Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 30
hola, hylur, iða, kvörn, leira, lón, lygna,
ólga, pollur, renna, straumur, strengur,
stokkur og svelgur. Ain fellur á leið sinni
til sjávar að meðaltali tæplega 6 metra á
hvern kílómetra, eða 60 sm á hverja 100
metra eftir ánni. Sumir fossanna í ánni
voru laxinum hindrun, en aðrir töfðu hann
á göngu upp ána. Skammt ofan ósasvæðis-
ins er Skuggafoss, sem var laxi erfiður
þröskuldur, þegar vatnsmagn í ánni og
önnur skilyrði voru honum óhagstæð.
Fyrst mun hafa verið reynt að bæta úr
þessum ágalla árið 1911, með því að
sprengja í fossinum. Það er þó loks árið
1964, að tekinn er í notkun fullkominn
fískvegur í Skuggafossi. Aður fyrr komst
laxinn lengst upp ána að Sveðjufossi, sem
er í 21 km fjarlægð frá sjávarósi. í fossinn
var gerður fískvegur árið 1967, sem opnaði
laxi leið í efri hluta árinnar. Arið 1969 var
reist á vegum Vatnsmiðlunarfélags Langár
og Gljúfurár stífla í útrennsli Langavatns,
til að safna vatni og þannig bæta og jafna
sumarvatn árinnar og Gljúfurár. Tilkoma
þessa mannvirkis hefur dregið nær alveg úr
ísruðningi í ánni á vetrum, sem áður var
árviss og olli tjóni á fískstofni árinnar.
Stóraukið landnám laxins.
Auk fyrmefndra framkvæmda hefur verið
keppt að því, eftir að Sveðjufoss var greið-
fær laxinum, að gera nokkra aðra fossa ofan
Sveðju fískgenga með lagfæringu, og stefnt
að því að koma göngufiski allt inn að
Langavatni. Er um sex fossa að ræða á
þessu svæði. Komist laxinn inn að stíflu
við Langavatn, stækkar veiðisvæði árinnar
um 15 km. Það jafngildir tvöföldun á
stangveiðisvæði hennar fyrir daga físk-
vegar í Sveðjufossi. Þá hafa verið gerðar
ýmsar breytingar á árfarvegi Langár og
rennsli hennar, til að létta fiski göngu um
ána og búa honum í öðrum tilvikum hvíld-
arstaði (veiðistaðir) og festa í sessi eldri
veiðistaði. Þá hefur verið sleppt miklum
fjölda seiða í árkerfið, smáseiða og stærri
laxaseiða, og þau sett í fískgenga hluta
árinnar og ófiskgenga svæðið, inn á afrétt.
Ennfremur hafa verið útbúnar tvær sleppi-
tjarnir fyrir gönguseiði, til að tryggja betri
árangur í endurheimtu á laxi úr sjó. Er
hagnýtt í þessu skyni hvíldarhólf í fisk-
veginum í Sveðju, og hinsvegar var steypt
sérstök sleppitjörn neðar í ánni.
Veiðiréttindi í eigu erlends aðila.
Fyrir daga þessarar umsvifamiklu físk-
ræktar, sem hófst í smáum stíl fyrst um
1960, höfðu veiðiréttindi jarða við Langá
verið um áratuga skeið í eigu erlends aðila,
og veiði með stöng verið stunduð í ánni frá
því fyrir aldamótin síðustu, eins og í borg-
fírsku laxveiðiánum, Grímsá, Norðurá og
Þverá. Samfelldar skýrslur eru til um
stangveiði í Langá allt þetta tímabil, og
mun það vera einsdæmi, að slík gögn séu
fyrir hendi. Um 120 ár eru liðin frá því að
fyrstu ensku veiðimennirnir hófu stang-
veiði í ánum í Borgarfirði. Byrjaði það í
Grímsá og fylgdu í kjölfarið aðrar stóru
laxveiðiárnar í héraðinu. Til eru ýmsar
minjar frá fyrri tíð um dvöl breskra veiði-
manna í Borgarfirði, svo sem veiðimanna-
hús, ýmsir munir og fleira.
Áður en stangveiði hófst í Langá hafði
verið veitt þar með netum, eins og í öðrum
ám hér á landi. Um aldamótin kaupir
skoskur maður, að nafni Campbell, ung-
ann úr veiðiréttindum í Langá ásamt íbúð-
arhúsi jarðarinnar Langárfoss, sem var
notað sem veiðimannahús og er enn í slíkri
notkun. Síðar voru kvíarnar færðar út í
þessu skyni, og komust öll lax- og silungs-
veiðihlunnindi í Langá frá sjávarósi að
ármótum Langár og Gljúfurár í hendur
erlends aðila. Reyndar varð breyting með
28
VEIÐIMAÐURINN