Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 32
Ljóst er, að veiðifyrirkomulagið hefur
haft í för með sér, að nokkur veiðimanna-
hús eru við ána og eigendur hafa sjálfír gert
vegi meðfram ánni til að auðvelda veiði-
mönnum för að veiðistöðum.
Laxveiðin.
Eins og fyrr greinir liggur fyrir vitneskja
um stangveiði í Langá allt frá sl. alda-
mótum. Á tímabilinu 1900-1947 var árleg
veiði að meðaltali 331 lax. Meðalveiði
áranna 1961-1969 var 564 laxar, og sama
tala fyrir síðastliðin 10 ár (1970-1979) er
tæplega 2.000 laxar, sem er tæp sexföldun
á meðalveiði tímabilsins 1900-1947 og
rúmlega þreföldun miðað við tímabilið
1961-1969. Yfir landið í heild jókst hins-
vegar veiðin um 79% síðastliðin 10 ár
miðað við árin 1961-1969. Þá er ógetið um
laxveiðina í Urriðaá, en þar veiddust 1979
202 laxar.
Forustumenn veiðimála.
Jóhannes Guðmundsson, bóndi, Ána-
brekku, er formaður veiðifélagsins og
hefur verið það frá upphafí. Hann var
einnig formaður fískræktarfélagsins allan
tímann, sem það starfaði. Er Jóhannes því
búinn að gegna formennsku í þessum sam-
tökum í rúmlega 20 ár. Aðrir í stjórn
félagsins eru Helgi Guðjónsson, Leirulæk,
og Magnús Guðjónsson, Krossnesi.
Formaður vatnsmiðlunarfélagsins er Jónas
Tómasson, bóndi, Sólheimatungu, er tók
við af Magnúsi Thorlacíus, hrl., er hann
lést. Jóhannes á Ánabrekku hefur átt sæti
í stjórn vatnsmiðlunarfélagsins frá upp-
hafí.
Af eðlilegum ástæðum hafa veiðimála-
stjóri og aðrir starfsmenn Veiðimálastofn-
unar haft töluverð afskipti af málefnum
Langársvæðisins allt frá því að stofnunin
tók til starfa árið 1946 og til þessa dags.
Hafa þessir aðilar reynt að stuðla að og
tryggja framgang veiði og ræktunar á
grundvelli laga um lax- og silungsveiði.
Heimildir: Veiðimálastofnun.
Orkustofnun: Vatnamælingar.
Stundaglas
stangaveiðimannsins
Unaðsstundum óðum fcekkar,
okkar sumri hallar skjótt.
Stundaglasið látlaust lcekkar,
leitt hve tíminn rennur fljótt.
Ólafur G. Karlsson
30
VEIÐIMAÐURINN