Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 19

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 19
Kristján í Crystal snarast inn úr kames- dyrunum. Hann er kominn í veiðifötin, allt nema stígvélin. Laxalyktin frá í gær fylgir honum ennþá og fyllir brátt herbergið. Hann er dularfullur á svip og veiðiglampi í augum. Mér kemur í hug stór hængur, dálítið leginn, þar sem hann stendur þarna ókyrr á miðju gólfínu og glottir út í annað munnvikið. Hann flytur mikil tíðindi: Ofsaleg ganga hafði komið í ána í nótt, nú var ekki til setunnar boðið. Við vitum auðvitað, að Kristján í Crystal er að koma svo að segja beint úr rúminu, í mesta lagi búinn að skreppa út á hlað og gá til veðurs - kannski brugðið sér sem snöggvast fyrir horn í leiðinni - og alls ekki ólíklegt, að hann sé ennþá undir áhrifum stórfenglegra veiðidrauma. En boðskap sinn flytur hann af slíkum sannfæringarkrafti, að allir stökkva þegar í stað fram úr og hraða sér í veiðifötin, sannfærðir um, að nú sé stóra stundin runnin upp. „Hvar átt þú að veiða fyrir hádegi?“, spyr Kristján í Crystal. Eg átti að byrja í Litlukistu og veiða svo áfram niður Vesturána, en enda uppi í Stórukistu. „Þú ert heppinn! “. Og því næst komu ráðleggingarnar eins og á færibandi: „í þessu vatni liggur hann rétt ofan við og dálítið utanvert við steininn, og.......“. Hann var óspar að veita okkur af mikilli reynslu sinni og kunnáttu. Og engan hef ég séð lifa sig inn í laxveiðina og njóta hennar á eftirminnilegri hátt. Veiðigleði hans var smitandi. Einhver bezti veiði- félagi, sem ég hef kynnzt. Við fengum 29 laxa á þessum þrem dögum, þar af var Kristján í Crystal með um helminginn, eða fjórtán laxa. Hann var vel að þeim kominn. Sjálfur fékk ég sex og mátti vel við una. Þótt nafn Kristjáns í Crystal heyrist oft nefnt meðal laxveiðimanna og hann sé fyrir löngu orðinn eins konar þjóðsagna- persóna þeirra á meðal, þá hefur ekkert komizt á blað um einstæðan veiðimanns- feril hans. Eg hringdi því til hans og bað um viðtal í Veiðimanninn. Hann tók því vel, og nú situr hann hér í stofunni hjá mér, að kvöldi 21. maí 1981. Fæddir veiðimenn. Eg er fæddur 3. september 1905 á Fossá á Barðaströnd og uppalinn þar til 16 ára aldurs, en fór þá til Reykjavíkur. Faðir minn, Sigurmundur Guðmunds- son, var bóndi á Fossá, en hann var líka skipstjóri á skútunum. Hann fór að heiman á vorin til að fiska, stundaði sjóinn frá Flatey á Breiðafírði og víðar, en kom svo heim aftur rétt fyrir sláttinn. Hann var ákaflega veiðisæll, mikill veiðimaður á þorsk og lúðu. Ég held, að sumir menn séu fæddir veiðimenn, það er nú alveg gefínn hlutur. Sumir eru undir eins komnir upp á lag með að fiska, það er sama hvort það er þorskur eða lúða, lax eða silungur. Það er mikill fjöldi, sem hefur fiskað samferða mér. Sumir voru ákaflega fljótir að komast inn í þetta, en svo voru aðrir, sem gátu aldrei orðið neinir veiðimenn. Sumir menn veiða alltaf, á sama tíma og hinir fá ekki neitt, þó að þeir séu að kasta sömu flugunni. Það er nú þannig með laxveiðina, að maður lærir þetta mest sjálfur. Enginn kenndi mér. Ég byrjaði seint að veiða fyrir alvöru. Það var ekki fyrr en á stríðsárunum. Þá kunni maður nú lítið í þessu. Maður hafði enga hugmynd um þetta. VEIÐIMAÐURINN 17

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.