Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 35

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Side 35
Pálmi Sigurðsson Veiðisaga Það var dag einn í júlí fyrir nokkrum árum, að ég átti hálfan dag í Soginu. Eg hafði hugsað mér gott til glóðarinnar, því að ég hafði árið áður fengið þar þrjá laxa, 10, 12 og 15 punda. Veður var gott, hálfskýjað og gola. Það var enginn kominn á hina stöngina, svo að ég fór að aetja saman, fékk mér í pípu og naut góða veðursins þar til veiðitíminn byrjaði. Þegar ég var byrjaður að renna, kom maður með dreng um fermingu með sér, og byrja þeir að veiða skammt fyrir ofan mig. Við vorum báðir með spón og vorum búnir að vera þarna góða stund, þegar ég fékk gróður á spóninn hjá mér og fór í land til að gera klárt. Ég fékk mér í pípu og fór að virða hinn veiðimanninn fyrir mér. Ég sá, að hann hafði fest í botni og gekk illa að losa. Svo gerðist hann ákafari og sleit. Þegar hann kom í land, gekk ég til hans, heilsaði og spurði, hvort hann hefði orðið var. Tjáði hann mér, að svo væri ekki, en hann yrði að hætta, því að hann hefði misst eina spóninn, sem hann var með. Mér þótti það furðulegt, að maður færi til laxveiða með eina stöng, eitt hjól, eina línu og síðast en ekki síst einn spón, að ég tali nú ekki um maðklaus. Ég fór að undr- ast yfir þessu. Þá sagði hann, að hann Pálmi Sigurðsson stundaði ekki stangveiði og kynni ekkert þar til. Honum hefði verið boðið að vera þarna þennan eftirmiðdag og fengið stöng drengsins, sem var með honum, lánaða. Honum var sagt að kaupa Tobyspón, og hafði hann keypt einn. Ég bauðst til að gefa honum spón, svo að hann þyrfti ekki að hætta. Hann varð mjög þakklátur, og við byrjuðum að veiða aftur, en engin var veiðin. Til að gera langa sögu stutta, þá missti hann tvo spæni í viðbót, og ég sagði, að hann gæti fengið spón hjá mér, því að mér fannst útilokað, að maðurinn hætti veiði. Svo leið á kvöldið. Ég hafði reynt maðk, en ekkert fengið. Þá varð óklárt hjá mér, svo að ég varð að fara í land og greiða flækjuna. VEIÐIMAÐURINN 33

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.