Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 10

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 10
maðk. Ég undraðist hversu miklu meiri veiði hann fékk en ég, með sinni miklu hægð og rósemi. Nokkuð fljótlega eftir að ég hóf lax- veiðar fór ég að reyna fluguna. Þetta gekk nú misjafnlega fyrst í stað, og margri flug- unni slátraði ég í grjóti fyrir aftan mig. Að mínu viti er bakkastið, ásamt „timing“, stórt atriði í fluguveiði, þ.e. að missa ekki línuna niður í bakkastinu og að hefja fram- kastið á nákvæmlega réttum tíma, þegar línan er að rétta úr sér. Það sem ég lærði mikið á, var að horfa á góða flugumenn veiða, en ekki hvað síst, að ég fór í nokkra kasttíma til þess snjalla flugumanns, Alberts Erlingssonar í versluninni „Veiði- manninum“. Ég hef nú í mörg ár ekki snert annað agn en flugu. Þetta stafar þó ekki af því, að ég líti niður á „maðkadorgara og járnarusls- menn“, heldur eingöngu af því, að ég hef svo miklu meiri ánægju af að veiða lax á flugu. (Nafngiftin er höfð eftir Guðmundi frá Miðdal í 3. hefti „Veiðimannsins“, í greininni „Laxá í Aðaldal“). Mest gaman finnst mér að nota léttar stengur og flot- línu. Það er helst í miklu vatni, djúpum hyljum og ef mjög kalt er, að ég nota hægt sökkvandi línu. Að undanfömu hef ég mest verið með 9 1/2 feta graphite-stöng, Shakespeare, mjög góða og liðlega stöng með frekar stífri vinnslu. En bestu stöngina, sem ég hef veitt með, á veiðifélagi minn, Magnús Jóhannsson í Skeifunni. Það er 9 feta graphite-stöng frá Orvis, „afburða gott verkfæri“. Ég þykist nú vera kominn á það stig í veiðimennskunni, að aðalatriðið í veiði- ferðum er ekki hrúga af laxi, heldur úti- veran - dvölin við ána, gróðurinn, fuglarnir og góðir veiðifélagar, og á ég þó ekki síst við eiginkonurnar. Byrjendum vil ég ráðleggja að fara í kasttíma og læra réttu handtökin strax í upphafi. Láta stöngina vinna rétt. Allt á að vera ein heild: Veiðimaðurinn og hand- leggurinn, sem heldur á stönginni, stöngin og línan - allt á þetta að vinna saman eins og vel smurð vél. Ég tel mikilvægt atriði að standa vel og fallega að veiðinni, vanda sig í hverju kasti og aldrei að beita kröftum. Kaupið ekki óvandaðar veiðivörur - drasl í einum kassa: Stöng, hjól, línu, spóna, öngla - kaupið ætíð það besta, bara einn hlut í einu, ef þið eruð auralítil. Það mun endast ykkur lengi, sumt jafnvel alla ævi, með góðri umhirðu. Ég tek undir það, sem Rafn vinur minn Hafnfjörð segir í 105.tölublaði „Veiðimannsins“ og hefur eftir Gylfa Pálssyni: - Gerið mun á veiði- gleði og veiðigræðgi -. Gleðjist yfír veiði félaga ykkar. Aldrei að metast um hver veiði mest. Þið eruð veiðimenn, sport- menn, ekki fiskimenn að vinna fyrir dag- legu brauði. Mig langar til að segja ykkur sögu af flugu nokkurri, sem mér var gefin. Fyrir allmörgum árum var ég á veiðum í Selá í Vopnafírði. I „hollinu“ var gamall Banda- ríkjamaður, kominn á eftirlaun, sem Ralph Lonius hét. Mér er þessi maður, sem var mikill heiðursmaður og góður flugu- maður, minnisstæður, m.a. af því, hve ákaflega líkur hann var frægum samlanda sínum, Ernest Hemingway. Um hádegi síðasta daginn var þessi maður laxlaus. Hann hafði þó sett í nokkra laxa, en misst þá. Ég bauðst til að leiðbeina honum þennan eftirmiðdag, þar sem ég var kunnugur ánni, en þetta var í fyrsta sinn, 8 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.