Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 53

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 53
Stórt ósasvæði. Os Laxár í sjó er hjá Súlueyri, sem er skammt norðvestan Akrafjalls. Stærð landsvæðis, sem vatn rennur af til Laxár- óss, er um 190 ferkílómetrar. Ain fellur sem fyrr greinir á leirusvæðið í Leirár- vogi eða Grunnafirði, örstutt neðan þjóðvegar hjá Vogatungu. Er ósasvæðið þannig um 6 km að lengd. I það falla nokkrar ár og lækir, eins og Leirá, vatns- mesta þverá Laxár, er kemur úr sam- nefndum dal vestan við Skarðsheiði, Urriðaá, en hún kemur úr Eiðisvatni, austur af Akrafjalli, og smærri lækir. Þrjú stöðuvötn. Efstu upptök vatnakerfisins eru í norðan- verðri Botnsheiði, og þaðan að sjávarósi Laxár eru tæplega 40 km. Ain fellur fyrst um Grafardal og síðan í vötnin þrjú í Svínadal; Geitabergsvatn, og heitir áin þar Draghálsá, þá úr því vatni eftir ánni Þverá hjá Geitabergi í Glammastaða- Laxastigi hjá Eyrarfossi í Laxá í Leirársveit. (Ljósm. E.H.). Eyrarfoss í Laxá í Leirársveit. Ljósm. E.H.). vatn, úr því um Selós í Eyrarvatn, en við útrennsli þess kemur Laxá sjálf til sögunnar. Eyrarvatn er í 77 metra hæð yfir sjó, en mesta dýpi í því er 12.5 m og meðal- dýpi 3.4 m (Vatnamælingar). Geitabergs- vatn er tveimur metrum hærra yfir sjó en Eyrarvatn. Mesta dýpi í því er 24 m og meðaldýpi 6.6 m. Stöðuvötnin eru hvert um sig um 1 ferkílómetri að flatarmáli að stærð, og er miðvatnið, Glamma- staðavatn, stærst þeirra eða 1.3 km2. Mesta dýpi í því er 21 m og meðaldýpi 9.4 m. Vatnið vex stöðugt á þessari leið vegna margra smærri áa og lækja, sem falla í það úr fjalllendinu beggja megin dalsins, sérstaklega í Skarðsheiði og aðliggjandi fjöllum og einnig Glámu, fjallinu austan stöðuvatnanna, og úr hálsunum suðvestur af henni, auk lækja í Grafardal og í Dragafelli. Eyrarfoss og Laxfoss. Skammt frá ósi Laxár úr Eyrarvatni er foss í ánni, sem heitir Eyrarfoss. Þegar kemur niður fyrir fossinn, liðast áin um VEIÐIMAÐURINN 51

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.