Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 26

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 26
og algert met hjá mér að fá 26 á flugu á hálfum degi. Mig minnir, að Stefán hafi fengið sautján. Það var nú gott hjá honum, því að hann var frekar óvanur. Þær geta verið skrítnar. Það var eitt sinn, að ég var leiðsögumaður með amerískum veiðimanni í Laxá í Leirársveit. Hann hét Weldt og var talinn einn bezti veiðimaður Bandaríkjanna. Hann er nú dáinn, blessaður. Hann var ægilega góður veiðimaður, og mikið var gaman að físka með honum. Við vorum við Gránesfljótið.Konan hans var með stöng líka. Og þá skeður það, að hann segir mér, að konan sín sé svo slæm í bakinu, hvort ég vilji ekki físka á stöngina hennar í þessa tvo tíma, sem eftir voru. Konan ætlaði að taka kvikmynd af okkur á meðan við veiddum báðir. Svo fóru leikar, að ég setti í þrjá, alla stóra, og landaði þeim, en hann fékk engan. En þá brá svo við, að frúin var allt í einu orðin góð í bakinu, það var ekki nokkur hlutur að henni, og hún hló þessi lifandis ósköp. Hún sagðist aldrei á sinni ævi hafa skemmt sér svona vel, að sjá karlinn sinn láta í minni pokann, því að það væri alveg óvenjulegt. Svona geta þær nú verið skrítnar, maður. En ástæðan fyrir þessari velgengni minni var auðvitað sú, að ég þekkti veiði- staðinn svo vel og vissi nákvæmlega um tökustaðina. Það er gæfumunurinn. Eg fékk oft góða veiði í Laxá í Leirár- sveit. Hún er alveg gullá að koma í. Eg hafði hana sjálfur í þrjú ár. Húkk. Við Halldór Erlendsson fórum einu sinni saman í Blöndu. Við fengum sinn fískinn hvor. Eg man ekki, hvað hann fékk marga, sá sem var með þriðju stöngina, við þekkt- um hann ekki neitt, en hann „tók“ vel hjá honum. Það var allt í loftköstum niður alla breiðuna. Eg hef aldrei séð annað eins. Við Halldór ákváðum að koma aldrei þarna meira. Okkur langaði ekki í þessa veiði. Þetta var bara hreinn viðbjóður. Við hættum um miðjan dag. Ef lítið vatn er í Blöndu, getur maður veitt þarna heiðarlega á maðk. En eins og þetta hefur verið, fiska þeir bezt, þegar áin er kolsvört, svo að fískurinn sér hvorki maðk né flugu. Þá er það spónn og alls- konar dót. Það hefur stundum verið þannig, að laxinn kemst ekki upp í Svartá, hann er allur tekinn niðri í Blöndu. Svo hefur nú stiginn í Blöndu stundum verið í ólagi. En nú er víst komið meira eftirlit með þessu. Fyrstu árin héldu menn, að ég húkkaði og fískaði ekki heiðarlega. En ég hef aldrei húkkað físk viljandi, alltaf farið hundrað prósent eftir settum reglum og verið góður við mína veiðifélaga. Eg held, að það finnist ekki heiðarlegri veiðimaður hér á landi. Eg var með Svartá í þrjú ár. Það var góð veiði í henni öll mín ár. Svartá er mjög skemmtileg, ákaflega góð fluguá. Happadagur í Hallá. Það var hér um árið, að mér var boðið að kaupa stöng í nokkra daga í Laxá í Aðaldal. Sá, sem bauð, kvaðst hafa tvær stengur, sem hefðu losnað vegna forfalla, og bauð mér aðra. „Því ekki það, alveg sjálfsagt“, sagði ég 24 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.