Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 3

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 3
Veiðimaðurinn Nr. 106 Málgagn stangaveiðimanna Ágúst 1981 Ritstjórar: Víglundur Möller og Magnús Ólafsson Útgefandi: Stangaveiðifélag Reykjavíkur Afgreiðsla: Háaleitisbraut 68, 105 Reykjavík Simi: 86050 - Prentun: LITBRÁ-offset - Kr. 33 SVFR Stjóm Stangaveiöifélags Reykjavíkur: Formaður: Karl Ómar Jónsson Varaformaður: Ólafur G. Karlsson Ritari: Karl Guðmundsson Gjaldkeri: Jón G. Baldvinsson Fjármálaritari: Halldór Þórðarson Varastjórn: Sverrir Þorsteinsson Ólafur Ólafsson Guðmundur Guðmundsson Framkv.stjóri: Friðrik D. Stefánsson Skrifstofumaður: Hanna M. Vigfúsdóttir Þar er allur sem unir Þegar þetta tölublað Veiðimannsins kemur til lesenda verður langt liðið á veiðitímann. Þetta er skrifað í upphafi sólmánaðar, re'tt um Jónsmessustrauminn. Eins og allir stangveiðimenn munu vita, er þess jafnan vcenzt, að þá komi stórar laxagöngur í margar ár. Þetta er engin þjóðtrú í sambandi við Jónsmessuna, heldur stað- reynd, sem sannazt hefur um aldaraðir, trúlega frá upphafi byggðar á Islandi. A þessu er auðskilin skýring. Þegar þessi tími er kominn, er hitastig vatns og sjávar venjulega orðið nógu hátt til þess að eðlishvöt laxins segi honum að nú skuli hann hraða för sinni til fyrri heimkynna, til þess að gegna þar þjónustunni við lífið og viðhald cettstofnsins. Hindranir, sem hann ber ekki skyn á og kann því ekki og getur oft ekki með nokkru móti varazt, valda því, að hann ncer ekki því takmarki, sem náttúran cetlar honum með þessari undarlegu cevintýraferð. Og þótt hann komist á leiðarenda og Ijúki hlutverki sínu eru yfirgncefandi líkur á því, að hann eigi ekki afturkvcemt úr þeirri ferð, sem þá tekur við. Hindrunin á vegi hans til hrygningarstöðvanna er fyrst og fremst maðurinn með öll sín vélráð, en á leiðinni til sjávar tekur náttúran sjálf við með algeru miskunnarleysi. Það er eins og hún hugsi:,, Þú hefur lokiðþví sem þér var cetlað, og nú verður þú sjálfur að sjá þér farborða. Ef þú kemst aftur iil sjávar og nœrð þér eftir þessa svaðilför, máttu svo sem fara aftur upp ána að sumri eða síðar og hrygna, en hlekkist þér á, er það þitt mál. Það kemur lax í lax stað. Eg sé um það. Enginn er ómissandi“. Eins og fram kemur í upphafi þessa máls er þetta skrifað svo snemma á veiðitímanum, að engum getum, sem marka megi, verður að því leitt, hvernig veiðast muni í sumar. Því rceður bceði laxagengd og veðurfar. Sú skoðun hefur komið fram, að kuldinn vorið og sumarið 1979 muni hafa áhrif á lífsferil laxins ncestu árin frá þeim tíma. Talið er að ncesta ár á eftir köldu sumri gangi smálax VEIÐIMAÐURINN 1

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.