Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 15

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 15
maðkaflugu, hún er kolsvört: Skottið er hár úr kálfshala, og má það gjarna ná aftur fyrir öngulinn sem nemur hálfri lengd hans. Búkurinn er vafmn vindillaga úr svörtu ullarbandi, og er hann frekar mikill um sig. Skegg er úr svörtu cockhackle, sem vafið er allan hringinn. Haúsinn er lakkaður svartur. Sem sagt kolsvört fluga og svo einföld að allri gerð, að hver einasti veiðimaður ætti að geta hnýtt hana. Reynslan hefur sýnt mér, að í skottið er bezt að nota hár úr kálfshala og miklu árangursríkara en t.d. stíf hár. Þetta er vegna þess, að hár kálfshalans verða svo lifandi í vatninu. Nauðsynlegt er að vefja búkinn mjög þétt, því að annars er hætta á, að hann rakni upp eða renni aftur með önglinum í kastinu. Eg veiði mjög oft á þessa flugu með því að nota svokallað „Portland hitch“, og nota ég þá einkrækju. Vegna þess, hve búkurinn er mikill, er gott að smyrja fluguna með siliconekremi, og nær maður þá mjög góðu og skemmtilegu floti á fluguna. Eitt það skemmtilegasta við það að nota „Portland hitch“ er það, að maður sér svo vel, þegar laxinn tekur. Það er óskaplega spennandi að sjá allt í einu þennan stóra kjaft koma upp á yfirborðið og grípa flug- una. Þá reynir á að vera ekki of fljótur á sér að bregða við laxinum, heldur gefa honum smátækifæri til að snúa sér við. Það hefur löngum þótt brenna við, að veiðimenn séu duglegir við að grobba yfir því, hvað þeir hafi fengið marga og stóra laxa, og ég stenzt ekki mátið. Ég lýk þessum línum með því að segja frá því, að af tveim tuttugu og sjö punda löxum, sem ég hef fengið, var annar tekinn á Pate Diablo einkrækju nr. 8. Ég fékk hann í Brúarpolli í Víðidalsá í júlí 1977 og notaði „Portland hitch“. Sá bar- dagi tók um það bil 40 mínútur. Sporður laxins var svo stór, að konan mín var í vandræðum með að koma “tailernum“ á laxinn, en aðstæður eru þannig í Brúar- polli, að erfitt er að draga laxinn upp á land, og 27 punda lax er erfitt að taka með berum höndum upp á sporðinum. Stuttu áður en ég fékk þennan lax land- aði konan mín 19 punda laxi á sama stað á sömu stöng og á sömu flugu, og satt að segja var hann reglulega myndarlegur þangað til hinn laxinn kom á land. Hinn tuttugu og sjö pundarann veiddi ég 1979 í Garðari í Víðidalsá á Hairy Mary tvíkrækju númer 8. Gaman væri að heyra hvort einhver hnýtir Pate Diablo í sumar og hvort hann hefur heppnina með sér. Góða skemmtun. 27.júní 1981. VEIÐIMAÐURINN 13

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.