Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 11

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 11
sem hann veiddi í Selá. Ég skildi því mínar „græjur“ eftir heima í veiðihúsi. Er ekki að orðlengja það, að nokkra laxa fékk hann þennan tíma og var alveg himin- lifandi. Þegar heim kom, bauð hann mér viskí- lögg, og við skáluðum fyrir vel heppnuð- um eftirmiðdegi. Síðan segir hann við mig eitthvað á þá leið, að hann viti, að ekki þýði að bjóða mér peninga fyrir þennan góða greiða, sem ég hafi gert sér. Ég segi honum auðvitað, að slíkt komi ekki til greina. Enda hafi ég haft mikla ánægju að vera með honum og ætlist ekki til neinna launa. Við ána röbbuðum við saman um heima og geima, en þó að mestu um veiðar. Hann var ekkill og hafði farið einn víða um heim til veiða. Verið í Noregi, Kanada, Argentínu og víðar. Hann hafði góða frá- sagnargáfu, -og það var ekki bara af kurteisi, að ég sagðist hafa haft ánægju af samverunni. Þá segir hann við mig, að ég verði að þiggja af sér flugu að skilnaði, sem ég þakkaði. Hann dregur uppúr pússi sínu flugu, sem hann gaf mér. Flugan var með rauðum og gulum hárum, búkurinn gyllt- ur, hausinn svartur með gulu auga og svörtum augasteini. Stærðin hefur líklega verið 2/0. Hann segir við mig, að sér finnist svipur minn skrýtinn, og hafi ég líklega aldrei séð svo ljóta flugu! Og kannski hefur það verið orð að sönnu! Þá segir hann: „Reyndu þessa, þegar þú hefur reynt allar hinar“. Að svo mæltu kvöddumst við, og ég hef ekki séð hann síðan. Þetta var í seinni hluta júlí. Um mánaðamótin ágúst-september þetta sama ár var ég í síðustu veiðiferð sumarsins. Þetta var í fremur lítilli á í Dölum, sem Fáskrúð heitir. Ain var nokkuð vatnsmikil, en þó ekki lituð að ráði. Ég var að veiða í svokölluðum Helluhyl, fallegum flugustað. Klukkan mun hafa verið tæplega 8 að kveldi, en veitt var til kl.9. I hylnum var mikið af laxi. Ég hafði verið þarna í líklega þrjár klukkustundir, og hafði fljótlega fengið tvo laxa (báða á Jock Scott), en ekki orðið var hátt í tvo tíma. Ég tók lífinu með ró og var búinn að kasta ótal flugum, en ekki reist lax. Þá rekst ég á amerísku fluguna, minnist orða gamla mannsins: „Reyndu þessa, þegar þú hefur reynt allar hinar“. Fluguna hnýti ég á og byrja efst í hylnum, nokkuð fyrir ofan besta tökustaðinn, og fikra mig svo neðar í hverju kasti. Þegar ég kem niður undir tökusvæðið, kemur stór lax á mikilli ferð, þrjá, fjóra metra, bókstaflega eins og tundurskeyti, hálfur uppúr vatninu, og hvolfir sér á fluguna. Eftir 40 mínútna viðureign liggur 161/2 punds hængur við fætur mér, aðeins litaður, en þó fallegur og vel vaxinn lax. Þessi lax reyndist vera bikarlax Stangaveiðifélags Akraness það árið, en í því hef ég nú verið félagi í 30 ár, og hafði það félag ána á leigu. Tvo aðra minni laxa fékk ég á fluguna áður en veiði- tíma lauk um kvöldið. Þrjá laxa í viðbót fékk ég á þessa flugu í ferðinni. Næstu ár veiddi ég marga laxa á um- rædda flugu, og seinast var hún orðin bókstaflega uppurin. Því miður er ég ekki fluguhnýtari sjálfur og hafði ekki hugsun á að láta hnýta eftir henni meðan hún var og hét. Hefur mér ekki tekist að fá hana. Þó hefur vinur minn og veiðifélagi, Harald Snæhólm, flugstjóri, leitað hennar í Bandaríkjunum, en aldrei fundið. Mig minnir að gamli Ameríkaninn hafi nefnt hana Yellow Maribou Muddler. Mickey Finn líkist henni nokkuð, en er þó að ýmsu leyti öðruvísi. Eins og áður sagði er ég félagi í Stanga- VEIÐIMAÐURINN 9

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.