Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 12

Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 12
12 Skutull Gísli Hjartarson ritstjóri: Viðtal við íslenskan hreindýrabónda og ævintýramann í Suður-Grænlandi Úti í Isortoq í óbyggðum Julianeháb kumniune í Suð- ur-Crænlandi bvr íslenskur ævintýramaður með se\ þúsund hreindýr milli skerja- garðsinsogGrænlandsjökuls. Aðeins er klukkustundar gangur upp að jökulsporð- inum frá bækistöð hans og þaðan liggur jökulinn 2300 km til norðurs þar sein hann endar í Pearylandi nyrst á Grænlandi ekki langt frá norðurpólnum. Drengurinn er af kraftmiklu kyni því afi hans var Lárus Alexanders- son, bóndi í Ytri Fagradal í Gilsfirði í Dalasýslu. Stein- ólfur Lárusson í Ytri Fagra- dal segir strákinn hafa verið óhemjuduglegan þegar hann var í sveit hjá afa sínum og hafi óbyggðirnar og veiði- mennskan snemma togað í hann. T.d. hafi hann þegar hann var barn að aldri komist vfir byssu og skotið allar hænurnar fvrir afa sínuin í Ytri Fagradal. Steinólfur sagði að þegar Stefán Hrafn Magnósson, en svo heitir maðurinn, hafi verið 14 ára hafi hann suðað í móður sinni heilan vetur um að fá ferð til Grænlands í fermingargjöf. Þeirri ósk var ekki sinnt svo hann stakk af til Grænlands og keypti sér far upp með austurströnd landsins og tjaldaði þar frammi í dal. Hann hafði keypt sér her- mannariffil og skot á Græn- landi og skaut sér fugla og héra í matinn sem hann át hráan. Móður Stefáns tókst að rekja slóð hans og hann var tekinn fastur af græn- lenskum hreppstjóra, liafður í haldi og sendur heim til Is- lands aftur. Hann smyglaði með sér rifflinum góða sund- urskrúfuðum heim til Islands og gaf afa sínum hann. Sagði Steinólfur rifillinn enn til í Ytri Fagradal. Nú er Stefán alfluttur til Grænlands og á litríkan og ævintýralegan feril á norðurslóðum. Ritstjóri SKUTLLS heimsótti Stefán í bvrjun september í haust og dvaldi í Isortoq í viku þegar hreindýrasmölun stóð yfir. Eftirfarandi viðtal var þá tekið við kappann og við gefum honum bara orðið: Frekar einförull í æsku “Ég er fæddur í Reykjavík 13. desember 1936 og ólst upp hjá móður minni, Erlu Lárus- dóttur, í Reykjavík á vetrum, og í Ytri Fagradal hjá Lárusi Alexandersyni afa mínum og Borghildi Guðjónsdótturömmu minni á suinrum. I Ytri Fagra- dal lærði ég hvernig það var Stefán Hrafn Magnússon, ævintýramaður og hreindýrabóndi í Isortoq, slær á létta strengi gítarsins. kynnast þessum stóru beiti- löndum í Suður-Grænlandi og mér fannst henta mér mjög vel að koma til Suður-Grænlands og þá í hina fomu Eystribyggð norænna manna, Eiríks rauða, Leifs heppna, Þorfinns karls- efnis og þeirra kappa austan frá Islandi. í árslok 1983 kom ég aftur til Grænlands og byrjaði að vinna hjá Ola Christiansen og var hér í tvö ár í hreindýraræktinni með honum. Þáfórég til sjós og var á norskum og grænlenskum togurum í tvö ár samfleytt. Það gerði ég til þess að safna fé til að byrja rekstur hér í Isortoq. Ég notaði líka tímann til þess að læra flug og starfaði m.a. átta mánuði í byggingavinnu. Það varmjög gott fyrir mig því ég lærði ýmislegt í sambandi við byggingaframkvæmdir. Við vorum þá að byggja sút- unarverksmiðju héma í Suður- Grænlandi. Það voru íslenskir verktakar sem sáu um það. Veturinn I987lærðiégatvinnu- flug í Kanada og flaug þar í fjóra mánuði fyrir lítið þjón- ustufyrirtæki við útkjálka í skógum landsins, í indiána- byggðir hingað og þangað, á litlum flugvélum. Það var hel- víti gaman en Kanadamenn borga flugmönnum lítið kaup. Þeir hafa svipuð laun og rútu- bílstjórar annars staðar. Það eru líka svo margir sem kunna að tljúga þarna. almennt að lifa við búskap í sveit og sennilega hefur áhuginn fyrir búskapnum kviknað vegna þess. Ég var alltaf frekar ein- torull í æsku, fór einn í langar gönguferðir upp á fjöll og hafði alltaf óskaplega gaman af því að sjá hvað var á bak við næsta fjall. Stundum kom ég ekki heim fyrr en seint á kvöldin og var þá skammaður fyrir að hafa verið lengi íburtu og fólk farið að óttast um mig oft. Ég hafði líka voðalega gaman af að leika mér að hornum og kjömmum sem börn gerðu hér áður fyrr til sveita á Islandi. Ég held að mfn kynslóð hafi aldrei gert mikið af því, en a.m.k. kynslóð ömmu minnar og afa gerði það. Þau kenndu mér þetta og ég eyddi heilu sumrunum í að byggja sveitabæi í leikfangastærð, tún og útihús og annað þess háttar. Lærði hrein- dýrarækt Ég var alltaf órólegur og las mikið unt lífið annars staðar, aðallega á norðurslóðum. Ég fór svo í Bændaskólann á Hvanneyri og útskrifaðist þaðan 1974. Sumarið 1975fórégfrá íslandi. Ég fór fyrst til Græn- lands, þá 18 ára gamall, og var hér í sex mánuði. Ég var þá mikið með Ola Christiansen sem var fyrsti maðurinn sem flutti hreindýr til Suður-Græn- lands. Hann var þá nýbyrjaður hreindýrarækt hérna og hafði flutt hingað 150 dýr frá Godt- hábfirði í október 1973. Óli, sem er Grænlendingur í húð og hár, er frumkvöðull af hrein- dýrarækt í Suður Grænlandi. Hann byrjaði með dýrin í Ikerssuaq (Breiðafjörður), um 70 km austan við Isortoq. Ég fékk þá áhugann fyrir hrein- dýraræktinni hér á Grænlandi. Ég hafði fengið styrk frá Búnað- arsambandinu á Islandi til þess að kynna mér sauðnautarækt en það varð aldrei neitt úr því. Það var búið að leggja niður tilraunabúið í sauðnautarækt- inni sem ég ætlaði á í Kanada. Mér fannst hreindýraræktin á- líka áhugaverð svo ég ákvað að fara til Norgegs og læra hana alveg frá a til ö. Ég fór þangað með það í hyggju að vera þar í tvö ár. Ég hafði verið það mikið við búskap áður og taldi mig ekki þurfa lengri tíma. Ég kom til Noregs í byrjun desember 1975. Ég var í Skandinavíu í fimm ár. Ég var á hreindýraslóðum í Finnmörk í tvö ár. Síðan var í sumarfríi í níu mánuði í Jötunheimum í Suður-Noregi og vann hjá hreindýraræktarfyrirtæki þar. Svo fór ég í hreindýrræktar- braut í menntaskóla í Norður- Svíþjóð og útskrifaðist þaðan vorið 1979. Þá fór ég aftur til Grænlands. Mér fannst þetta land fallegt og ég hafði séð ýmislegt hérna 1975 sem mig langaði til að skoða betur. Ég kannaði þá meðal annars landið fyrir austan Isortoq þótt ég kæmist ekki alla leið þangað þá. En ég kannaði landið hér austan við Isortoqána og kynnt- ist því allvel. Ég var hér í átta mánuði og fór svo aftur til Noregs og stundaði sjó þar í nærri því ár. Einnig stundaði ég vinnu við hreindýr í ígripum. Löggjöf no. 37 Þá bauðst mér leiðbeininga- starf í hreindýrarækt í Alaska. Ég vann hjá stóru hreindýra- ræktarfyrirtæki sem varmeð um 4000 hreindýr. Þarna var ég ráðsmaður um tíma og leið- beindi jafnframt starfsfólkinu um meðferð dýranna. Ég var í Alaska í tvö ár. Alaska er gott land og sennilega hefði ég sest þar að ef þeir hefðu ekki haft löggjöf sem þeir kalla löggjöf no. 37. Þessi löggjöf tók gildi 1937 . í byrjun 19. aldar voru flutt inn hreindýr til Alaska og var ætlunin að útvega því fólki sem þá bjó í Alaska lifibrauð af hreindýrarækt. . Seinna kom í ljós að fólkið sem leiðbeindi í hreindýraræktinni. margtaf því var frá Norðurlöndum (Finn- mörk), átti flest hreindýrin. Löggjöf no. 37 bannar hvítum mönnum að eiga hreindýr og löggjöfin hafði þau áhrif að ég flutti frá Alaska. Mér fannst líka Alaska vera langt frá mínum menningarheimi og langt frá mínu fólki. Einnig er Alaska langt frá sögu minni og því sem manni er kært og það sem norrænum mönnum þykir varið í. Ég var þá búinn að Byrjaði með 500 dýr Eftir þetta kom ég hingað til Suður-Grænlands enn eina ferðina. Arið 1989 keypti ég fyrstu hreindýrin. Það voru 250 dýr og Óli lánaði mér svo 250 dýr til viðbótar svo ég byrjaði með 500 dýr. Ég var búinn að vinna lengi hjá Óla þegar hér varkomið sögu. NúáÓli 60% í fyrrtækinu (Isortoq Reindeer Station) á móti 40% sem ég á. Fyrstu árin vorum við mest við Breiðafjörðinn (Ikerssuaq) þar sem Óli byrjaði og hjörðin stækkaði og stækkaði. Okkur vantaði því stærri beitilönd og íbúðarhús í Isortoq og til hægri er starfsmannaskáli. Það hefur aldrei skort kvenfólk þar sem ég er á ferð

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.