Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 24
draga fluguna, og laxinn er á eftir henni, þá á maður að stoppa, þegar flugan er komin rétt að bakkanum, því að hann tekur oft alveg uppi í landi. Þá gera margir þá vitleysu að draga áfram, þeir draga fluguna frá laxinum. Gott dæmi um þetta er stóri fískurinn, sem ég fékk einu sinni í Myrkhyl í Mið- fjarðará. Ég sá þrjá laxa í hylnum, þeir voru allir svona gífurlega stórir. Ég var með splunkunýja, litla flugu- stöng, og var með svarta túbu á. Ég var að draga fluguna, þegar mér sýndist vera einhver hreyfmg í vatninu. Ég snarstoppaði, það var svona meter í land. Þá tók þessi stóri fískur fluguna og sneri sér við. Hann var alveg rosalega harður í horn að taka. Aldrei reyndi hann að leggjast. Ég var einn þarna, og þegar hann var kominn utan í malarkambinn, ætlaði ég að hækka hann svolítið betur upp. Þá brotnaði toppurinn á stönginni. En ég náði honum. Hann var 25 pund, alveg nýrunninn. Hún er alveg gull. Ég held mjög mikið upp á Víðidalsá. Þar veiddi ég í mörg ár, sérstaklega með honum Jóni í Belgjagerðinni og Gísla Vilhjálmssyni á Akranesi. Þessir menn buðu mér kannski tvisvar á sumri, stund- um oftar. Gísli fiskaði þá bara á maðk, en ég á flugu. Það gekk ákaflega vel. Eitt sinn, þegar við Gísli áttum veiði- daga í ánni, þá var mér sagt, að það væru þrír dagar, en það voru þá fjórir dagar, svo að ég kom degi of seint. Þetta var svo voðalegt, ég var bara að leika mér úti á Blönduósi allan daginn, ekkert að gera. Og Gísli því einn fyrsta daginn, og bíllaus. Ég hef aldrei séð annað eins og glottið á þeim hinum, þegar ég kom í húsið. Þá var einn með sextán, annar með fjórtán, sá þriðji með tólf, og aðrir með þetta átta eða níu. Gísli var með einn. Ég var boðsgestur hans og bílstjóri, átti að vera með honum á stönginni. „Hvaða pláss áttu núna?“, spurði ég Gísla. Hann sagði, að við ættum Harðeyrar- strenginn. „Það er bezt, að ég haldi á stönginni þennan seinnipart“, sagði ég. Þegar ég fór út úr dyrunum, sagði ég við Jón Sigurðsson, sem var hæstur: „Það er alveg klárt mál, að þú mátt bara drífa þig, þótt þú hafir sextán í forgjöf, því að ég ætla að jafna við þig“. Það varð mikill hlátur. Ég keyrði svo beint í Harðeyrarstreng. Og það fór nú þannig þennan eftirmiðdag, að ég tók sextán. En Jón fékk fjóra. Þá sagði Gísli: „Ja, Kiddi minn, aldrei hefði ég trúað, að þú lékir þetta, að taka fjóra 20 pundara og klára þessa sextán á þessum tíma, þetta er alveg kraftaverk“. Svo fór það þannig, að við Jón urðum jafmr. Ég fékK 40 á þessum þrem dögum. Það var geysileg veiði, allt svona stórir og fallegir fískar. Þetta var allt veitt á flugu. Svona var það stundum í Víðidalsá. Hún er alveg gull. Þeir stóru taka illa. Yfirleitt taka stóru laxamir illa, þeir eru ákaflega erfiðir. Ég man eftir því einu sinni í Hítará, að það voru þrír laxar undan húsinu. Mikið hafði ég gaman af að eiga við þá. Sá stærsti var fremstur og tveir rétt 22 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.