Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 10

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 10
maðk. Ég undraðist hversu miklu meiri veiði hann fékk en ég, með sinni miklu hægð og rósemi. Nokkuð fljótlega eftir að ég hóf lax- veiðar fór ég að reyna fluguna. Þetta gekk nú misjafnlega fyrst í stað, og margri flug- unni slátraði ég í grjóti fyrir aftan mig. Að mínu viti er bakkastið, ásamt „timing“, stórt atriði í fluguveiði, þ.e. að missa ekki línuna niður í bakkastinu og að hefja fram- kastið á nákvæmlega réttum tíma, þegar línan er að rétta úr sér. Það sem ég lærði mikið á, var að horfa á góða flugumenn veiða, en ekki hvað síst, að ég fór í nokkra kasttíma til þess snjalla flugumanns, Alberts Erlingssonar í versluninni „Veiði- manninum“. Ég hef nú í mörg ár ekki snert annað agn en flugu. Þetta stafar þó ekki af því, að ég líti niður á „maðkadorgara og járnarusls- menn“, heldur eingöngu af því, að ég hef svo miklu meiri ánægju af að veiða lax á flugu. (Nafngiftin er höfð eftir Guðmundi frá Miðdal í 3. hefti „Veiðimannsins“, í greininni „Laxá í Aðaldal“). Mest gaman finnst mér að nota léttar stengur og flot- línu. Það er helst í miklu vatni, djúpum hyljum og ef mjög kalt er, að ég nota hægt sökkvandi línu. Að undanfömu hef ég mest verið með 9 1/2 feta graphite-stöng, Shakespeare, mjög góða og liðlega stöng með frekar stífri vinnslu. En bestu stöngina, sem ég hef veitt með, á veiðifélagi minn, Magnús Jóhannsson í Skeifunni. Það er 9 feta graphite-stöng frá Orvis, „afburða gott verkfæri“. Ég þykist nú vera kominn á það stig í veiðimennskunni, að aðalatriðið í veiði- ferðum er ekki hrúga af laxi, heldur úti- veran - dvölin við ána, gróðurinn, fuglarnir og góðir veiðifélagar, og á ég þó ekki síst við eiginkonurnar. Byrjendum vil ég ráðleggja að fara í kasttíma og læra réttu handtökin strax í upphafi. Láta stöngina vinna rétt. Allt á að vera ein heild: Veiðimaðurinn og hand- leggurinn, sem heldur á stönginni, stöngin og línan - allt á þetta að vinna saman eins og vel smurð vél. Ég tel mikilvægt atriði að standa vel og fallega að veiðinni, vanda sig í hverju kasti og aldrei að beita kröftum. Kaupið ekki óvandaðar veiðivörur - drasl í einum kassa: Stöng, hjól, línu, spóna, öngla - kaupið ætíð það besta, bara einn hlut í einu, ef þið eruð auralítil. Það mun endast ykkur lengi, sumt jafnvel alla ævi, með góðri umhirðu. Ég tek undir það, sem Rafn vinur minn Hafnfjörð segir í 105.tölublaði „Veiðimannsins“ og hefur eftir Gylfa Pálssyni: - Gerið mun á veiði- gleði og veiðigræðgi -. Gleðjist yfír veiði félaga ykkar. Aldrei að metast um hver veiði mest. Þið eruð veiðimenn, sport- menn, ekki fiskimenn að vinna fyrir dag- legu brauði. Mig langar til að segja ykkur sögu af flugu nokkurri, sem mér var gefin. Fyrir allmörgum árum var ég á veiðum í Selá í Vopnafírði. I „hollinu“ var gamall Banda- ríkjamaður, kominn á eftirlaun, sem Ralph Lonius hét. Mér er þessi maður, sem var mikill heiðursmaður og góður flugu- maður, minnisstæður, m.a. af því, hve ákaflega líkur hann var frægum samlanda sínum, Ernest Hemingway. Um hádegi síðasta daginn var þessi maður laxlaus. Hann hafði þó sett í nokkra laxa, en misst þá. Ég bauðst til að leiðbeina honum þennan eftirmiðdag, þar sem ég var kunnugur ánni, en þetta var í fyrsta sinn, 8 VEIÐIMAÐURINN

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.