Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 23
ævi“, sagði þá Konráð. Laxinn tók svona
tvo tða þrjá metra ofan við jeppann.
Og svo hélt ballið áfram, þar til ég var
búinn að taka ellefu, alla á flugu.
Þá sagði ég við Konráð: „Nú skaltu
bara velja þér einn fisk í soðið“.
Ég man alltaf eftir því, hvað hann var
voðalega kurteis, því að þeir voru margir
stórir þarna, allt upp í 20 pund, en hann
tók bara einn svona 10-11 punda. Ogbauð
okkur svo í mat á eftir.
Þessa laxa fékk ég á tæpum fjórum
tímum, ég hætti, þegar frakkamir komu.
Ég hafði mest gaman af því að sjá,
hvernig frakkarnir veiddu. Þeir voru með
flugu og flot. Það þótti mér skrítið, ég
hafði aldrei séð svoleiðis aðfarir. Þetta
kann ég ekkert á og hef aldrei notað.
Flugulaxinn í Heljarþrym.
Stærsta flugufískinn minn fékk ég í
Heljarþrym í Stóru-Laxá.
Ég var þá að veiða með þeim Sigurði
frá Haukagili og Guðmundi frá Miðdal.
Þetta var í september, alveg síðustu veiði-
dagarnir.
Ég var búinn að koma þama oft um
sumarið. Þessi stóri fískur var búinn að
liggja í Heljarþrym, alltaf á sama stað, frá
því snemma um sumarið. Þá var hann
kominn þarna. Hann fór ekki lengra.
Það var samkomulag, að Sigurður
veiddi á maðk, en við Guðmundur á flugu.
Sigurður fór með maðkinn sinn upp í
hálsinn á hylnum, þeir lágu stundum alveg
uppi í hálsinum. En við Guðmundur
byrjuðum að kasta flugunni.
Við sáum, hvar vinurinn var, hvar
hann kafaði.
Svo fékk ég tvo laxa á flugu. Þá var
Guðmundur kominn með spón. Hann
kastaði honum um allan hylinn, en það tók
enginn hjá honum.
Þá setti ég á Green Highlander nr. 4/0,
tvíkrækju, bara svona að gamni mínu. Ég
kastaði henni upp, og hún hefur farið
dálítið djúpt. Og það var ekkert annað en
það, að það er tekin roka beint upp í háls-
inn til Sigurðar. Það voru þessi djöfuls
læti.
Og þá sagði Guðmundur: „Nei, helvíti
ertu heppinn. Nú ertu kominn í þann
stóra“.
Ég var svo að dunda við hann í hálfan
annan tíma, því að ég vildi ekki missa
hann.
Þetta var 27 - 28 punda fískur, geysilega
stór, grútleginn. Hann hafði farið fram á
fluguna, svo að hún stóð niðri í kverkum.
Það var ómögulegt að missa hann, nema
slíta. Ég þurfti hníf til að ná fluginni úr
honum.
Guðmundur hafði farið upp á Iðuna
meðan á þessu stóð. Hann var alltaf með
poka á bakinu. Ég vildi gefa honum í soðið,
þegar hann kom til baka, en hann sagðist
ekki þurfa þess, hann væri með einn
ágætan lax í pokanum. En við fengum
aldrei að sjá þennan eina.
Guðmundur var feiknalegur veiði-
maður, ágætur flugumaður og alveg
spesialisti á spóninn.
Hefur hann ekki skvett?
Ég spurði einu sinni marga veiðimenn:
„Hvernig er það nú, þegar þið eruð að
veiða á flugu, hefur hann ekki stundum
skvett hjá ykkur?“.
Allir viðurkenndu þetta nema einn.
Svo hvíslaði hann að mér seinna: „Bless-
aður, hann hefur oft gert þetta“.
Ég var nefnilega að segja þeim, að þegar
hann skvetti, þá væru þeir að draga
fluguna frá laxinum, þegar hann ætti að
vera dauðadæmdur. Þegar verið er að
VEIÐIMAÐURINN
21