Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 36

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Blaðsíða 36
Það tók dálítinn tíma, en þá tók ég eftir því, að maðurinn óð í land og rölti á stað- inn, sem ég hafði verið á. En ég hafði ætlað mér að halda þar áfram. Byrjaði hann að kasta, en ekki man ég, hvort hann hafði kastað tvisvar eða þrisvar, þegar ég sá, að það var lax á hjá honum. Hann byrjaði strax að draga laxinn í land, en fiskur var ekki á sama máli. Ég hrópaði til hans, að hann yrði að þreyta laxinn. Hann gerði eins og ég sagði honum. Að því búnu hélt ég áfram að greiða flækjuna hjá mér. Þá sá ég, hvar drengur- inn kom hlaupandi með háf, þegar laxinn var farinn að nálgast landið. Oð hann út og gerði sig líklegan til að háfa laxinn. Háfur- inn var stór silungsháfur, en laxinn 12 pund (eins og síðar kom í ljós). Ég fór því niður að ánni og bauðst til að hjálpa við að landa fískinum. Síðan lagðist laxinn, og ég tók hann upp og færði í land og rotaði. Dáðumst við að fiskinum og spjölluðum saman litla stund. Því næst tók hann laxinn og fór þangað, sem þeir höfðu verið áður. Ég fylgdist ekki með þeim félögum um stund, en ég verð að viðurkenna, að ég var hálf fúll, því að ég taldi, að þessi fiskur hefði verið að ganga þarna á staðinn og að ég hefði getað fengið hann. Þegar ég stóð upp og ætlaði að byrja veiði, tók ég eftir því, að þeir félagar gengu upp frá ánni og upp í bíl, og sá ég þá ekki meir. Mér féllust hendur, í þess orðs fyllstu merkingu, og settist á þúfu og tottaði píp- Una í gríð og erg. Ég hef litið út í fjarlægð eins og gúanóverksmiðja í fullri vinnslu, og var skapið eftir því. Engan fékk ég laxinn, en það sá ég, þegar ég hætti, að ég var með síðasta Toby- spóninn á línunni hjá mér, því að ég hafði misst einn sjálfur. Mér datt í hug sagan um Halldór Laxness, þegar hann var að víkja fyrir bíl á þröngum vegi og missti sinn bíl út af. Þá spurði hann hinn bílstjórann: ”Get ég gert nokkuð meira fyrir yður?“ Kastmót SVFR 1981 Kastmót SVFR var haldið á túninu milli Suðurlandsbrautar og Miklubrautar laugardaginn 30. maí og hófst það kl.9 fyrir hádegi. Veður var mjög gott, norð- vestan gola, hiti ca. 8 stig. Keppt var í 5 greinum. Fluga einhendis. m. 1. Ástvaldur Jónsson........... 52,15 2. Bjarni Karlsson ............ 47,07 3. Björgvin Jónsson............ 42,15 Fluga tvíhendis. 1. Ástvaldur Jónsson........... 62,30 2. Bjarni Karlsson ............ 54,80 3. Björgvin Jónsson............ 51,28 Lengdarköst með spinnhjóli lóð 7,5 gr. 1. Ástvaldur Jónsson........... 75,07 2. Gísli J. Helgason........... 61,42 3. Bjarni Karlsson ............ 59,57 Lengdarköst með spinnhjóli lóð 18 gr. 1. Ástvaldur Jónsson.......... 105,43 2. Gísli J. Helgason........... 94,35 3. Björgvin Jónsson............ 90,53 Lengdarköst með rúlluhjóli lóð 18 gr. 1. Ástvaldur Jónsson........... 98,34 2. Bjarni Karlsson ............ 79,02 3. Björgvin Jónsson............ 76,93 34 VEIÐIMAÐURINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.