Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 34
gáði þó jafnan afturfyrir mig til að gæta að
því, hvort ég væri á réttri leið. Þá sá ég, að í
steinkeri eða lóni uppi á bakkanum voru
þrír laxar, og fannst mér, að ég væri búinn
að veiða þá áður. Ég þekkti staðinn. Þarna
hafði aldrei veiðst lax síðan fjölskylda mín
kom að Hesti. Lengri var þessi draumur
ekki.
Daginn eftir vöknuðum við í dögun eins
og til stóð og bjuggum okkur til veiðanna.
Ég sagði Birni nú drauminn, og við ákváð-
um að fara eftir honum. Þessi staður er ofar
öllum veiðistöðum fyrir Hestlandi, í svo-
kölluðu Norðlingafljóti, neðarlega í því,
skammt fyrir ofan brotið, þar sem fljótið
endar, rétt fyrir ofan stóran stein í ánni.
Þegar við komum á staðinn, sáum við
fljótt, að þarna var lax. Ekki man ég hve
marga laxa Björn veiddi, en ég veiddi strax
þrjá, og eftir nokkra bið kom sá fjórði á.
Þegar ég var að vaða með hann í land, átti
sér stað fullkomin endurtekning á því, sem
mig dreymdi nóttina áður, og ég verð að
viðurkenna, að ég varð furðu lostinn, þegar
ég gerði mér grein fyrir því, enda hefur
slíkt ekki hent mig, hvorki fyrr né síðar.
Við kölluðum þennan stað Hellufljót.
Hann reyndist nokkuð góður í nokkur ár,
en smátt og smátt fylltist botninn af gróðri
og lax hætti að vera þar. Seinna mun þó
hafa veiðst á svipuðum slóðum.
Eins og ég sagði, hafði aldrei veiðst lax
þarna síðan fjölskylda mín kom að Hesti
1917. Við höfðum heyrt sögusagnir af því,
að áður hafí verið stundaður þarna ádrátt-
ur. Ég held þó, að við höfum almennt
véfengt þær sögur, en kannski langað til
að trúa þeim. Ég vissi líka dæmi þess, að
ísstíflur mynduðust efst í fljótinu í Norð-
lingavaði, og þegar flóðið braust fram og
rak með sér stífluna, rifnuðu torfumar í
botninum og við það urðu til ker, kvamir
og rennur, kjörstaðir fyrir lax.
Veturinn 1934-35 var ég að heiman í
skóla og vissi því ekkert um það, sem
þarna kann þá að hafa gerst. Kannski hef
ég haft af því einhvem pata, að þarna hafí
átt sér stað breytingar á botninum um
veturinn. Ég vil geta þess, að þennan stað
þekkti ég mætavel frá æskudögum mínum,
því að þarna var áður mitt eftirlætis skauta-
svell. Hafi ég í undirmeðvitund haft grun
um, að þama hafí átt sér stað breytingar á
botninum, þá þekkti ég landslag og að-
stæður það vel, að segja má, að ég hafí
vitað, hvemig ég myndi standa að veiðum
þarna. Má vera, að ekkert sé óeðlilegt við
það, að draumurinn og veruleikinn féllu á
sama hátt inn í umhverfið.
Aftur á móti hef ég velt þeirri spurningu
fyrir mér: Hvers vegna var tala laxanna sú
sama í draumnum og veruleikanum? Var
það tilviljun?
F or sí ðumy ndin
SVFR hefur haft Leirvogsáá leigu mörg undanfaritt
ár. Hún ásína tryggu aðdáendur meðalstangaveiði-
manna, sem fara þangað til veiða á hverju sumri.
Þótt veiðin geti verið misjöfn í Leirvogsá, einkum í
þurrkatíð, eins og reyndar má segja um ýmsar
aðrar ár, þá koma dagar og tímabil, semgefa ágceta
veiði. Við Leirvogsá er víða friðsælt ogfagurt um að
litast, eins og þeir vita, sem þar hafa veitt. Þeir
munu þó fleiri, sem ekki hafa kynnzt þessu af eigin
raun, þótt áin sé við bcejardyr Reykvtkinga. Myndin
er tekin ofan af brekkubrúninni, sem gncefir yfir
Hornhyl og Birgishyl. A miðri mynd sér t veiði-
húsið, og gegnt þvt er Helguhylur, en Grafareyrar
ofar. I baksýn tróna Skálafell og Móskarðshnúkar.
Ljósm. RH.
32
VEIÐIMAÐURINN