Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 16
Kennsla í fluguköstum í Laugardalshöll (íjósm. RH).
Kennsla í fluguköstum
Kennsla í fluguköstum og meðferð veiði-
tækja, sem kennslu- og kastnefnd S.V.F.R.
hefur séð um í nafni félagsins, hefur nú
staðið í um það bil 20 ár. Fyrsti formaður
nefndarinnar var Halldór Erlendsson, sem
af sínum alkunna dugnaði kom þessu starfi
á laggirnar. Fljótlega kom Stangveiðifélag
Hafnarfjarðar inn í starfíð, og um leið og
Kastklúbbur Reykjavíkur var stofnaður
varð hann þriðji aðilinn að samstarfmu.
Flugukastkennslan hefst á hverju hausti
í Laugardalshöllinni í byrjun október
og stendur til aprílloka eða í 7 mánuði.
Kennslunni er skipt niður í 5 hluta, sem
við köllum námskeið, og stendur hvert
þeirra að jafnaði 5 sunnudagsmorgna
frá kl. 10,20 fyrir hádegi til 12,00.
Tvö námskeið eru fyrir áramót, en
þrjú frá áramótum til aprílloka. Þátttaka
hefur yfírleitt verið góð og sérstaklega frá
áramótum, þegar sól fer að hækka á lofti og
vonin um veiði fer að glæðast hjá mönnum.
Það er því full ástæða til að beina því til
væntanlegra þátttakenda í þessum nám-
skeiðum, að þeir noti vel tímann að haust-
inu. Þá er rétt að leggja á það ríka áherslu
við væntanlega þátttakendur að gefa sér
góðan tíma til að læra þessa fögru íþrótt,
sem fluguköstin eru, en ekki að koma að-
eins til að fá nasasjón af því, sem þeir
annars gætu lært og tileinkað sér.
Ástvaldur Jónsson
14
VEIÐIMAÐURINN