá varð hreppstjóranum svo mikið
um, af því að hann hafði aldrei séð
þessa Keflavíkurskó, að hann sneri
sér við og horfði á fæturna á Sigur-
vin. Salurinn sprakk á stundinni.
Síðar kom Sigurvin í pontu og
lyfti þá fætinum og sagði: „Og þetta
kallar Matthías Bjarnason Keflavík-
urskóna.”
En þá hló enginn. Ég hafði unnið
þessa lotu.
Fyrir kosningarnar 1974 var ó-
venjudauft yfir fjölmennum fram-
boðsfundi í Bolungarvík, eitthvert
slen yfir bæði frambjóðendum og
kjósendum.
Þetta var þegar Sighvatur Björg-
vinsson fór fyrst fram í fyrsta sæti
fyrir kratana, Vilmundur Gylfason í
öðru sæti og Bárður Halldórsson í
þriðja. Fyrir Samtök frjálslyndra og
vinstri manna voru Karvel Pálma-
son, vinur minn, og Jón Baldvin
Hannibalsson. Allt sumarið höfðu
menn verið að gera tilraunir til að
sameina Alþýðuflokkinn og leggja
Samtökin niður. Gylfi Þ. Gíslason
lagði sig allan fram en allt kom fyrir
ekki.
Ég hugsaði með mér að þegar ég
talaði í annarri umferð yrði ég að
reyna að blása lífi í fundinn, svo ég
sagði eitthvað á þá leið að leitt væri til
þess að vita að þeir hefðu komið í
tvennu lagi kratarnir, eins og hefði
verið puðað við að sameina þá og
enginn hefði lagt sig eins fram og
Gylfi Þ. Gíslason, og það við sjálfan
Hannibal. Ég hélt áfram og sagði að
þetta hefði virst vera að bera árangur,
því að Gylfi hefði verið kominn upp
í og grátbeðið Hannibal að snarast
upp í til sín.
„Gylfi lyfti sænginni,” sagði ég,
„og Hannibal var sestur á rúmstokk-
inn. Það var ekkert eftir nema fara
upp í og breiða sængina yfir, en það
undarlega gerðist að Hannibal sprett-
ur upp og segir Gylfa að hann fari
ekki upp í.”
Svo þagnaði ég og leit yfir salinn
áður en ég bætti við: „Er nokkur hér
inni sem hefur heyrt það fyrr að hann
Hannibal hafi neitað að fara upp í
þegar honum hefur boðist það?”
Þakið ætlaði að rifna af samkomu-
húsinu í Bolungarvík. Það var sama
hvar í flokki fólk stóð, allir hlógu, og
það var ekki að sökum að spvrja að
þetta varð með allra fjörugustu fund-
um. Ég varð var við það að Vil-
mundur gerði sér mikinn mat úr
þessari sögu og sagði hana á fjöldan-
um öllum af klúbbfundum þar sem
hann var fenginn til að tala næstu
árin.
Oft var með okkur indæll maður
sem sat á þingi fyrir Alþýðubanda-
lagið, Steingrímur Pálsson, sím-
stöðvarstjóri á Brú í Hrútafirði. Við
urðum ágætir vinir og ég kom alltaf
við heima hjá honum og Láru, konu
hans, þegar ég átti leið um. Því miður
lést Steingrímur langt fyrir aldur
fram.
Það væri synd að segja að við
Hannibal hefðum verið nokkrir vinir
eftir allar rimmumar úr bæjarpólitík-
inni á Isafirði. En þegar við vorum
búnir að sitja alllangan tíma saman á
þingi fór þetta mjög að breytast og
sambandið milli okkar varð nokkuð
gott. Hannibal og Sólveig, þessi á-
gæta kona hans, komu alloft í sumar-
bústaðinn okkar í Trostansfirði bara
til að heimsækja okkur Kristínu. Við
endurguldum þessar heimsóknir og
fórum í Selárdal.
Maður hét Sigurður Gíslason og
átti heima á Bildudal í mörg ár, mikill
sómamaður en sérlundaður og harður
í pólitík, sanntrúaður sjálfstæðismað-
ur og fór ekkert dult með að hann fann
lítið gott við hina. Sigurður var
hreinskiptinn og heiðarlegur. Hann
var ráðsmaður úti í Selárdal hjá
Hannibal um tíma og svo sagði hann
mér einu sinni frá því, og var gamli
maðurinn þá mjög hneykslaður, að
Bjarni Benediktsson hefði komið út í
Selárdal til Hannibals sem var þar í
sumarfríi.
„Og hvað heldurðu að Bjarni hafi
gert þegar hann steig út úr bflnum?”
spurði Sigurður: „Hann kyssti
Hannibal.”
Sigurður gamli var hræðilega
hneykslaður og ég held að Bjarni hafi
lækkað mjög í áliti hjá honum við
þennan koss. Hins vegar fór alltaf vel
á með honum og Hannibal.
Hannibal var forseti Alþýðusam-
bands Islands og þá átti forsætisráð-
herra mikil samskipti við hann. Bjarni
Ben kunni þá list að hafa samstarf við
aðila vinnumarkaðarins og stofnaði
til persónulegra kynna við þá. Bjarni
ávann sér traust og virðingu manna.
Hann sagði ekki annað en það sem
hann treysti sér til að gera og stóð líka
við öll fyrirheit. Þess vegna smullu
kossar í Selárdal.
Óskum starfsfólki okkar svo og Vestfirðingum
öllum gleðilegra jóla, árs og friðar, og þökkum
samstarf og viðskipti á líðandi ári
RITUR HF.
Sendum okkar bestu óskir um gleðiiega
jóla- og nýárshátíð og þökkum árið
sem er að líða.
Þingeyrarhreppur
Gleðileg jól og farsælt komandi ár.
Þökkum viðskiptin á líðandi ári
£hS\ hronn hf.
Sendum okkar bestu óskir um gleðilega jóla-
og nýárshátíð og þökkum árið sem er að líða.
J----L
BÁSAFELL HF.
SINDR AGÖTU 1 400 ISAFJÖRÐUR » 4733
Oskum viðskiptavinum okfar og starfsfóClq
gCeðiCegrajóCa, árs ogfriðar, og þökfum samstarf
og inðsCjp ti á CíðancCi ári.
o
SPARISJÓÐUR
BOLUNGARVÍKUR
Óskum starfsfóíki otfar og viðskiptavinum
gCeðiCegrajóCa, árs ogfriðar, og þökjjum samstarf
og viðskipti á Cíðancíi ári.
BAKKIHF HNIF5DAL
Slekkjargölu 11, 4IOHnifsdal, S 94-3867og 94-4690
Telefax 94-3394, Kennilala 440387-1369
Óskum stafsfóCþi okfar og viðsþiptavinum
gCeðiCegrajóCa, árs ogfriðar, og þötfum samstarf
og viðskipti á CíðancCi ári.
Miðfell hf. Hnífsdal