Vesturland

Árgangur

Vesturland - 01.12.1993, Síða 19

Vesturland - 01.12.1993, Síða 19
VESTURLAND Blað vestfirskra sjálfstœðismanna 19 „Þetta er leið til lækkunar símakostnaður á landsbyggðinni“ - segir Einar K. Guðfínnsson alþingis- maður, sem flutt hefur ásamt fleirum sjálfstæðismönnum þingsályktunartil- lögu um græn símanúmer „Ástæða þess að ég flyt þessa þingsályktunartillögu er einfaldlega sii, að með þessu er ég að benda á leið til þess að lækka sínrakostnað lands- byggðarfólks", sagði Einar K. Guð- finnsson alþingismaður í samtali við Vesturland. Einar er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu sem felur í sér áskorun til ríkisstjórnar um að séð verði til þess að sett verði upp græn símanúmer í öllum ráðuneytum og stofnunum rfkisins. Meðflutning- smenn Einars eru þingmenn Sjálfs- tæðisflokksins úr öllum landsbygg- ðarkjördæmununr. Þeirra á meðal er Matthías Bjarnason. Hafi fyrirtæki eða stofnanir grænum símanúmerum á að skipa, getur fólk hringt í þau en borgar bara hið sama og um væri að ræða innan- bæjarsamtal. I greinargerð með tillö- gunni kemur fram að slík númer eru 73 í dag en ótrúlega fá hjá ýmsum stofnunum ríkisins. Þannig eru bara landbúnaðarráðuneyti og samgöngu- ráðuneyti með slfk númer af ráðu- neytum Stjórnarráðsins. Alþingi er ekki með grænt símanúmer, svo dæmi sé tekið. „Hef þegar orðið var við viðbrögð“ „Við vitum það vel“, sagði Einar ennfremur, „að það tekur landsbyggðarfólk oft óratíma að ná símasambandi við stofnanir og fyrir- tæki. Maður hringir og þá er viðko- mandi á tali, eða ekki við. Þá tekur við annað símtal eða löng bið. Allt á langlínutaxta. Og þetta er bagalegra fyrir okkur sem búum úti á landi af því að þjónustan er gjarnan í Reykja- vík, sem við leitum eftir. Satt best að segja þá kom það mér á óvart hvað það voru fáir aðilar sem buðu upp á þessa þjónustu, þegar ég fór að kynna mér málin. Sér- staklega finnst mér opinberir aðilar standa sig illa. Það er þó gleðilegt að ýmis einkafyrirtæki hafa tekið við sér. En ég hef líka heyrt að þessi til- löguflutningur hafi orðið til þess að kveikja svolítið í mönnum. Það kom til dæmis til mín ónefndur ráðherra og kvaðst einfaldlega ekki hafa hug- sað út í þetta mál og vildi óður og uppvægur kippa málunum í liðinn í sínu ráðuneyti og hjá stofnunum sem undir það heyrðu. Það finnst mér vel. Og umræðan sem tillagan hefur vakið, verður vonandi til þess að menn taki við sér úti í atvinnulífinu og komi sér upp svona valkosti fyrir landsbyggðarfólk sem til þeirra þarf að leita. Grænt símanúmer fyrir Þjóðarsálina S vona í lokin get ég nefnt það til gamans, að mér var sagt það um da- ginn, að einhver ágætur útvarpshlus- tandi hefði hringt inn í Þjóðarsálina og kvartað hástöfum undan því að þurfa að bíða svo lengi eftir því að komast að með sín mál. Kvaðst hann vera utan af landi og þurfa að borga stórfé fyrir biðina .Krafðist hann þess að Ríkisútvarpið kæmi sér upp svona grænu símanúmeri eins og þeir hefðu verið að flytja tillögu um á Alþingi. - Þetta er greinilega minn maður“!! -SG Sýslumaðurinn á ísafirði Brennur og flugeldar Þeir sem hyggjast selja flugelda um áramótin eða hlaða bálkesti til þess að kveikja í þeim á gamlárskvöld eða þrettándanum, skulu sækja um leyfi til þess sem fyrst. Fulltíða ábyrgðar- maður skal vera fyrir hverri fyrirhugaðri brennu. 3. Desember 1993 Sýslumaðurinn á ísafirði Ólafur Helgi Kjartansson. úrval Hósa TRUMF DRAGLJCS Verðkr.3.280 Jólatilboð kr. 1.990 LJOSAKRONA verðkr,2L.290 Jólatilboð kr. 18.900 TOLVULAMPI/ HALOGEN Verð kr. 6.310 Jólatilboð kr. 5.390 BORGARSTJÓRI Verð kr.10.46Ö Jólatilboð kr. 8.990 ,og úrvalið af gjafavöru er meira en nokkru sinni mn síraumur hf Silfurgötu 5 • Isafirði • S. 3321 Óskum viðskiptavinum svo og Vestfirðingum öllum gleðilegra jóla ogfarsæls komandi drs ogþökkum jafnframt viðskiptin d drinu sem er að líða. Úrval jólagiafa Steikarplata 1.862 Kaffikanna 2.999 Hárkrumpusett 2.150 Rafmagnshnífur 2.580 Borðlampar frá 2.880 Örbylgjuofn 15.920 Öflugt ferðatæki m/geislaspilara 15.998 Vax jakkar Henri Lloyd 16.290 f t Jólatilboðin frá Black & Decker hafa aldrei verið jafn hagstæð |E3|B|g|E3|aiSHE3igy- 7353 nnnnnnnn nnnnnnnn immiiTOmitxaiiiuiLiuLUJiLngtriiiTii JFE Byggingaþjónustan hf. Bolungavík

x

Vesturland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturland
https://timarit.is/publication/633

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.