Vesturland - 01.12.1993, Page 12
12
VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismcinna
Blaðið Vesturland 70 ára
- eftir Hildigunni Lóu Högnadóttur
ARANGUR
Á ERFIÐUM
TÍMUM
í tilefni af 70 ára afmæli Vestur-
lands er mér það bæði ljúft og skylt
að skrifa hér nokkur orð í minningu
föður míns, Högna Torfasonar fyrr-
um ritstjóra þessa blaðs.
Það mun hafa verið 1962 sem
fjölskylda mín tók sig upp af suð-
vesturhorninu og fluttist til Isa-
fjarðar. Faðir minn hafði þá tekið
við starfi erindreka Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum og ritstjórn
Vesturlands.
A þessum árum bjuggum við í
Hafnarstræti 12 og var flokksskrif-
stofan sömuleiðis þar til húsa og var
hún ekkert síður heimili okkar
systkinanna. Vinna við blaðið fór
þar fram að miklu leyti og það skipti
oftengu máli hjáföðurmínum hvort
það var borðstofuborðið eða skrif-
borðið sem varundirlagt, við lifðum
öll og hrærðumst í blaðinu.A þess-
um árum kom blaðið viku eða
hálfsmánaðarlega út að meðaltali og
oft var mikill handagangur í öskj-
unni í Hafnarstræti 12 við að af-
greiða blaðsölukrakkana sem öll
vildu vera fyrst út með blaðið.Ég
minnist margra krakka í því starfi,
sem nú eru fullorðið og ráðsett fólk.
Við systkinin störfuðum við blaðið
meira og minna, sáum um að af-
greiða það, brjóta síðan í póstflutn-
ing og innheimta auglysingar.
Okkur fannst ekkert nema sjálf-
sagt að faðir okkar skrifaði blaðið
oftast nær frá upphafi til enda, við
höfðum engar aðrar hugmyndir um
blaðaútgáfu. Hann fór lfka létt með
það er mér sagt, var reyndur frétta-
maður, fyrrverandi ritstjóri Voga,
málgagns flokksins í Kópavogi og
einnig var hann einn af frumkvöðl-
um dagblaðsins „Myndar“, sem átti
reyndar fáa lífdaga, en taldist þó ein
af merkilegri tilraunum í íslenskri
blaðaútgáfu á þeim tíma.
A þessum árum sá Prentstofan
Isrún um prentun blaðsins og hafði
þar á að skipa valinkunnu liði undir
stjórn Sigurðar Jónssonar prent-
smiðjustjóra og var blaðaútgáfa
jafnframt mjög lífleg að öðru leyti í
Hildigunnur Lóa Högnadóttir.
Það væri sannar-
lega ánægjulegt ef
blaðnefnd tæki
þetta mál til skoð-
unar og dustaði
rykið af gömlu kop-
arstungunni í fram-
haldi af því í tilefni
af 70 ára afmæli
blaðsins.
þá daga.
Ég hef það eftir prentara einum
sem vann í Isrúnu, að allt samstarf við
föður minn hafi jafnan verið með
miklum ágætum og hefði þeim þótt
það nýlunda að þurfa ekki að breyta
eða laga stíl, eða búa til fyrirsagnir og
ekki þurfti að hafa áhyggjur af mál-
fari eða stafsetningu á handritum
hans þar sem maðurinn hefði verið
„annálaður íslenskumaður“.
Samstarfið við aðra pólitíska rit-
stjóra bæjarblaða var sömuleiðis með
miklum ágætum og átti hann í þeim
hópi góða vini, og var þá ekki spurt
um stjórnmálaskoðanir.
Þessir menn eru nú flestir látnir, en
það er næsta víst að í Prentstofunni
Isrúnu var oft glatt á hjalla, ekki síst
í kosningabaráttunni.
Faðir minn lagði ævinlega metnað
sinn í blaðið og að frétta væri aflað
sem víðast um kjördæmið, það væri
opinn vettvangur fyrir alþingismenn,
sveitarstjórnarmenn og aðra þá sem
vildu koma skoðun sinni á framfæri.
Blað, sem ætti erindi til allra Vest-
firðinga.
Vesturland er elsta núlifandi blað
á Vestfjörðum, blað vestfirskra sjálf-
stæðismanna sem margir mætir menn
hafa ritstýrt.
Stofnandi þess og fyrsti ritstjóri var
Sigurður Kristjánsson, síðar alþingis-
maður og ritstjóri Morgunblaðsins.
Blaðið hefur ekki tekið neinum
stökkbreytingum í tímans rás,það
hefur flutt nú sem hingað til stað-
bundnar fréttir úr fjórðungnum og
margar og merkilegar greinar hafa
verið birtar.greinar sem enn þann dag
í dag er vitnað til sem heimilda.
Þó breytingar hafi verið litlar, þá er
ein sú breyting á blaðinu sem föður
mínum féll afar illa og skrifaði hann
nokkuð harðorða grein til blaðstjórn-
ar árið 1987 sem bar yfirskriftina „að
missa andlitið“ og vitna ég í umrædda
grein. Þar segir frá því, að þegar Sig-
urður Halldórsson, bæjarstjóri á ísa-
firði sem ritstýrði blaðinu um fimm
ára skeið, þá hafi hann fengið bróður
sinn, Björn Halldórsson leturgrafara
í Reykjavík til þess að teikna nafn
blaðsins, og gerði Björn afar fallega
koparstungu af nafni blaðsins. Var
hún fyrst notuð í 6.-7.tbl. Vesturlands
sem kom út 15.febrúar 1947. Þessi
koparstunga var notuð á forsíðu og
baksíðu og einnig í „haus“ og frá
10.-ll.tbl. hefur hún verið notuð æ
síðan “ eða þar til á s.l. vori. Þá brá
svo við, að þessi koparstunga, sem
verið hafði „andlit blaðsins" um lið-
lega fjörutíu ára skeið, var horfin og
í hennar stað komin ósköp venjuleg
og hversdagsleg leturgerð, sent hefur
ekkert við sig og er í engu frábrugðin
mýgrút af blöðum og tímaritum sem
í þessu tilliti hafa ekkert „andlit".
Þetta kalla ég að missa andlitið og
þykir mér þetta mikill sjónarsviptir,
og eftirsjá af gamla andlitinu. Leyfi
ég mér því að biðja háttvirtan ritstjóra
og blaðnefnd að endurskoða afstöðu
sína í þessu máli. Finnst mér það í
anda íhaldssemi margra okkar sjálf-
stæðismanna, að vernda það sem
gamalt er og á sér sögulega hefð og
minni í því sambandi á,að ekki hefur
hvarflað að þeim Morgunblaðs-
mönnum að hrófla við sínu „andliti".
Til að fara bil beggja sé ég ekkert á
móti því að prenta gömlu kop-
arstunguna á bláum grunni eins og nú
er gert með hversdagsletrinu“.
Svo mörg voru þau orð og undir
þau tóku tjölmargir sjálfstæðismenn.
Ég veit hins vegar ekki til þess, að
þessi bón fyrrum ritstjóra blaðsins
hafi verið tekin til umfjöllunar.
Það væri sannarlega ánægjulegt ef
blaðnefnd tæki þetta mál til skoðunar
og dustaði rykið af gömlu kop-
arstungunni í framhaldi af því í tilefni
af 70 ára afmæli blaðsins.
Ég hef í þessu greinarkorni reynt
að segja lítillega frá störfum föður
míns sem ritstjóra Vesturlands á sjö-
unda áratugnurm og hefur þar verið
stiklað á stóru. Ég veit að hann átti
hér góða daga og góða vini,sem hann
minntist ávallt með söknuði og hlý-
hug eftir að hann fluttist héðan. Af-
skiptum hans af Vesturlandi lauk þó
engan veginn þótt hann flyttist bú-
ferlum, því hann skrifaði margar
greinar í Vesturland eftir það og
fylgdist vel með málefnum þess.
Eg vil að lokum óska afmælis-
barninu til hamingju með öll 70 árin
og vona að það njóti velfarnaðar og
gróskumikilla skrifa vestfirskra
sjálfstæðismanna í framtíðinni.
Ríkisstjórn Davíðs Odds-
sonar hefur náð veruleg-
um árangri á fjölmörgum
sviðum þrátt fyrir þá
erfiðleika sem verið hafa
í efnahagslífinu.
*
Ríkisstjórninni hefur tekist að
halda verðbólgunni í lág-
marki. Lægri verðbólga hefur
í för með sér: lægri vexti,
minni greiðslubyrði heimil-
anna og fyrirtækja, stöðugra
verðlag. Stöðugra verðlag
auðveldar samanburð á vöru-
verði verslana, stuðlar að að-
haldi og lækkar vöruverð.
*
Ríkisstjórnin hefur náð
undraverðum árangri í að
lækka vexti. Vaxtalækkunin
mun létta af fyrirtækjum
mörgum milljörðum króna á
ársgrundvelli auk þess sem
hún mun bæta hag heimilanna
um 5,1 milljarð.
*
Viðskiptahallinn Iækkaði
um nær 14 milljarða á tveimur
árum. Jafnframt hefur dregið
úr skuldasöfnun. Raunlækkun
varð á erlendum skuldum í
fyrsta skipti í langan tíma milli
áranna 1992 og 1993 og gert
er ráð fyrir að svo verði áfram.
Óskum starfsfólki og viðskiptavinum
gleðilegra jóla, árs ogfriðar og
þökkum jafnframt samstarf á líðandi ári
^p^Orkubú Vestfjarða
PÓSTUR OG SIMI
ÍSAFIRÐI
Opnunartími
Póst- og símaafgreiðslunnar á ísafirði
í desember 1993 er sem hér segir
Miðvikudaginn 15. des. til kl. 18.00
Fimmtudaginn 16. des. til kl. 18.00
Sunnudaginn 19. des. frá kl. 13.00 til kl. 16.00
Mánudaginn 20. des. til kl. 18
Aðra daga er opið eins og venjulega frá kl.
8.30 til kl. 16.30 mánudaga til föstudaga.
Stöðvarstjóri.
Erum með malningu frd íslensku
malningarverksmiðjunum o.fl.
Litum alla liti í N.C.S. litakerfinu
Mdlning í gljdstigum 3%-90%
Skipa- og plastbátamálning
Fúavarnar- og steypviðgerðarefni
Lakk á spraybrúsum
Sérvöruverslun með málningarvörur
Fagmenn til aðstoðar
m
Sendiun ekki störfin
okkar tír landi
r
Oskum viðskiptavinum
og velunnurum
gleðilegra jóla og
farsœldar úi nýju ári.
Pökkum viðskiptin á
árinu sem er að líða.
G.E. Sæmundsson
MÁLNINGARVÖRUVERSLUN
Aðalstræti 20 s. 3047 Fax5147