Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 12

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 12
veiðifélagi Akraness, sem hafði Hauka- dalsá á leigu í áratugi, að hluta til, á móti Guðbrandi Jörundssyni, og síðar Stanga- veiðifélagi Keflavíkur. í Haukadalsá stundaði ég veiðar í samfleytt 31 sumar. Fórum við þangað eina til þrjár ferðir ár- lega til veiða. Félagar mínir þar hafa verið margir gegnum árin. Eg vil nefna Björgvin Schram, Hans heitinn Kragh, Harald Gíslason, Magnús Jóhannsson, Reyni Olafsson og marga fleiri, allt góða félaga. Nú er þessi á komin í hendur erlends auðfélags (eins og Laxá í Dölum). Það er Jón G. Baldvinsson Ekki auðvelt að svara Reykjavík, í júní 1981. Kæru ritstjórar Veiðimannsins, Víglundur og Magnús. Ég þakka ykkur fyrir bréfið og nota tækifærið til að óska ykkur góðs gengis með „blaðið okkar”. Já, hver sé uppáhaldsflugan mín. Spurningin er svo sem ósköp stutt og sakleysisleg, og einhverjir geta sjálfsagt verið skjótir til svara-og átt auðvelt með það, en það á „því miður” ekki við um mig. Ég yrði fljótur til svars við spurning- unni, hver sé uppáhaldsveiðiáin mín, eða jafnvel, hver af veiðistöngunum mínum sé mín uppáhaldsstöng, en þetta horfir svo- lítið öðruvísi við, hvað flugurnar varðar - eða hvað? raunalegt til þess að hugsa, ef afkomendur okkar eiga þess ekki kost að veiða í íslensk- um laxám og njóta þeirrar gleði, sem mín kynslóð hefur haft af verunni við árnar „okkar“. Að lokum óska ég „Veiðimanninum“ og hinum ágætu ritstjórum hans langra lífdaga. Marga ánægjustundina hefur þetta blað veitt mér og öðrum veiði- mönnum, þó að segja megi, að ekki höfum við fóðrað það of vel! Ritað í byrjun skerplu 1981. Þegar maður kafar djúpt í litla hug- skotið og rifjar upp fyrir sér, hvaða flugu maður valdi sér, einhvern tíma, þegar illa gekk að fá laxinn til að taka, skyldi maður þá ekki geta komist að því, hver sú fluga sé, sem maður oftast grípur til, þegar „tísku- flugan“ bregst? Ég held, að einmitt sú fluga, sem þá er gripið til og hnýtt á línu- endann, sé uppáhaldsflugan okkar hvers og eins, það er sú fluga, sem gripið er til, þegar laxinn er orðinn vandlátur og við þurfum virkilega að vanda valið. 10 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.