Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 33

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 33
Jón Eiríksson Akranesi Draumur vísar á veiðistað Þeir atburðir, sem nú verður sagt frá, munu hafa átt sér stað síðsumars 1935. Ég átti þá heima hjá foreldrum mínum að Hesti í B'orgarfirði. Hin gjöfula veiðiá, Grímsá, rennur skammt frá bænum, á mörkum landar- eignarinnar á allstóru svæði. í mínum huga er Grímsá og var ævintýri, fullt af leyndardómum, leyndarmálum og gátum, sem veiðimaðurinn þarf að ráða, ef hann á að geta veitt. Og stundum verður heil- brigð skynsemi að víkja fyrir sjötta skiln- ingarviti veiðimannsins. I meginatriðum breytist Grímsá ekki frá ári til árs. Veiðistaðirnir eru yfirleitt þeir sömu. Þó eru til hyljir, sem eiga það til að fyllast af sandi, svo sem Hólmavaðs- kvörn og Móbergshylur. Aðrir breytast lítilsháttar. En þegar þetta gerðist, voru Móbergshylur og Hólmavaðskvörn báðir mjög góðir. Til að taka af allan vafa skal tekið fram, að Hólmavaðskvörn tilheyrir ekki Hestlandi. Svo sem venja var, hafði Grímsá verið leigð þetta sumar, en nú var leigutíminn að renna út, og það var búið að ákveða, að Jón Eiríksson með morgunveiði úr Grimsá, löngu eftir að sá atburður gerðist, sem greinin fjallar um. ég og Björn sál. bróðir minn skyldum hefja veiðina að heiman. Vindur mun hafa verið austlægur, í dögun svo til logn, en vindinn herti eftir því sem á daginn leið. Aður en við fórum að sofa kvöldið áður ákváðum við að hefja veiðamar daginn eftir í Lamba- klettsfljóti eða Hólmavaðskvörn, en veiða síðan á efra svæðinu eftir hádegi. Þessa nótt dreymdi mig, að ég væri að veiða, og það var lax á hjá mér. Mér fannst ég vaða hægt aftur á bak í átt að landi, en VEIÐIMAÐURINN 31

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.