Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1993, Síða 10

Vesturland - 01.12.1993, Síða 10
10 VESTURLAND Blaö vestfirskra sjálfstœðisnianna Með þmtseigju þjóðeriaaer erura við að aá áraagri - segir Davíð Oddsson, forsætisráðherra, í samtali við Vesturland Davíð Oddsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. - Á landsfundi Sjálfstæðis- flokksins slóst þú á strengi bjart- sýni. Hverjar eru helstu ástæður þess? „Meginástæðurnar eru þær að okkur hefur miðað vel og við höfum ekki vikist undan vandanum. Þvert á móti höfum við tekist á við hann. Glíman hefur verið hörð og erfið en það er ljóst að við munum verða ofan á í þeirri baráttu. Þetta skapar okkur skilyrði bjartsýni. Þjóðinni hefur tekist að glfma við meiri vanda en hún hefur þurft við að etja frá þvf í kreppunni miklu og mun snúnari vanda en Viðreisnarstjórnin lenti í. Með staðfestu, stefnufestu og þraut- seigju þjóðarinnar munum við að komast út úr honum. Þjóðir í kring- um okkur eru að glíma við atvinnu- leysi upp í 15% til 20%. og bankar þeirra eru lentir í ógöngum. Okkur hefur tekist að koma í veg fyrir það. Þar hefur einnig orðið stórkostlegt hrun í atvinnulífi. Þrátt fyrir mikla erfíðleika hjá okkur erum við ekki að lenda í slíku á sambærilegan hátt. Hjá okkur hefur atvinnuleysi ekki vaxið jafn hratt þrátt fyrir að kreppan hafí verið meiri hjá okkur en nágrannaþjóðunum. Verðbólga er lág hér og við höfum nú í fyrsta skipti í 10 ára sögu náð raunvöxtum niður. Raunvextir voru reyndar skráðir lágir í nokkra mánuði í stjórnartíð Stein- gríms Hermannssonar en það var fölsk skráning því á markaði voru þeir miklu hærri. Við erum hætt að safna skuldum erlendis vegna hags- tæðari viðskiptajöfnuðar. Atvinnu- lífíð á möguleika vegna þess að það er búið að létta af því gjöldum og raungengið er útflutningsatvinnu- vegunum hagstætt. Þessi bjartsýni er því byggð áraunsæi. Bjartsýni byggð á loftbólum er einskis virði og dugar skammt. Bjartsýni sem byggir á já- kvæðum, viðvarandi staðreyndum er bjartsýni sem dugar og við höfum efni á henni.“ - Kjördæmamálið var nokkuð rætt á landsfundinum. Hvað mun Sjálfstæðisflokkurinn ganga langt í að krefjast að vægi atkvæða verði jafnað? „Meginmarkmiðið hlýtur að vera að atkvæðisréttur sé jafn milli ntanna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í gegnum tíðina getað sætt sig við að munurinn sé nokkur í þeim kerfum sem fundin hafa verið upp en meginstefnumiðið hefur verið að jafna kosningarétt á milli manna. Sú breyting hefur orðið nú áð það er jafnræði á milli flokka en við búum ekki við flokksræði á Islandi heldur lýðræði. Þess vegna hefur í raun ekki verið gengið nema hálfa leið. Auð- vitað þarf að vera sem mest jafnvægi milli flokkanna þannig að þeir séu ekki með aukið afl umfram það sem landsmenn hafa skammtað þeim á grundvelli kerfis eða reglna. Megin- máli skiptir að sérhver Islendingur geti litið þannig á að hann sé jafn- rétthár sínum nágranna. Þessi mál eru vandmeðfarin og það verður ekki flanað að neinu en við höfum þegar sett í gang vinnu við að undirbúa málið í samræmi við það umboð sem landsfundurinn veitti.“ - Andstæðingar ríkisstjórnarin- nar hafa stundum haldið því fram að þessi ríkisstjórn sé byggða- fjandsamleg. Hverju viltu svara því? „Það er fjarstæðukennd full- yrðing. Meginverkefni hverrar stjómar er að tryggja almenn og hagstæð skilyrði fyrir landið allt. Það kemur öllum best. Þessi ríkisstjóm hefur tekið harðar og betur á mál- efnum atvinnulífsins en aðrar stjórnir hafa gert á undan henni. Það má nefna mörg dæmi þessu til stuðnings. Ríkisstjórnin hefur létt sköttum af atvinnulífinu, hún hefur beitt sér fyrir því að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið væri staðfestur, hún hefur staðið fyrir því að kjarasamn- ingar næðust þannig að vinnufriður væri í landinu og í raun kostað þá kjarasamninga. Þá hefur hún beitt sér fyrir því að raungengi væri skráð þannig að hagstætt sé fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina. Hún hefur tryggt að verðbólga sé minni hér en í ná- grannalöndum og þannig tryggt betri samkeppnisstöðu fyrir fyrirtækin í landinu. Þessar aðgerðir koma öllu landinu til góða, - ekki síst dreifbýlinu. Fyrrverandi forsætisráðherra lýsti því yfir um það leyti sem hann hætti að byggðastefna síðustu 10 áranna á undan hefði brugðist. Það var vægur dómur um stjórn Framsóknar- manna á þessu tímabili. Núverandi ríkisstjórn er í mun að treysta byggð- imar og leit þannig á að tilraun til sameiningar sveitarfélaga væri til þess fallin að dreifðar byggðir, f þeim til- gangi að færa mætti þeim fleiri verk- efni og styrkja stöðu þeirra. Einnig hefur Byggðastofnun gert markvissari byggðaáætlanir en áður og þær munu nýtast byggðunum þegar til framtíðar er horft. „ Sjávarútvegurinn efstur á forgangslista stjórnarinnar - Sömu aðilar hafa haft á orði að ríkisstjórnin hafi í raun lítinn áhuga á eða áhyggjur af alvarlegri stöðu sjávarútvegsins. Það sé ekki álitið forgangsverkefni að takast á við þessi vandamál. Er það rétt? „Bættur hagur sjávarútvegsins hefur verið efstur á lista ríkis- stjórnarinnar í aðgerðum hennar fá atriði eru eins mikilvæg fyrir sjávar- útveg og það hvað vextir em lágir þar höfum við náð stórkostlegum árangri þeitta hafa rnenn verið að reyna í meira en áratug en ekki tekist fyrr en nú. Þá dæmis er skráning á genginu hagfelldara sjávarútvegi nú en oftast eða alltaf áður og aflétting gjalda af atvinnulífi hjálpar einnig greininni. Samningar um Evrópska efnahags- svæðið tryggja markaðsstöðu sjávarútvegs og friður á vinnu- markaði gerir honum léttara að skipuleggja sig fyrir framtíðina. Þá er Þróunarsjóður hugsaður til að auðvelda hagræðingu í greininni. Allir þessir þættir eru sjávarútveg- inum mjög mikilsverðir og miðað við þau áföll sem greinin hefur orðið fyrir, - niðurskurð á þorskafla og lækkandi verð á afla, sem komið er niður í eitt lægsta sögulega verð sem við þekkjum á sama tíma og afíi hefur minnkað. Þegar þetta tvennt er skoðað, - aðgerðirnar annars vegar og áföllin hins vegar sést að það hefur tekist að verja sjávarútveginn verstu skellunum . I heild eru skil- yrði sjávarútvegsins bærileg þrátt fyrir grfðarleg skakkaföll. Á hinn bóginn hafa þessi áföll komið harðar niður á einstökum svæðum, til að mynda á Vestfjörðum, meðal annars vegna þess að hlutdeild þeirra í þorski er meiri en annars staðar og uppgrip í öðrum þáttum sjávarútvegsins eins og í loðnu skilar þeim engu. En eins og ég nefndi áðan hefur hagur sjávarútvegsins verið eitt meginviðfangsefni ríkisstjórnarinnar og forsendan fyrir þeim aðgerðum sem ég minntist á. Auðvitað má nefna fleira sem ráðist hefur verið í, eins og skuldbreytingar sem gerðar hafa verið í stórum stíl. Ásakanir um að ríkisstjórnin hafi ekki áhyggjur af stöðu sjávarútvegs eru því út í bláinn. Það var Ijóst af ummælum og orðum þeirra sem fóru með völd á undan okkur að þeir voru ekki í stakk búnir til neinna aðgerða annarra en þeirra að slá lán og stofna sjóði. Slíkt er ekki fengsælt til frambúðar.“ Sértækar aðgerðir ekki líklegar til varanlegs árangurs - Telur þú að tími almennra að- gerða sé e.t.v. liðinn og koma þurfi til sértækra aðgerða? Menn horfa til sjóðsstofnunar á Suðurnesjum í þessu sambandi. „Nei, almennu aðgerðirnar, al- mennu skilyrðin og almenni grund- völlurinn er það sem fólkið og fyrir- tækin vilja búa við. Það er svo hættulegt að hlaupa af stað út í svo- kallaðar sértækar aðgerðir því þær felast oftast í því að kaupa frá sér vandann. Þeir fjármunir, um 300 milljónir, sem Islenskir aðalverktakar lýstu sig reiðubúna til að leggja í at- vinnuþátttöku á Suðurnesjum eru Þingeyri við Dýrafjörð.

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.