Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 5

Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 5
Skutull 5 Sigfús B. Valdimarsson Dýrð sé Guði í upphæðum „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu ineð þeim mönn- um, sem hann hefir velþóknun á,” Lúk. 2:14 Þannig hljóðar lofsöngur engl- anna yfir Betlehemsvöllum forðum, þegar þeir boðuðu fæðingu frelsarans „Yður er í dag frelsari fæddur” Lúk. 2:11. Því miður er þetta sungið í flestum guðsþjónustum Þjóð- kirkjunnar á allt annan veg en stendur í Biblíunni og mein- ingunni er gjörsamlega breytt. Því dreg ég þennan texta fram og bendi á skekkjuna, sem er andstæð því, sem spáð var um komu frelsarans að hann „myndi frelsa lýðinn frá synd- um þeirra” og því er hann sjálfur sagðist vera kominn til að „leita að hinu týnda og frelsa það" og postularnir héldu áfram með þessa kenningu. „Látið frelsast Sigfús B. Valdimarsson. frá þessari rangsnúnu kynslóð" Post. 2:40. Nú er sungið að Guð hafi velþóknun vfir öllum mönnum. þarmeð breytni þeirra hvernig sem hún er. Við skulum halda áfram með boðskap ritningarinnar: Guð elskar alla menn, en hatar syndina, þess vegna þráir hann að þeir alls- staðar „gjöri iðrun og láti frelsast" „því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf’ Jóh. 3:16. Því sagði Jesús líka „ég er vegurinn og sannleikurinn og lífið.” Jóh. 14:6. Þegar tjár- hirðarnir höfðu hlýtt á lof- sönginn og heyrt boðskapinn um fæðingu frelsarans, „sögðu þeirhverviðannan: Vérskulum fara rakleiðis til Betlehem og sjá þennan atburð, sem orðinn er og Drottinn hefur kunngjört oss. Og þeir fóru með skyndi og fundu bæði Maríu og Jósef, og ungbamið liggjandi í jötunni. Þegar þeir sáu það, skýrðu þeir frá því, er talað hafði verið við TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. Umboðsaðili á ísafirði: Olíufélagið Útvegsmanna Hafnarhúsinu, sími 456 3245 Ós((um ‘Vestfirðingum Ofl icmdsmönnum öCCum gCeðiCegra jóCa og farsceCcCar á Cgmandi ári — c c Hann hefur allt sitt í lagi Góður stjórnandi hugsar um það fyrst og fremst, að allur búnaður og tryggingar skipsins séu í fullkomnu lagi. Tryggingamiðstöðin veitir honum alhliða þjón- ustu við tryggingar, svo sem við tryggingar skipsins sjálfs, auk afla- og veiðarfæratryggingar, ábyrgðartryggingar vegna útgerðar skipsins, slysa- og farangurstryggingar sjómanna. Hjá honum er því allt í lagi, því T.M. trygging er traust. TRYGGINGA MIÐSTÖÐIN HF. AÐALSTRÆTI 6-101 REYKJAVÍK - SÍMI515 2000 þá um barn þetta, og allir, sem heyrðu það, undruðust það, sem hirðamir sögðu þeim. En María geymdi öll þessi orð og hug- leiddi þau með sjálfri sér. Og hirðarnir snéru aftur og veg- sömuðu og lofuðu Guð fyrir allt það, er þeir höfðu heyrt og séð, eins og sagt hafði verið við þá.” Lúk. 2:15-21. Fjárhirðarnir voru fyrstu mennirnir, sem vitnuðu um fæðingu frelsarans og áreiðan- leika þess boðskapar, sem fluttur hafði verið frá himn- inum. Þeir höfðu trúað þeim boðskap, og voru fullirgleði og friði þegar þeir snéru aftur frá Betlehem. Svo fer fyrir öllum sem trúa Guðsorði og taka við þessu hjálpræði sem boðskapur englanna flytur okkur. ,,En öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verað Guðs börn. Þeim, sem trúa á nafn hans.”Jóh. 1:12. Biblían gerir alltaf glögg skil á milli þeirra, sem trúa á Jesú, og þeirra, sem ekki trúa á nafn hans, en fara sínar eigin leiðir. „Vér fórum allir villir vega, sem sauðir, stefndum hver sína leið.” Jes 53:6. Til þeirra, sem höfðu tekið trú á Jesú skrifar Jóhannes postuli á þessa leið: „Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefir auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn. og það erum vér. Vegna þess þekkir heim- urinn oss ekki, að hann þekkti hann ekki.” Þarna var að- skilnaður. JJeims andinn, höfð- ingi þessa heims hefir aldrei og mun aldrei viðurkenna hjálp- ræðisverk Jesú Krists, þó margir reyni að sameina það. Jesús sagði: „Enginn getur þjónað bæði Guði og mammon,” og hvað er „sameiginlegt með ljósi og myrkri”. „Sá sem ekki er með mér, er á móti mér.” „Þér eruð mínir lærisveinar ef þér gjörið það, sem ég býð yður." „Sá, sem elskar mig, mun varðveita mitt orð.” Kæri lesandi minn: Hverfum nú aftur að jólaboðskapnum „Sjá, eg boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnunt. Yður er í dag frelsari fæddur.” Hefur þú komið til Jesú og eignast þann fögnuð og frið, sem hann einn getur gefið? Ef svo skyldi ekki vera. Farðu þá að dæmi hirðanna í „skyndi” á fund frelsarans, og þú munt öðlast sömu reynslu og þeir, að allt, sem ritningin skýrir frá um hann er sannleikur og þú munt fagnandi hafahann íhjartaþínu. „Mikinn frið gef ég yður, ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.” „Hann kom til að frelsa synduga menn og var ég þeirra fremstur,” sagði Páll postuli. Þetta er sameiginleg reynsla allra, senr koma til Jesú og láta frelsast. „Dýrð sé Guði í upp- hæðum, og friður á jörðu með þeinr mönnum, sem hann hefur velþóknun á.” Guð gefi þér í sannleikagleðileg og heilög jól í Jesú nafni. Sigfús B. Valdimarsson Bólstrun Vestfjarða lílæðum bátinn, bílinn, skrifstofuna og heimilið Barnadýnur, eggjabaklca- dýnur, latexdýnur Ifem og telc snið og mál af dýnum i báta Úrval álclæða og leðurlíkja Bólstrun Vestfjarða Grænagarði (Húsi Steiniðjunnar) Símis 456 3470 Bæjarstjórn Bolungarvíkur sendir öllum bestu óskir um gleðilega jóla- og nýárshátíð og þakkar árið sem er að líða. Bæjarstjórn Bolungarvíkur

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.