Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 27

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 27
„er þetta alveg pottþétt, að þú hafir þetta?“ „Alveg pottþétt“, sagði hann. Við fórum á tveim bílum, þar sem við vorum með sína stöngina hvor. Það var heppni, því að þegar ég kem í veiðihúsið, segja þeir mér, að það sé búið að selja öðrum manni þessa stöng, sem ég átti að fá. Sá, sem bauð mér, hafi' bara haft umráð yfir einni stöng, ekki tveimur. Og ekki vildu þeir samþykkja, að við yrðum saman um stöng. Svo að ég varð að keyra til baka. Eg var á Blönduósi um nóttina. Næsta morgun fór ég snemma á fætur og fór fram í Hallá, en ég hafði hana þá á leigu, var með hana í nokkur ár. Ég fór fram á dal. Á hádegi var ég búinn að landa sextán. Og svo stórir voru þeir, að ég þurfti að fara þrjár ferðir að sækja þá. Þetta voru grálúsugir fiskar, höfðu verið að koma um nóttina. Svona endaði nú þessi ferð, sem virtist ætla að verða sorgarferð. Þetta má nú kalla heppni. Ég ætla að verða númer eitt. Norðurá er afskaplega skemmtileg og góð á.Ég fékk þar einu sinni 39 laxa, en annars hef ég aldrei fiskað neitt mikið í henni. Það var einu sinni, að ég fór þangað með vini mínum, við vorum báðir með stöng. Við komum heldur seint, og þessir höfðingjar, sem voru þarna, höfðu út- hlutað okkur bara einhverju. Þegar við gengum út úr húsinu til að veiða, gat ég ekki stillt mig um að segja við vin minn, svo að hinir heyrðu: „Við skulum bara vera saman, og það er bezt, að þú verðir númer tvö, ég ætla að verða númer eitt“. Og þannig fóru leikar. Glampandi srnáflugur. I annað skiptið af tveim, sem ég veiddi í Laxá í Aðaldal, var Reinhard heitinn Lárusson með mér á stöng. Við vorum þarna í tvo daga. Þegar við komum í ána, höfðu hinir verið þar í fjóra daga. „Hvað tekur hann ?“, spurði ég einn þeirra. „Blessaður, Kristján minn, litlu flug- urnar,svona nr. 6 og 8, hann er þyrstur í þær“, svaraði hann. Reinhard var með kíki með sér. „Keyrðu“, sagði hann „við skulum líta í kíkinn og sjá, hvernig gengur með litlu flugurnar“. „Ætlarðu að fara að eyða tíma í það, þegar mig langar að fara að fiska?“, spurði ég. „Það gerir ekkert til, bara einn eða tvo tíma“, sagði Reinhard. Og það var ekki að sökum að spyrja. Þetta voru þá glampandi, þriggja tommu spænir. Það voru litlu flugumar þeirra, nr.6 og 8. Ég var ekki með einn einasta spón. En ég var með stóru flugurnar mínar, nr. 6/0 og svoleiðis. Svo gekk þetta nú svona dásamlega. Við fengum sextán laxa á eina stöng á tveimur dögum, alla á flugu. Meðalþunginn var 16 1/2 pund, komið til Reykjavíkur. Sá minnsti var 9 pund, sá stærsti 24 pund, hitt allt saman frá 14 upp í 18 pund. VEIÐIMAÐURINN 25

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.