Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 15

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 15
Arni Isaksson Þróun eins árs laxaseiða í Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði Þcettir sem áhrif hafa á endurheimtur Útdráttur. I greininni er rætt um þróun í heimtum eins árs seiða í Laxeldisstöð ríkisins í Kollaflrði síðastliðin 8 ár og þá áhrifa- þætti, sem mestu hafa ráðið um niðurstöð- ur hvers árs. Þessar tilraunir hafa leitt í ljós, að heimtur eins árs seiða eru fyllilega sambærilegar og í mörgum tilfellum betri en hjá tveggja ára seiðum. Með því að flýta hrognklaki og hefja eldi seiðanna í byrjun janúar hefur opnast sá möguleiki að framleiða gönguseiði á sex mánuðum. Hvort þetta er hagkvæmt, veltur að verulegu leyti á þeirri meðal- stærð, sem nauðsynleg er til að fá góðar heimtur. Framleiðsla minni eins árs seiða er einnig hagkvæmnismál fyrir eldis- stöðvar, því hún sparar bæði fóður og rými. Með tilkomu örmerkja árið 1974 var kleift að kanna heimtur 20-25 gramma eldisseiða, samanborið við 40-50 gramma meðalstærð árin á undan. Þessi smáu seiði hafa heimst upp í 15% og hefur tilrauna- starfið hin síðari ár farið meira inn á þá braut að vinna með seiði í þeim stærðar- flokki. Miðað við heimtur þessara seiða Arni Isaksson virðist fyllilega tímabært að hefja tilraunir með sleppingar 6 mánaða gönguseiða. Það vandamál hefur verið tengt eins árs seiðum, einkum þeim smærri, að þau krefjast vandaðrar sleppiaðstöðu. Greini- lega hefur komið í ljós í Laxeldisstöð- inni, að sleppiaðferðir, sem beitt var við tveggja ára seiði, sem yfirleitt voru alin í jarðtjörnum, henta ekki, þegar eins árs seiði eiga í hlut. Þannig hafa sömu sleppi- aðferðir gefið gagnstæðar niðurstöður frá ári til árs. Þetta mál hefur verið leyst með byggingu sérstakra sleppitjarna nálægt sjó. Þó slík tjörn væri fyrst notuð vorið 1978, hafði beiðni um byggingu hennar VEIÐIMAÐURINN 13

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.