Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 25

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 25
mánuði fyrir sleppingu. Erlendis hefur verulegum fjármunum verið varið í að reyna að fínna líffræðilega mælieiningu, sem gæfi til kynna framgang göngu- búningsmyndunar, en ekki liggur hag- kvæm lausn fyrir enn. Af þessum ástæð- um verður að telja óráðlegt að sleppa seiðum með mismunandi eldisforsögu út á sama degi og búast við sambærilegum heimtum úr öllum hópunum. Mun lík- legra til árangurs er að setja seiðin í sleppi- tjörn, sem opnuð er í byrjun göngutíma, og seiðin síðan látin tínast út í samræmi við þroska sinn. III. Niðurlagsorð. Það ætti að vera ljóst af því, sem hér hefur verið greint frá, að fjölmargir þættir hafa haft áhrif á heimtur gönguseiða úr sjó í Laxeldisstöðina í Kollafírði og samspil milli þessara þátta er oft mjög flókið. Einn þáttur, sem veruleg áhrif hefur haft á árangur, er sú rannsóknaaðstaða sem fyrir hendi hefur verið í Laxeldisstöð- inni, bæði með tilliti til eldis og sleppinga. „Hafa skal það, sem hendi er næst, og hugsa ekki um það, sem ekki fæst“ sagði karlinn, sem var að búa til naglasúpuna, og reyndist það honum vel. En að þurfa að búa við slíkt í rannsóknastarfsemi er að sjálfsögðu óviðunandi. Sem betur fer hefur hér orðið breyting til batnaðar síðastliðin tvö ár, þó betur megi, ef duga skal. Það hefur verið alláberandi í almennri umræðu um heimtur í Kollafjarðarstöð- inni, að menn drægju mjög almennar ályktanir um árangur af heildarheimtum merktra seiða. Slíkt er raunar fáránlegt og verður það best skýrt með eftirfarandi dæmisögu: í ákveðinni tilraunastöð hafa fengist eftirfarandi heimtur úr sleppingum: Sérhannað leitartceki er notað við að finna ognáör- merkjum úr laxinum þegar hann veiðist (heimtist). Veiðiuggaklipping er notuð, sem útvortis einkenni um örmerkingu. Allir veiðiuggaklipptir laxar eiga því að bera slík merki. (Ljósm.Árniísaksson). Sleppiár Seiðaslepping Heimtur seiðahópa % Heildarheimtur Eins árs Hálfs árs Eins árs Hálfs árs Fjöldi Prósent 1980 .... 20 000 20 000 8% 2% 2 000 5% 1981 .... 40 000 8% 3 200 8% Til viðbótar við upplýsingarnar í töfl- unni er vitað, að eins árs seiði hafa verið í framleiðslu í 10 ár og heimtur verið góðar en hálfs árs seiðunum er verið að sleppa í fyrsta skipti. Nú er spurningin sú, hvort árangur sé betri fyrra eða seinna árið. Það er óumdeilanlegt, að laxafjöldi og heildarprósenta eru mun hærri seinna árið, og allur þorri manna mundi að sjálf- sögðu segja, að það væri betra. A hinn bóginn mundu menn með skilning á málinu og vísindalegt innsæi skilja þýð- ingu þess að fara inn á nýjar brautir, með sleppingu hálfsárs seiða, sem gætu valdið straumhvörfum í framtíðinni, og meta þannig árangur frá öðru sjónarhorni. Þannig er djúpstæður skilningur manna á viðfangsefninu forsenda fyrir raunhæfu mati á árangri. VEIÐIMAÐURINN 23

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.