Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 37

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 37
Veiðipósturinn Þáttur með þessu heiti mun framvegis verða í blaðinu, eftir því sem efni standa til. Þar verða birt bréf fré lesendum um hvaðeina, sem viðkemur stangaveiði. Einnig eru lesendur hvattir til að láta frá sér heyra, ef þeir hafa einhverjar athuga- semdir eða tillögur varðandi blaðið. Þá er lesendum gefinn kostur á að senda blaðinu fyrirspurnir, sem reynt verður eftir föngum að svara, og leitað til fróðustu manna, eftir því sem ástæða er til. Bréfritarar skulu geta nafns og heimilis- fangs, sem haldið verður leyndu, sé þess óskað. Margir veiðimenn hafa það fyrir venju að blóðga laxinn á veiðistað, t.d. með því að skera í tálknin, því að annars sezt blóð í holdið og veldur þar dökkum blettum, einsog sjá má t.d., þegar laxinn er reyktur. Veiðimenn ættu að fara meðlaxinn afsíðis áður en hann er blóðgaður. Það er hvimleitt fyrir þá, sem á eftir koma, að sjá blóðpolla á árbakkanum. Silungur skemmist fljótt, ef hann er ekki meðhöndlaður á re'ttan hátt. Það er ekki nóg að blóðga silung, það þarf að slœgja hann sem fyrst. Og hér er fyrirspurn, sem blaðinu hefur borizt frá Rafni Hafnfjörð: Er heimilt að fleygja slógi úr silungi í ár eða vötn? Er það æskilegt? Eða er það hættulegt, t.d. með tilliti til hringorms? Blaðið leitaði upplýsinga um þetta hjá Þór Guðjónssyni veiðimálastjóra. Hann sagði, að slóg cetti að grafa eða brenna, en alls ekkifleygja því í ár eða vötn. Bœði er sóðaskapur að því, en hitt ekki þýðingarminna, að með því er stuðlað að hringrás sníkjudýra, sem fyrirfinnast í vatnafiski. Er hér einkum um að ræða hring- orm (sem hreiðrar um sig í holdi fisksins), bandorm (í maganttm) og svonefndan máva- maðk (utan á innyflunum). Ef mávur kemst í slógið, geta egg þessara sníkjudýra borizt í vatnið með driti fuglsins. Eggin verða að lirfum í vatninu, krabbadýr eta lirfurnar, en silungur og aðrir vatna- fiskar eta stðan krabbadýrin og fá þannig sntkjudýrin í sig. Þar stöðvast hringrásin, nema mávurinn etifiskinn eða slóg úr honum, eða eti krabbadýrin án milligöngu fisks. Við eigum að sjálfsögðu aðgera það, sem í okkar valdi stendur, til að rjúfa þessa hringrás. M.Ó. VEIÐIMAÐURINN 35

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.