Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 11
Skutull
Skötuhjúin Kristjana ogritstjóri Skutuls við rætur Grænlandsjökuls, rétt ofan við
Isortoq.
Vetraráætlun
1995 - 1996
Brottfarir eru eftirfarandi:
Sunnudagar og mánudagar
Frá Stykkishólmi kl. 13.00
Frá Brjánslæk kl. 16.30
Þriðjudagar, miðvikudagar og föstudagar
Frá Stykkishólmi kl. 10.00
Frá Brjánslæk kl. 13.30
Aætlun fyrir jól og áramót
Engar ferðir verða eftirtalda hátíðisdaga:
Aðfangadag jóla 24. desember 1995
Jóladag 25. desember 1995
Gamlársdagur 31. desember 1995
Nýársdag 1. janúar 1996
Aukaferðir verða:
Fimmtudagana 14.. 21., og 28. desember 1995
Kl. 13.00 frá Stykkishólmi og kl. 16.30 frá Brjánslæk
Laugardagana 16. og 23. desember 1995
K1 10 frá Stykkishólmi og kl. 13.30 frá Brjánslæk
Að öðru leyti verður vetraráætlun óbreytt.
Breiðarfjarðarferjan Baldur hf.
Stykkishólmi • Sími 438 1120
Brjánslæk • Sími 456 2020
Isortoq ásamt tveimur græn-
lenskum hundum. Þeir eru afar
stórir og voru hlekkjaðir með
keðjum vegna þess að þegar
þeir sjá hreindýrin koma tryllast
þeir og ráðast á þau og drepa.
Þeir spangóluðu undir húsinu
alla nóttina svo ekki var svefn-
friður. Jan hafði farið til Qaq-
ortoq og kom kvöldið eftir með
dýralæknirinn sem áður er sagt
frá. Þá sáum við fyrstu hrein-
dýrahjarðirnar koma yfir hæð-
irnar austan við ána. Dýrin
þurftu síðan að synda yfir vatnið
ofan við ána og er það langt
sund og strangt. Þurfti þyrlu til
þess að reka þau útí vatnið.
Stefán kom svo heim síðustu
nóttina sem ég var í Isortoq en
áður hafði hann flutt annan
hundinn um klukkustundar
siglingu austur fyrir ána og
sleppt honum lausum í skeri
austan við hreindýrahjarðirnar.
Skerið var skammt frá landi og
komst hundurinn ekki lönd eða
strönd heldur gelti, ýlfraði og
spangólaði alla nóttina ímyrkr-
inu úti í skerinu. Þetta dugði til
að haida hjörðunum vestan við
þennan stað. Um fimmleytið
um morguninn birti og þá var
komið að því hjá mér að halda
til Narssarssuaqtil þessaðfljúga
kaupa harðfisk, öl o. fl. sem
okkur vanhagaði um. Einnig
var tekið bensín því mótorinn
hafði eytt um 80 lítrum af því
frá Isortoq. Hundirinn losnaði
úr bandinu á meðan við vorum
í landi og lenti í illvígum slags-
málum við heimahundana. Var
illt að skilja þessar stóru grimmu
skepnur í sundur en Jan sá fyrir
því.
Ættarmót í
Narssarssuaq
Það vakti athygli ntína hve
allir Grænlendingar sent við
hittum á götu eða annars staðar
voru vingjarnlegir. Þeir heils-
uðu manni með virktum eins
og fólk gerir í smábæjum á ís-
landi og sögðu: “Halloj” eða
“Goddag”. Þettavarekki svona
í fyrri dvöl minni í Narssaq.
Grænlendingar halda ntikið
uppá Isiendinga en er illa við
Dani. Það hafði greinlega fréttst
eins og eldur í sinu um sam-
félagið í Eystribyggð að þessi
einhenti meðdömurnarværi Is-
lendingur sem væri að heim-
sækja Stefán í Isortoq. Þess
vegna voru allir svo vingjarn-
legir enda ekki hægt að taka
langa stund meðan við innbyrt-
um öl og dýrar veigar og
töluðum saman um landsins
gagn og nauðsynjar. Þetta var
afskaplega afslappandi og gott.
Loksins sigldum við upp að
bryggjunni í Narssarssuaq sem
liggur um einn km frá byggð-
inni og flugvellinum. Gengunt
við upp í flugstöðina, hittum
dömurnar sem höfðu komið
nteð áætlunarbátnum frá Qaqor-
toq daginn áður, og fengum
okkur prestakaffi og biðum
brottfarar. Jan var hjá okkur þar
til við gegnum út í vélina.
En merkilegir hlutir fóru að
gerast meðan við sátum yfir
prestakaffinu í flugstöðinni í
Narssarssuaq. Rúta stoppaði á
hlaðinu og út úrhenni streyindu
farþegarnir sem verið höfðu í
Brattahíð þegar við vorum þar.
Þetta var ferðahópur frá Islandi
sem hafði dagsviðdvöl við
Eiríksfjörð meðan flugvélin var
norður í Syðra-Straumfirði. Allt
í einu birtust þarna kunnugleg
andlit Hjartar stapa, Sigga
Hjartar og Hilmars bróður hans.
Þarna voru sem sagt komnir
karl faðir minn og tveir bræður
mínir. Það datt af mér andlitið
og reyndar þeim líka. Þarna
urðu náttúrlega fagnaðarfundir
Staparnir tóku þessa mynd af hundinum í bátnum hans Jan án þess að hafa hugmynd
um að ritsjórinn hafi komið með þessum bát frá Isortoq.
heim. Jan var ætlað að flytja
mig á litlum opnum hraðbát
með utanborðsmótor. I leiðinni
fluttum við Stefán austur þar
sem hundurinn var í skerinu en
þar voru einnig hestamir í landi.
Tók hann með sér vatnsbleytta
hafra í poka til að gæða þeim á.
Þegar við höfðum sett Stefán á
land gerðist það að hundurinn
kom syndandi úr skerinu og að
bátnum. Var honunt bara kippt
uppúr á hnakkadrambinu. Þetta
kostaði það að hann varð að
fara með okkur alla leið til
Narssarsuaq því ekki var tími
til að sigla honum heim áður.
Hundurinn skalf af kulda renn-
andi blautur eftir sundið og
urðum við að lokum að hleypa
honum í land á eyju skammt frá
Narssaq. Þar gat hann hlaupið í
sig hita. Þarna var allt svart af
krækiberjum og lögðust við Jan
í berin á meðan. Síðan sigldum
við til Narssaq, bundum hund-
inn íbátnum í smábátahöfninni,
og fórum í verslun til þess að
feil af mérogeinhverjum öðrum
með þessi sérkenni.
Við sigldum síðan frá Narss
aq og inn eftir Eiríksfirði.
Mættum við mörgum bátum á
firðinum bæði stórum og smá-
um og allir veifuðu til okkar og
við til þeirra. Mikill ís var á
leiðinni en nú var bjart og við á
hraðbát, í stað ganglítillar trillu
áður, og ferðin gekk eins og í
lygasögu. Um hádegið vorum
við komnir inn undir Narss-
arsuaq. Þá gerðumst við þorst-
látir og þar sem mæting í flugið
var ekki fyrr en kl 15:30 á-
kváðum við að koma við í
Brattahlíð og litast þar unt um
leið og við keyptum bjórkippu
og ákavíti í búðinni þar. Far-
þegabátur lá við Bryggju í
Brattahlíð og áttum við tal við
skipverja en farþegar slöngruðu
um tún og bæjarhlöð undir
stjórn fararstjóra.
Þegar við höfðum lokið
okkur af í búðinni sigldum við
út á miðjan fjörð og létum reka
og prestakaffið drukkið óspart.
Með þeim feðgum var Elli
Ketils úr Víkinni. Þegar þeir
komu á farþegabátnum að
bryggjunni í Narssarssuak frá
Brattahlíð varð þeim félögum
að vestan starsýntáþennan litla
hraðbát sem þar var bundinn og
snaróður spangólandi hundur
var bundinn um borð í. Þótti
þeim þetta svo merkilegt að þeir
tóku mynd af hundinum ferða-
félaga mínum og vini án þess
að hafa hugmynd um að ég var
þarna á ferð. Hann er stundum
einkennilega lítill þessi heimur
sem við búum í.
Svo var stigið um borð um
þotuna og flogið austur yfir
Grænlandshaf til íslands og lent
þar eftir tvo tíma. Þessu ferða-
lagi var lokið og er ætlun mín
að fara aftur til Isortoq að ári og
taka meiri þátt í smölun og
öðrum verkum þar en í þetta
sinn. Lífinu í Isortoq og hrein-
dýraræktinni er lýst betur í við-
tali við Stefán hér í blaðinu.
Stapinn blandar sér í glas og Hilmar sonur hans er til vinstri við hann.