Skutull

Árgangur

Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Skutull - 01.12.1995, Blaðsíða 9
Skutull 9 Glófaxi hífður upp til lækninga. Stefán ásamt Sömunum Anders og Mikkel. eftir Karlsvagninum því í því stjörnumerki er Pólstjarnan. Pólstjarnan var því kompásinn hans eftir þetta í myrkrinu. Hugurinn hvarflaði þvt' ósjálf- rátt til íslensku landnemanna og afkomenda þeirra sem sigldu skipum sínum um þennan sama skerjagarð og firði í 500 ára búsetu þeirra í Eystribyggð og stýrðu eftir himintunglunum. Prestakaffi á Isortoqlóni Loks var kom ið yf ir Serm i 1 i k og þá vandaðist málið því ekki sást út úr augum og Jan gat ekki áttað sig á kennileitum. Samt mjakaðist þetta allt saman. Ör- mjótt sund er inn í Isortoq (Staður þar sem sundið er skítugt af jökulleir) og gat Jan ómögulega fundið mynni þess í myrkrinu. Akveðið var því að láta reka og bíða birtu. Smátt og smátt fór morgunroðinn að færast upp á austurhimininn yfir Grænlandsjökli. Þegar ratljóst var orðið héldum við af stað og kom þá í Ijós að við vorum alveg upp við mynni sundsins inn í jökullónið Isortoq. Ekki hafði skeikað miklu í siglinga- fræðinni hjá Jan. Dömurnar höfðu sofið nánast síðan farið var frá Narssaq og voru þær nú vaktar þegar við höfðum lagst fyrir akkeri á læginu við hrein- dýrastöðina í Isortoq en þá höfðum við verið á siglingu í 19 klukkustundir frá því við fórumfráNarssarssuaq. Enginn virtist vera kominn á fætur í landi svo Jan fór að bisa við að ná vírnetsrúllunum af lestar- lúgunni svo hægt væri að komast í lestina. Farþegarnir þrír höfðu nefnilega áhuga á því að fá koníaksflösku úr tollinum upp í stýrishús til þess að hressa sig við, sérstaklega sá sem þetta ritar því hann hafði staðið stímvaktina með Jan allan tímann. Hitað varkaffi og dug- lega bætt út í það úr flöskunni, bæði hjá skipstjóranum og far- þegum. Það var svo notarleg stemning þarna í við litla borðið í stýrishúsinu í trillunni úti á lóninu í morgunsárið að ekkert okkar langaði strax í land. Þar sem við sátum þarna og spjölluðum yfir rjúkandi presta- kaffi sáum við bát hrundið úr vör í landi og var hann kominn út til okkar eftir örskamma stund. Inn yfir borðstokk trillunnar vippaði sér vörpu- legur maður og heilsaði glað- lega og spurði hvort fólkið ætlaði ekki að koma sér í land. Þama var kominn sjálfur Stefán Hrafn Magnússon hreindýra- bóndi og húsráðandi í Isortoq, bróðir Regínu. Stefán ferjaði síðan fólk og farangur í land. Vinnumennirnir í Isortoq voru að rísa úr rekkju og voru þetta hinir bestu karlar, flestir græn- lenskir. Þarna voru einnig tveir norskir Samar, ungir menn, Anders og Mikkel. Voru þeir alvanir öllu varðandi hreindýr frá sinni heimabyggð í Finn- mörku og ætluðu að dvelja þarna um tíma við smölun og slátrun. Anders hafði reyndar verið áður hjá Stefáni í Isortoq. Þessum körlum átti ég eftir að kynnast allvel og líkaði mér vel við þá alla og því betur sem ég kynntist þeim betur. Þurrkuð loðna og fleira góðgæti Við Jan urðum að skríða í bælið strax og við komum í land því við vorum báðir búnir að vaka í rúma sólarhring. Sváfum við allan þennan dag. Regína fór hins vegar með Stefáni á opnum hraðbát til næsta bæjar, Qaqortoq (Jul- ianeháb) og kom ekki til baka fyrr en seint um kvöldið, enda voru dömurnar búnar að sofa mest alla siglinguna. Um kvöldið skoðaði ég ntig um á staðnum. Þarna er gott íbúðar- hús, sambyggð geymsla og svefnskáli vinnumanna, Ijósa- vélaskúr og sláturhús í bygg- ingu. Þriðja daginn fóru Regína og Kristjana að gramsa í frysti- geymslunum og kanna matar- birgðimar. Þær höfðu jú tekið af sér að eldamatinn ofaníkarl- peninginn í Isortoq. Fórnuðu þær höndum þegar í ljós kom að frystarnir voru fullir af hrein- dýrakjöti, hvalkjöti, selkjöti, silungi og laxi., bæði reyktum og nýjum Einnig var ntikið af þurrkaðri loðnu til. Hún vargóð. Dömurnar voru ekki alveg klárar hvernig ætti að matreiða þessar kræsingar. Tókst það þó nteð ágætum með smá leiðsögn Vestfirðingsins sent vanur var öllum þessunt mat heiman frá sér nema hreindýrakjötinu og loðnunni. Lagði ég því til að soðin væri kjötsúpa á íslenskan hátt úr kjötinu og bragðaðist hún afbragðs vel. Hafragrautur var ætíð á morgnana. Glaðasólskin var þennan dag og mikill hiti, annars var alltaf frost á næturnar enda komið fram í september. Því gekk ég með dömunum upp undir jök- ulinn en þangað er um klukku- stundar gangur. Mýbitið ætlaði mig lifandi að drepa og varð ég alblóðugur undan því. Reynsla mín af íslensku mýi er sú að það hefur aldrei bitið mig þótt ferðafélagarmínirhafi orðið illa úti, sumir hverjir. En græn- lenska mýið hafði greinilega betri lyst á blóði mínu heldur en það íslenska. Við gengum Þarna hefur allt slitnað niður og Glófaxi situr á rassinum og Anders heldur um haus hans. Kempan Stefán saumar ótrauður saman sárið á fæti hestsins. eftir hreindýraslóðum fram undir jökulinn. Þarna var allt svart af krækiberjum og blá- berjum. Skinin hreindýrahorn lágu á víð og dreif um landið. Haföm sáum við hnita hringi í loftinu uppi yfir okkur. Við klöppuðum ájökulinn og geng- um til baka, öll berjablá og ég blóðrisa eftir mýið. Þegar við komum til baka hafði um 2.000 dýra hreindýrahjörð komið yfir hæðirnar fyrir austan Isortoq og gengið upp með jökulá sem rennur í lónið og er um 400 metra frá húsunum. Ain er stutt en gríðarlega vatnsmikil og greinilega ekki fær nerna fug- linum fljúgandi. Eg gekk að ánni, lagðist niður og fylgdist með dýrunum ráfa upp með ánni og meðfram stöðuvatni sem hún kemur úr og nær alveg fram að jöklinum. Stefán og vinnu- mennirnir voru að undirbúa smölunina og voru í girðingar- vinnu og klára byggingu slátur- hússins. Hreindýralæri fyrir skróp Á kvöldin sátu ntenn og spjölluðu því ekkert sjónvarp var þarna til þess að trufla sam- skiptin. Þegar fjórir dagar voru liðnir af veru okkar þarna fór dömununt að leiðast og fóru þær með hraðbát til Qaqortoq en þará Stefán íbúð. Þardvöldu þær svo þar til við flugum heim til Islands. Þarna voru töluð mörg tungumál, við íslend- ingamirtöluðum íslenskuokkar ímilli, Grænlendingamirgræn- lensku, Santarnir samísku og norsku, danska var einnig notuð og stundum enska. Svo töluðu menn bara hina svonefndu skandinavísku sem er blanda af öllum Norðurlandamálunum og verður að syngja hana eins og norsku. Ung grænlensk vinkona Stefáns kom í heimsókn til hans yfir helgina en hún stundaði nám í 10. bekk grunnskólans í Qaqortog og bjó í íbúð Stefáns. Hún liafði með sér litla systur sína. Vont veður var á sunnu- dagskvöldið þegar hún ætlaði heim aftur svo ekki var lagt af stað með hana á hraðbátnum fyrr en í birtingu á mánudags- morgun. Því varð ljóst að hún myndi ekki mæta í skólann á réttum tíma og fengi punkta fyrir að mæta of seint. Stefán sá við því og sendi kennaranum vænt hreindýralæri í steik svo Lagt á stað til smölunnar. Þrír hestar voru um borð í trilllunni og Anders horfir á. engir yrðu punktarnir. Snjallt ráð sem íslenskir bændur gætu haft í huga þegar börn þeirra skrópa í skólanum. Ráðið er að senda kennaranum hangilæri eða bara nýtt lambalæri. Hrossalækning Einn daginn fór Stefán að prófa íslenska hesta sem þarna voru og hann hafði fengið fyrr um sumarið. Hann og Pavia, yngsti vinnumaðurinn, fóru í langan útreiðatúrum nágrennið. Hestur Pavia rak annan aftur- fótinn í eggjagrjót og fékk ljótan skurð, um 15 cm langan og alveg inn að beini, framan á hann neðan við lærið. Ekki leist mönnum á þetta. Var strigi settur undir kvið hestsins og reipi bundið í horn strigans og hesturinn hífður upp á gaffli dráttarvélar. Síðan voru fætumir bundnir og Stefán staðdeyfði umhverfis skurðinn og saumaði hann saman. Ekki leist Söm- unum Anders og MikkeL á þessar aðfarir en þeir voru Stefáni til aðstoðar við verkið. Hesturinn spriklaði og ólmaðist eins og vitlaus væri í striganutn og aðendingu slitnaði allt niður. Eftir mikið erfiði og hættuspil fyrir Stefán tókst saumaskap- urinn og hann batt um sárið, setti á það sáragrisju og festi hana með einangrunarbandi. Eftir að þessu verki lauk varð hesturinn sallarólegur og fór að bíta. Dýralæknir var kallaður til frá Qaqortoq ef sýking kæmi í sárið og kom hann daginn eftir. Það var dönsk kona, Vibeke Arenkiel að nafni, sem var á Grænlandi í afleysingum í skamman tíma. Hún átti einnig að líta eftir heimaslátruninni í Isortoq. Sagði hún svo vel gert við hestinn að hún gæti þar engu um bætt. Hundur í útskeri Svo byrjaði hreindýrasmöl- unin. Farið var með hestana, sem nú voru aðeins þrír, því einn var meiddur, yfir lónið til að komast yfir Isortoqána á trillunni sem við komum með frá Narssaqssuaq. Menn bjugg- ust við að vera í þrjá daga að ná dýrunum saman. Þurftu þeir því að liggjaúti ítjöldum ánætuma. Fyrsta sólarhring smala- mennskunnar var ég aleinn í Húskarlar í Isortoq fá sér reyk og kaffi í reykherberginu. Frá vinstri Johan, Anders snýr baki í myndavélina, Pavia og stórskiptsjórin Jan drekkur úr kaffi bollanum en að vísu ekki prestakaffi í þetta sinn.

x

Skutull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skutull
https://timarit.is/publication/626

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.