Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Qupperneq 25

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Qupperneq 25
aftan við sporðinn á honum. Ég renndi maðki til þeirra. Ég hef aldrei séð annað eins, hvað hann var nú vitur þessi stærsti. Þegar maðkurinn var kominn svona meter frá honum, þá skellti hann sér þvert á hina og fór alltaf með þá niður eftir. Hann lét þá fylgja sér. Þeir tóku aldrei. Ég er sannfærður um, að sá stærsti hefur verið langt yfir 30 pund. Þetta var fyrir mörgum árum. Það er yfírleitt venjan með svona stóra físka, að þeir eru ekki í tökuskapi. Það er þá helzt, að þeir láti blekkjast af flugu eða spæni, en ég held að þeir séu bara hræddir við maðkinn. Seint á sumrin er spónninn sennilega sterkastur á þá, sérstaklega í miklu vatni. Metveiðin í Miðfjarðará. Ég held, að mér fínnist Miðfjarðará skemmtilegasta áin, sem ég hef veitt í, og eru þær þó margar góðar. Það er óum- deilanlegt, að ég hef hvergi fengið eins mikla og skemmtilega veiði og þar. Það var seinni part sumars 1962. Þá héldu veiðimennirnir til á Skeggjastöðum. Stefán Hilmarsson var með mér, við vorum með tvær stengur. Við komum of seint í ána, þeir voru búnir að draga. Þá voru átta stengur í ánni. Við Stefán fengum Vesturána ogkeyrð- um niður að Túnstreng. Menn, sem voru að fara úr ánni og höfðu verið í Túnstreng um morguninn, sögðu, að þar væri enginn fískur. Þarna lenti ég í skemmtilegustu töku, sem ég hef nokkurn tíma komizt í, held ég. Ég setti í 21 í Túnstrengnum og landaði 19. Ég fékk þá alla á flugu, það voru fjórar flugur, sem ég notaði. Það kom þarna rútubíll með ferðafólk frá Akureyri, fímmtíu manns, þar á meðal eitthvað af veiðimönnum, og bílstjórinn Kristjáfl VÍð Elliðaámar (ljósm. ólafur F. Magnússon). bað um leyfí, hvort fólkið mætti horfa á. Ég sagði bara, að mín væri ánægjan að hafa sem flesta áhorfendur, þeir trufluðu mig ekki neitt, þeir mættu bara raða sér upp og vera til kvölds, ef þeir vildu. Siggeir á Skeggjastöðum kom niður að á og tók laxinn, þegar ég var búinn að landa, setti hann í plast og bar upp í bílinn minn. Svo kom fólk af fleiri bæjum þarna, svo að það var mikill mannskapur í kring- um mig. Svo fór ég niður á Hlíðarfossbreiðu, setti þar í sjö og landaði þeim öllum. Þeir voru líka allir á flugu. Ég fékk því 26 físka á flugu þennan fyrsta eftirmiðdag. Flugurnar voru Blue Charm, Black Doctor, Black Fairy og fleiri. Hann tók þær nokkuð jafnt. Ég þreytti laxinn aldrei á því að vera alltaf með sömu fluguna, heldur skipti um, því að takan varð miklu skarpari, þegar ég kom með nýja flugu. Það voru vænir laxar þarna innan um, ekki þó neitt sérstaklega. Það þarf enginn að segja mér, að þessir fiskar hafí komið þarna í matartímanum, þeir hafa verið þarna um morguninn líka. I þessari þriggja daga veiðiferð fékk ég 63 laxa, þar af voru 44 á flugu. Þetta er mesta veiði, sem ég hef fengið í einni ferð, VEIÐIMAÐURINN 23

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.