Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 6

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 6
Uppáhalds- flugan mín Veiðimaðurinn bað nokkra góðkunna stangaveiðimenn að svara spurningunni „Hver er uppáhaldsflugan þín?“. Um leið og blaðið birtir hér fyrstu svörin, eru þeim sendar þakkir, sem voru svo vinsamlegir að svara. Áformað er að beina fleiri spurningum í þessum dúr til lesenda blaðsins, því að á þann hátt munu fleiri fást til að láta frá sér heyra, og blaðið verða fjölbreytilegra og skemmtilegra, svo sem hin ágætu svör, sem birtast hér að neðan, sýna svo ljóslega. Björn J. Blöndal Of marglyndur til að geta svarað Laugarholti, 16. maí 1981. Ágætu ritstjórar. Þakka bréf ykkar, sem ég fékk í gær. í nótt varð ég andvaka, og upp úr því fór ég að hugsa um svar mitt. En komst að þeirri niðurstöðu, að í raun og veru gæti ég ekki svarað. Er of marglyndur til þess. Fyrsta flugan, sem ég eignaðist, var Black Goldfínch. Hana gaf mér Sigurður Fjeldsted í Ferjukoti. Black Goldfinch er víst írsk vatnafluga. Þegar ég gat ekki fengið hana lengur, voru það Black Doctor, Silver Grey, já og líka Þrumur og Eldingar, sem ég tók ást- BjörnJ. Blöndal fóstri við. Og jafnan reyndust þær vel. í fyrsta sinn, sem ég veiddi í Hítará, fór Teitur á Brúarfossi með mér upp að Langadrætti. Á leiðinni þangað spurði ég Teit, hvaða flugu ég ætti að reyna. Svar hans man ég vel: „Islendingar veiða ekki á flugu. Ertu ekki með maðka?“ „Nei,“ svaraði ég. „Þá færð þú engan fisk.“ Við komum að Langadrætti. Setti stöngina saman, festi hjólið, dró línuna í lykkjumar og festi tauminn við hana. Svo 4 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.