Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 3
Skutull
3
73.árgangur
SKUTTJLL *
Blað Alþýðuflokksins í Vestfj arðakj ördæmi
Desember 1995,11.-12. tbl. Stofnað 1923
Sighvatur Björgvinsson, alþingismaður
Sighvatur Björgvinsson.
Mannlíf á Islandi hefur hreytst ótrúlega
mikið á skönimum tíma. Framfarir í
flutningaþjónustu ogferðaiðnaði, hættt lífs-
kjör og, síðast en ekki síst, sú hylting, sem
hefur orðið ífjölmiðlun, ekki síst hjá Ijós-
vakafjölmiðlunum, hefur rofið einangrun
okkar fámennu þjóðar. Fjölmargir Is-
lendingar ferðast nú til annara landa og
kynnast þannig af eigin raun framandi
menningu, siðum, lífsháttum og matarœði.
Á hverjum degi fáum við inn í stofur okkar
lifandi myndir af athurðum í fjarlœgum
heimshlutum og sjáum jafnvel atburðina
jafnóðum og þeir gerast. Fjarlœgðirnar
eru horfnar. Sú gamla staðhœfing að
heimskt sé heimaalið harn á ekki lengur að
þwfa að gilda um íslensku þjóðina. Is-
lendingar eru orðnir horgarar alls heimsins
ekkert síður en borgarar í sínu eigin landi.
Áhrif þessarar hyltingar í samskiptum Is-
lendinga við umheiminn hafa orðiðfjarska-
lega mikil. Við höfum tileinkað okkur margt
afþví, sem við höfum séð og reynt í sam-
skiptum við aðrar þjóðir. Sumt hefur orðið
okkur til góðs, annað ekki. Okkur hefur
farnast eins og hrifnœmum en oft gagn-
rýnislausum sveitapilti í stórhorg. Áhrif
hinnar miklufjölhreytni mannlífsins í kring
um okkur, alltfrá því versta, sem fyrirfinnst, til
hins hesta, hafa orðið yfirþyrmandi. Mönnum
hefur reynst erfitt að velja og hafna. Margir
vilja reyna allt. Fara þá gjarna offari.
Mér er minnisstœtt aðfyrir örfáum árum rœddi
fréttamaður útvarps um hina œvafornu íslensku
þorrahlótshefð, sem haldin hefði verið íheiðri
frá kynslóð til kynslóðar allt til vorra daga.
Honum var ókunnugt um, að sú “þorra-
blótshefð” sem viðþekkjum, á ekki lengri rœtur
en til sjötta áratugar þessarar aldarþegar Hall-
dór Gröndal, veitingamaður í Nausti, hjó hana
til. Eins eru mennfarnir að halda, að ótœpileg
samdrykkja á jólaföstu undir heitinu jóla-
glögg” sé íslensk hefð svo menn tali nú ekki um
jólahlaðborðin, sem hœst hafa við “jólahefðina”
á síðustu árum þar sem mönnum gefast enn
fleiri tœkifœri til þess að vœta kverkarnar vel og
lengi. Þessa siði höfum við tekið upp eftir
nágrönnum okkar og, eins og okkar er vandi,
gengið þar fram úr þeim flestum. Við erum nú í
óða önn að hœta við “hefðina” með “kínverskum
jólahlaðborðum”, “indverskum jólahlað-
horðum” og nœst koma sjálfsagj “arahísk
jólahlaðhorð”, þó engar afþeim þjóðum, sem
hér er vitnað til haldi hátíðleg jól af þeirri
einföldu ástæðu, að þær aðhyllast ekki kristna
trú. íslenska aðventuhefðin, þar sem fyrst og
fremst var lögð áhersla á að fjölskyldur og
vinahópar stæðu saman að því að hyggja
uppfriðsæl og gleðileg jól með þeirri eftir-
væntingu og tilhlökkun, semjólunumfylgdu,
er hins vegar á hverfanda hveli. Þess í stað
hefur aðventan orðið einhver mesti streitu-
tími ársins og spennan hjá mörgum erorðin
svo mikil, að þegar loksins hinir hátíð-
legustu dagar renna upp vita sumir ekki
hvað þeir eiga qfsér að gera. Þessa örfáu
daga, þegar afþreyingariðnaðurinn lætur
afvöldum ogfólk þarfað hqfa ofan affyrir
sér sjálft.
Jólahátíðin er að verða eina kyrrðar- og
friðarstundin, sem íslenskarfjölskyldur geta
notið. Eina tœkifærið þar sem fjölskyldur
og vinir geta verið saman í friði og notið
samverustunda og náveru hver annars í ró
og kyrrð. Þessar stundir eru orðnar svo
fáar og dýrmætar að við eigum ekki að
kasta þeim á glæ. Jólin eru kærkomin stund
milli stríða í kapphlaupi daglegrar tilveru,
sem alltofoft er eftirsókn eftir vindi. Njótum
þessarar kyrrðar í skjóli hinna helgu daga.
Gleðileg jól.
Fríðarhátíð
ífaðmi fjöl-
skyldunnar
Jólastemning við ísafjarðarhöfn.