Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 21

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 21
sagði Eggert. „Þá er bezt, að þú komir með mér, Kristján minn. Það er fallið sæmilega út, ég skal kenna þér á Höklana. En við skulum bíða og sjá fyrst, hvernig honum Sigurði gengur. Það gæti nú ein- hver hafa verið að koma upp“. Og það var ekkert annað en það, að Sigurður setti þarna í fallegan físk, í kvísl að norðanverðu. Þá lifnaði nú yfír Eggert og hann sagði: „Jæja, látum hann landa, svo komum við niður eftir“. Og hann sýndi mér tökustaðina, sem þarna eru, þegar laxinn er að ganga úr sjónum. Eg þekki þetta síðan. Svo skeði ekkert nema það, að ég fékk fjóra þama í Höklunum. Þessir fískar okkar Sigurðar voru allir stórir, tveir voru 18 punda. Hinir fengu einn fyrir ofan brúna, og mig minnír, að þeir, sem voru ofar, hafi fengið tvo. Þessa laxa höfum við Sigurður sennilega rekið upp eftir til þeirra. Eg man alltaf, hvað ég heyrði svo sagt um þetta seinna: „Það er alveg voðalegt að veiða með þessum manni, hann fer með kunnugum og hirðir allt, sem er að ganga upp í ána“. Þessir hlutir fóru fyrst að lagast, þegar Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað. Þá hurfu smám saman forréttindi fárra manna og fleiri fóru að komast að í ánum á góðum tímum. Og um leið hurfu þessar sérkennilegu skiptingar. Fall er fararheill. Ég hef alltaf haft gaman af að veiða í Elliðaánum og verið heppinn í þeim, oft fengið þar góða veiði. Það var einu sinni, að við vorum þar saman um stöng, ég og vinur minn Halldór Erlendsson. Þetta var á þeim árum, þegar voru bara þrjár stengur í ánni, tvær fyrir neðan, ein fyrir ofan. Ég kom dálítið of seint í ána, var að láta draga úr mér tvo jaxla. Og þegar við byrjuðum, þá voru hinir búnir að veiða í hálftíma. Þar var Egill bílstjóri, sá sem keyrði stóru karlana. Hann var að landa þeim þriðja. Ég fór að veiða á Breiðunni. Og þegar fyrsti fiskurinn var að taka, datt ég og varð stígvélafullur. Þarna var fullt af áhorf- endum, og hláturinn var hræðilegur. Ég fór úr stígvélunum og fór að vinda, en Halldór tók við stönginni. Ég hugsa með mér, að þeir skuli ekki horfa meira á mig hérna. „Við skulum fara upp í Höfuðhyl”, segi ég við Halldór. „Ég ætla að jafna við hann Egil. Þú skalt bara vera við löndun- ina hjá mér“. Við keyrðum svo upp eftir og tókum Einar Tómasson með okkur, en hann var þá staddur þarna, við fískuðum oft saman. í Höfuðhyl fékk ég tólf laxa í beit á fluguna. Þá sagði ég við Halldór: „Nú skal hann Einar fá sér í soðið“. Og Einar tók þann þrettánda. En Egill bætti einum við þessa þrjá, sem hann var búinn að fá. Höfuðhylurinn var góður í þá tíð, þá var hann endastöðin, fiskurinn komst ekki lengra. Það var oft bunkinn af honum þar. Þegar þessi saga gerðist, var Halldór nýbyrjaður að veiða. Við veiddum saman í sjö ár. Halldór var afskaplega góður veiði- maður. Ég hef aldrei fískað með eins skemmtilegum flugumanni. Hann var mikill kunnáttumaður, og það deilir enginn um það, hvað hann kastaði fallega og vel. Það var alltaf gamansamt með okkur. VEIÐIMAÐURINN 19

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.