Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 4

Veiðimaðurinn - 01.06.1980, Side 4
enda er okkur íslendingum í blóð borið að vona í lengstu lög að við fáum gott sumar. Einn er sá hópur manna, sem horfir björtum vonaraugum, og fullur eftir- vcentingar til nœstu mánaða. Það eru stangveiðimennirnir. Þegar svona vorar telja þeir með réttu miklar líkur til þess, að laxinn gangi snemma. Margir eru famir að athuga veiðitcekin sín og aðgceta, hvort eitthvað þurfi þar um að bceta, enda orðið stutt þangað til þeir fyrstu geta farið að bleyta línu, og víst er að mörgum fallegum löxum hefur verið landað áður en þetta tölublað Veiðimannsins berzt lesendum. Þá verður líka komið í Ijós, hve snemma laxinn hefur gengið þetta sumarið. Nauðsynlegur þáttur í fari hvers manns er að geta hlakkað til og líklega er öllum andlega heilbrigðum mönnum það eðlislcegt. Tilhlökkun bama bendir til þess. Hún er óblandin og sönn. En stundum verður ekki betur séð en sumir menn hafi glatað þessum eiginleika með aldrinum. Vera má að örlaga- nornirnar hafi leikið þá svo grátt, að þeir sjái ekki lengur nokkurn ,,sólskinsblett í heiði“, og þá hlýtur lífið að vera orðið hamingjusnautt. Og svo er annað sem virðist orðið of algengt nú á tímum og er hvað mest áberandi í skemmtanalífinu svokallaða: Fólk ákveður að fara út að skemmta sér og virðist hlakka til, að minnsta kosti finnst því mörgu hverju að allt annað hljóti að vera skárra en að ,,hanga heima“. En svo kemur í Ijós á eftir, að sumt af því hefur ekkert skemmt sér. Það er þreytt og þungbúið, haldið ein- hverri tómleikakennd, í stað þess að vera áncegt og endumcert, ef allt hefði verið með felldu. Sumir þurfa jafnvel nokkra daga til þess að jafna sig að fullu eftir eitt kvöld, sem stundum verður reyndar nokkuð langt, þegar vakað er fram undir morgun ncesta dags við langdrykkju í heimahúsum eftir allt sem á undan er gengið á skemmtistaðnum, og þá ekki sízt hávaðann, sem víðast keyrir svo úr hófi fram, að hann veldur að dómi margra lcekna skemmdum á heyrn og taugakerfi fólksins, þótt það geri sér þess ekki grein sjálft. En áhrifanna fer stundum að gceta fyrr en varir. Ekki ber að skilja þessi orð mín sem fordcemingu á því, að fólk ,,lyfti sér upp“, eins og kallað er, og leiti tilbreytingar frá hinu daglega brauðstriti, sem hjá mörgum er einhceft og áncegjusnautt, en það má ,,eta yfir sig“ af fleiru en mat, og þeir sem ástunda fyrmefnt skemmtanalíf vikulega, eins og margt ungt fólk og sumt eldra gerir nú, hljóta með tímanum að finna þar litla lífsfyllingu og jafnvel komast að raun um að hana er ekki þar að finna. Sumir finna þetta raunar fljótt, eins og fram kemur í þreytunni og tómleikakenndinni, sem minnst var á hér að framan, þótt þeir átti sig ekki ncegilega til þess að leita á aðrar leiðir. Þótt langt sé síðan menn fóru að reisa borgir og flykkjast þangað til búsetu, er það ekki nema stuttur tími af lífsferli mannkynsins á þessari jörð. Rcetur þess standa, þegar lengra er litið aftur í tímann, í öðrum jarðvegi. Svo mikið er vitað um forsögulegar kynslóðir, að samband þeirra við náttúruna var miklu nánara en síðar hefur orðið með breyttum lífsháttum, iðnbyltingu og tæknifram- förum. Reyndar þarf ekki að leita svo langt aftur í sumum hlutum heims til þess að finna þessum orðum stað. Og þá er hendinni ncest að líta til baka hér 2 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.