Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 22
Við fiskuðum í kompaní, og vorum bara
saman í hyljunum. Það gekk ágætlega.
Stórlaxinn í Brúará.
Eg veiddi í sjö ár í Brúará með Parísar-
bræðrunum, þeim Þorbergi og Runólfi.
Þar voru þeir stórir. Það var afskaplega
skemmtileg veiði. Það var hending að fá
lax undir 10 pundum. Þetta var mest allt
frá 12 og upp í 25 pund. Eg fékk marga,
sem voru 25 pund. Það er nú orðið langt
síðan þetta var.
Eg missti einn stóran lax í Brúará, upp
undir þar sem Hagaós kemur niður. En
það var ekki mér að kenna, að ég missti
hann. Hann lagðist, það var ólánið. Mér
fór að leiðast og fór að taka í hann, og þá
slitnaði girnið.
Þetta var á flugu nr. 6/0. Eg sá þennan
lax vel, hann hefur alltaf verið 36-38 pund.
Gífurlegur lax. Ég var með hann á svona í
klukkutíma, var búinn að þreyta hann
svolítið, en svo lagðist hann þarna í kant-
inn, og ég réði ekkert við það.
Eitt sumarið lá rosalega stór fískur á
Hættunni, sem svo var kallað. Hann tók
fluguna hjá mér einu sinni, en fór á fleygi-
ferð á hlið, og ég dró út úr honum. Meira
komst ég ekki í tæri við hann.
Kjartan Þorbergsson setti líka í hann,
en missti hann niður fyrir kantinn, og þar
lagðist hann fastur. Og þegar þeir voru
búnir að bisa við hann víst í klukkutíma,
þá fór Kjartan og sótti bátinn. En laxinn
fór á fleygiferð niður og báturinn á eftir,
og það endaði með því, að laxinn sleit af
hjólinu.
Einu sinni var Þorbergur með lax á
þarna í þrjár klukkustundir. Þetta var á
breiðunni rétt ofan við Hættuna. Hann
lagðist, og það var aldrei hægt að aka
honum nema fetið.
„Ætlarðu að vera með hann í nótt?“,
sagði ég.
A endanum voru tennurnar búnar að
sarga sundur girnið.
Hann sást aldrei, en hann hefur verið
vænn.
Morgunstund í Vatnsdalsá.
Ég fór tvisvar í Vatnsdalsá eftir að Tryggvi
Ofeigsson hætti með hana, í bæði skiptin
á ágætum tíma. Hún getur verið ákaflega
skemmtileg.
Þegar þetta skeði, vorum við Björn
Eggertsson saman. Við vorum með tjald
með okkur og tjölduðum klukkan fjögur
um nóttina.
„Farðu bara að sofa“, sagði ég við Björn
„ég skal passa upp á að mæta klukkan sjö“.
Auðvitað lagði ég mig ekki neitt.
I ánni voru þá líka fransmenn, og leið-
sögumaður með þeim.
Svo er ég mættur við Armótin tíu mín-
útur fyrir sjö. Það er mjög skemmtilegur
hylur. Þá kemur leiðsögumaðurinn með
þá frönsku.
Eg sagði honum, að það væri venjan,
þegar ekki væri nein skipting og frjálst að
veiða hvar sem væri, að þá ætti sá réttinn,
sem á undan kæmi að hylnum. Samþykkti
hann það. Ég sagði honum, að þeir gætu
komið eftir þrjá tíma og tekið við. En ef
þeir ekki kæmu þá, héldi ég bara áfram.
Ég fór svo að veiða. Skömmu síðar kom
Konráð á Haukagili þama til mín á jepp-
anum sínum. Hann spurði mig, hvort
hann mætti ekki fara með jeppann niður á
brotið og þvo hann. Jú, jú, ég gaf leyfi
til þess.
Ég var að fiska á flugu. Og þegar flugan
rann þvert fyrir ofan brotið, tók hann.
„Hvað voðalega liggja þeir nálægt
jeppanum, þetta hef ég aldrei séð á minni
20
VEIÐIMAÐURINN