Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 15
Skutull
15
Maður er oft þrey ttur á að labba
í marga daga en um leið og
maður kemst nálægt hreindýra-
hjörð þá gleymist öll þreyta.
Nú er það alveg nýtt hér í
Isortoq að ég ætla ríðandi í
smalamennskuna. Eg keypti
tjóra íslenska hesta í sumar og
ég held að það muni gefast vel.
Eg gerði tilraun með þetta í
Alaska 1982. Þá kom ég með
íslenska hesta þangað. Eg hugsa
að ég sé sá fyrsti sem notaði
íslenska hesta við hreindýra-
rekstur á norðurhveli jarðar.
Það gafst mjög vel í Alaska.
Það höfðu verið notaðir við
þetta amerískir hestar en ís-
lensku hestarnir gáfust miklu
betur en þeir. Það er bara ekki
hægt að bera þá saman. Til
þess voru yfirburðir íslensku
hestanna of miklir.
✓
A bátum og
vélsleðum
Héðan er langt í kaupstað.
Til Qaqortoq (Julianeháb) er
um 100 knt loftlína, til Narssaq
er um 110 km loftlína og til
Narssarssuaq, þar sem flug-
völlurinn er, er um 170 km
loftlína. Þetta er miklu lengri
leið á sjó innan utn þröng eyja-
sund og firði og vandratað fyrir
ókunnuga. Við erum náttúr-
lega nteð frystigeymslur héma
og getum geymt mikið magn af
matvöru í þeim. Þegar við
kaupum mikið af byggingar-
efni kemur skip úr kaupstaðnum
og þá kaupum við oft inn um
tonn af matvöru til þess að nota
ferðina. Annars eru hérna átta
litlir bátar, alltfrálitlumopnum
hraðbátum upp í dekkaða trillu
með vistarverum í eins og þú
komst með hingað frá Narss-
arssuaq. Skip kemur tvisvar á
ári með flutning en þess utan
notum við okkar báta til að
skjótast í kaupstað. T.d. kaupi
ég inn 8.000 lítra af bensíni og
10.000 lítra af dieselolíu í einu
og nota þá ferð fyrir ýmsan
annan flutning í leiðinni. Arið
í ár hefur verið sérstaklega
mikið flutningaár hingað. Eg
hef ekki talið það saman en ég
held að það hafi verið sex eða
átta stórar skipakomur hingaö
það sem af er árinu. Það er
einnar mílu langt örmjótt og
straumþungt sund hingað inn í
lónið til okkar. Straumurinn
hefur mælst allt upp í sex hnúta
á harðasta fallinu. A einum
stað er einungis 9 metra dýpi í
sundinu en það er alls staðar
annars staðardýpra, alltniðurí
40 metra dýpi. Það má því ekki
vera lægra í en hálfallinn sjór
svo stærri skip komist inn til
okkar. Menn hér eru vanir að
fást við ís og straum í þröngum
sundum og álum skerjagarðsins
hér í kring.
Maður reynir að haga því
þannig til hér í Isortoq að maður
þurfi ekki að fara í kaupstað í
vondum veðrum. Á sumrin
förum við á bátunum og á
veturna þegar sundin eru ísi
lögð förum við á vélsleðum.
Maður bíður bara þótt að um
algera neyð sé að ræða. Ef
mann vantar eitthvað er maður
bara einfaldlega án þess. Það
er alltaf nóg að borða hérna
þótt fæðið geti stundum verið
dálítið einhæft á köflum. Við
látum okkur bara hafa það.
Mönnum er alveg sama.
Nei, mig langar ekkert sér-
staklega til Islands aftur nema
kannski til þess að baða mig í
heitu pottunum þar. Það hafa
verið þrír Islendingar hjá mér í
vinnu í gegnum tíðina í Isortoq.
Nú er ég með Norðmenn sent
hafa mikla reynslu af hrein-
dýrum og af því að gera við
smávélar og tæki. Mér þykir
ágætt að hafa norræna menn í
kringum mig öðru hvoru. Þurfa
það að vera röskir árvakrir
strákar sem að hafa reynslu af
sjóferðum á Islandi og kunna
að binda báta og leggja þeim.
Einnig þurfa þeir að kunna með-
ferð vélsleða og véla almennt,
bátavéla og annara véla. Þeir
verða að kunna að búa sig, vera
vel eygðir, og ekki hafa líkam-
lega galla cins og gömul bein-
brot. Mér er illa við reykinga-
fólk þótt ég þoli það samt. Hér
reykja víst allir nema ég.
Af kvennamálum
og fleiru
Segja þér frá kvennamál-
unum, ha, ha, ha. Það hefur
sjaldan verið kvenmannslaust í
kringum mig. Eg hef verið far-
sæll í þeim málum hingað til.
Þær hafa margar hverjar komið
og farið en það hefur aldrei skort
kvenfólk hér í Isortoq og annars
staðar sem ég er á ferð. Þetta
hefur bara alltaf verið svona að
ég hef aldrei þurft að hafa fyrir
því að ná mér í konur. Þær
kotna bara einhvern veginn af
sjálfu sér, sumar svartar og
reyndar af öllum litbrigðum og
þjóðernum. Eg veitekki hverrar
þjóðar kvikindi ég áeftir í þeim
efnunt.
Eg skal segja þér eina
skemmtilega sögu þegarég hitti
indiánahöfðingjann í Kanada.
Eg var á ferð í Kanda. Það var
indiánaþjóðflokkur í Yukon
sem hafði verið að velta því
fyrirsérhvortfaraætti útíhrein-
dýrarækt. Þeir höfðu séð
myndir í sjónvarpi af hrein-
dýrum í Lapplandi þar sem
landslagið var svipað og í
Y ukon og fengu þessa hugdettu.
Eg var boðaður til ættbálksins
til þess að flytja fyrirlestur um
hreindýrarækt, sýna myndir og
fleira. Eg gerði þetta og átti að
hitta höfðingjann'í ættbálks-
ráðinu. Þetta var um vetur og
ég ferðaðist fyrst með flugvél,
síðan fékk ég far með vöru-
flutningabíl til indiánaþorpsins,
sem í var um 300 manns sem
bjuggu í bjálkakofum. Eg fór á
skrifstofu ættbálksráðsins til að
hittahöfðingjann. Þegarégkom
þangað stóð yfir fundur í ráðinu
og ég varð að bíða. Síðan var
ég kallaður inn og sagt að
höfðinginn væri ti Ibúinn að taka
á móti mér. Eg kom síðan inn
og þar sat fleira fólk sem hafði
setið fundinn. Allt voru þetta
indiánar. Eg leit í kringunt mig
og sá hvergi höfðingjann. Eg
var vitanlega búinn að kynna
mig og segja hverra erinda ég
væri þarna. Þarna var ung og
falleg stórglæsileg kona. Hún
brosti fallega til mín og sagði:
“Eg er höfðinginn.” Eg eld-
roðnaði í framan og vissi ekki
hvering ég átti að snúa mig út
úrþessu. Eg lield ég hafi aldrei
farið jafn mikið hjá mér nokk-
urntíma. Egnáðisamtaðheilsa
stúlkunni. Eg bjóst við því að
hittaeldgamlan karl nteð Ijaðrir
í hárinu og pípu í munni. En
þess í stað var þessi gullfallega
kona. Eg settist niður og fór að
tala við hana. Okkur kom strax
svo andskoti vel saman maður.
Ég segi ekki meir um það. Ég
var í þessu þorpi í nokkra daga
og síðan þurfti ég að fara aftur
til þess að fljúga.
Veiðisögur
og svaðilfarir
Veiðisögur, nei, ég er eigin-
lega búinn að drepa svo mikið
af dýrum að mér finnst ekki
lengur veiði sögur vera veiði-
sögur. Það er varla hægt að
segja að maður hafi lengur
gaman af veiðiferðum. Þetta er
bara orðið eitthvað sem maður
gerir, eins konar atvinna. Hér
eru miklar veiðilendur í kring-
um Isortoq. T.d. er nokkuð af
héra héma og var mikið af rjúpu
en hún er mikið horfin. Fiskur
er í öllum ám, Atlantshafslax
er hér úteftir öllum fjörðum.
Mikið af ref er hér allstaðar.
Þetta er Gósenland fyrir veiði-
menn.
Svaðilfarirjá. Égtelaðallar
þessar svaðilfarasögur komi til
vegna þess að maður er bjáni.
Ég er farinn að fá þetta álit á
svaðilfara- og hrakfallasögum.
Oftast kemur slfkt fyrir vegna
þess að maður er í algerri tíma-
þröng og verður að komast frá
A til B á ákveðnunt tíma. Það
skiptirengu máli hvernig veðrið
er, maður verður bara að komast
þetta. Við þessar aðstæður
gerast slysin. I hin skiptin sem
óhöpp verða er það vegna þess
að maður er fífl. Líka getur
þetta verið vankunnátta og
þjálfunarskortur. Kannski
maður hafi bara ekki fengið
réttar leiðbeiningar frá byrjun.
Þegar ég var í Alska hafði ég
alltaf með mér skíði á vél-
sleðanum þegar ég fór út á freð-
mýrarnar. Vegalengdir sem
þurfti að ferðast þarna voru
mjög miklar. Það var alltaf
verið að brýna fyrir mönnum í
útvarpinu aðef vélsleðinn bilaði
ætti ekki að ganga burt frá
honum. Áherslan var lögð á
það að bíða við sleðann þar til
flugvélin kæmi og þá yrði
maður sóttur. Einnig var fólki
sagt af hafa með sér talstöð,
neyðarsendi. blys og fleira dót.
Ég hafði bara með mér skíði og
það kom tvisvar fyrir að slcðinn
bilaði. Þá var ekkert annað að
gera en setja bara á sig skíðin
og ganga í bæinn. Einu sinni
bilaði sleðinn inn á túndrunni
80 landmílur frá næsta bæ. Þá
var ég kominn heim um sex-
leytið um morguninn og hafði
byrjað gönguna kl þrjú seinni
part dagsins á undan. Ég
stoppaði nokkrum sinnum á
leiðinni og hjó ntér nokkrar
hríslur af runnakjarri sent vex
þarna og kveikti bál. Maður
hitar sér kaffi, fær sér að borða
og svo gengur maður bara
áfram. Þegar ég er úti að keyra
er ég í hlýjum hreindýrastakk
og skinnbuxum. Það fyrsta sent
ég geri þegar ég byrja að ganga
á skíðunum er að fara úr hlýju
fötununi og binda þau ofan á
bakpokann með matnum. Svo
þarf að passa sig á að svitna
aldrei, ganga aldrei of hægt eða
of hratt. Halda bara jöfnum
líkamshita og láta fara vel um
sig.
Jólahrakningar
á ótryggum ís
Við ætluðum einu sinni að
halda jól hér í Isortoq, konan
mín fyrrverandi og ég. Hún var
frá Norðurlandi og mjög dug-
leg. Við vorum bara ákveðin í
því að vera hérna 24. desember
og halda jólin hér. Árið áður
höfðum við ekki haldið jólin
hér. Ég leigði lítið skip til þess
að flytja konuna til mín. Ég var
einn í Isortoq en hún var í
Qaqortoq. Það varauðursjór
fyrir utan skerjagarðinn og inn
í sundunum var ís, fyrst skæni
og svo þykknaði hann eftir því
sem innar dró og komið var að
mennhelduin ís. Ég fór á vél-
sleða á móti skipinu. Það var
vont veður og ísinn var erfiður
svoskipinuseinkaðimikið. Það
hafði snjóað mikið votum snjó
um daginn og ég var orðinn
frekar rakur. Um 20 km leið
var frá húsinu hér að ísröndinni.
Þegar ég var búinn að taka út-
búnaðinn, jólamatinn og fleira
úrskipinuásleðann varkominn
bylur. Við ætluðum samt að
halda jólin í Isortoq. Við vorum
búin að ákveða það. Því varð
ekki breytt. Við ókum af stað
frá skipinu og ég ók eftir vinds-
töðunni á skrokkinn á mér.
Vindáttin breyttist, annað hvort
af veðurfarsástæðum eða vegna
landslagsins, því þarna er
aragrúi eyja, smárra og stórra.
Ég fór því 30 - 40 gráður út af
kúrs og lenti á ótryggum ís. Ég
áttaði mig strax á því. Maður
þekkirótryggan ís strax, það er
votur snjórinn á honum og förin
eftir sleðann verða svört því
ísinn er svo þunnur. Ég byrjaði
að beygja og sleðinn stoppaði
vegna þess að beygjan var of
kröpp. Konan steigaf sleðanum
og steig í gegnum ísinn. Ég rétt
náði að draga hana upp úr
vökinni og upp á sleðann aftur.
Síðan stökk ég af vélsleðanum
yfír á dráttarsleðann. Ég gat
lagað hann til með því að standa
gleiðfættur á ísnum og tókst að
losa hann þannig að hægt var
að aka af stað aftur. Svo varð
ég að keyra eftir förunum
mínum til baka upp á tryggari
ís. Ég fór svo upp á nálæga
eyju sem ég vissi um og þar tók
ég upp tjalddúk og tjaldaði yfir
sleðann svo konan gæti skipt
um föt. Hún var alveg gegnvot.
Ég kallaði á skipið og bað það
um að snúa við að ísröndinni
og sagði þeim hvað gerst hafði.
Ég sagði þeim að við treystum
okkur ekki til að halda áfram í
þesu veðri og yrðum við bara
að sofa í eynni undir tjald-
dúknumþánóttina. Skipiðsneri
við og ég byrjaði að keyra til
móts við það. Það hafði fennt
svo mikið í förin eftir sleðan að
ég fór aftur aðeins út af stefn-
unni. Við komum að (s-
röndinni um það bil 500 metrum
vestan við skipið. Éghéltáfram
og við lentum út á ótryggum ís
aftur. Þá reyndi ég að beygja
og þá sat sleðinn fastur í ís-
grautnum. Égætlaðiaðstökkva
af sleðanum og yfir á traustan
ís og þá datt ég í gegnum nýja
ísinn. Enmértókstaðrúllamér
uppúr og upp ágamla ísinn. Ég
kallaði til konunnar að sitja kyrr
á dráttarsleðanum því burðar-
fletir vélsleðans og hans eru
svo stórir að þeir héldust uppi.
Sleðarnir fara alltaf síðast niður
úr ísnum. Ég leysti þetta mál
þannig að ég tók stórt tilhlaup
og stökk yfir á vélsleðann. Þar
náði ég í band og losaði síðan
dráttarsleðann frá vélsleðanum.
Ég gat dregið dráttarsleðann
aðeins nær og lét síðan konuna
stökkvayfirá vélsleðan. Églét
hana leggjast flata á ísinn og
stökk sjálfur yfir á heilbrigða
ísinn og dró konuna til mín.
Meðan hún lá á ísnum flaut hún
ofaná eins og sleðarnir. Ég var
búinn að binda annað band í
dráttarsleðann og við drógum
hann uppá gamla ísinn aftur.
Þetta voru töluverð átök því ég
hugsa að sleðinn hafi verið í
kringum 400 kg með öllu því
sem á honum var. Ég stökk svo
með band yfir á vélsleðann og
batt í hann. Síðan rak ég ís-
meitill í gamla ísinn til að fá
viðspymu og svo drógum við
hann líka til okkar á tryggan ís.
Við keyrðum eftir ísröndinni
að skipinu og maður sá alveg
skilin á gamla og nýja ísnum.
Þeir voru búnir að bíða lengi
eftir okkur og voru að hugsa
um að fara burt. Við vorum
rennblaut og fórum með skipinu
Quaqortoq. Við náðum því
aldrei að halda jólin í Isortoq
heldur héldum þau á skipinu.
Ætla að taka á
móti ferða-
mönnum
Láttu það koma fram að mig
vantar Sómabát frá íslandi,
Sóma 800 eða 900, kvótalausan
með öllum tækjum og ég ansa
ekki tilboðum upp á hærri upp-
hæð en 2,5 milljónir króna. Ég
staðgreiði bátinn ef semst um
verð. Mig vantar líka að kaupa
svona 100 tonna úreldingarbát
sem þarf að vera í góðu lagi.
Það þarf að vera hægt að setja í
hann frystitæki. Komdu þessum
skilaboðum fyrirmig til Islands,
einkanlega til Vestfjarða þar
sem allt er fullt af alls konar
bátum.
Við erum að byggja upp
héma í Isortoq og bæta við
vistarverum fyrir það fólk sem
vinnur hérna hjá okkur í hrein-
dýrastöðinni. Allt þetta fólk
þarf ekki að vera hér nema á
mestu annatímum og ég hef
verið að velta því fyrir mér hvað
ég get gert við allar þessar dýru
byggingar og vistarverur og alla
þá orku sem er hér á staðnum.
Til þes að allt þetta nýtist sem
best hef ég verið að hugsa um
að fara út í ferðamennsku og
þjónustu viðferðamenn. Svæð-
ið hérna er mjög athyglisvert.
Það er t.d. mjög stutt héðan upp
á Grænlandsjökul, ekki nema
klukkutíma gangur. Það er því
hægtaðfaraíjöklaferðir annað
hvort fótgangandi eða á vél-
knúnunt faratækjum. Silungs-
veiðin er mjög góð. Það eru
a.m.k. fimmtán góðar veiðiár
sem menn geta veitt í og allar
eru þær í innan við tuttugu
mínútna bátsferð frá höfuð-
stöðvunum hér. Eins það fólk
sem hefur ánægju að vera í
kyrðinni og náttúrufegurðinni
er velkomið hingað. I mars og
apríl er mjög gott skíðaland
héma fyrir þá sem hafa gaman
af ferðum á gönguskíðum.
Nægir vélsleðar eru hér fyrir
fólk sem hefurgaman að sleða-
ferðum. Við erum með átta vél-
sleðanúnaístöðinni. Viðerum
með átta báta af öllum gerðum
og stærðum og getum þotið á
þeim með ferðamenn um sundin
blá innan um borgarísinn.”
-GHj.
Auglýsing i
Skutli
borgar sig!
‘Bestujóía- og
nýárslfyeðjur tiC starfsfóOq
oCjjar, bczði tiísjós oy
Cands með pöCýum jýrir
samstarfið á Cíðandi ári.