Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Qupperneq 38
Arni Isaksson
Fiskrækt og fiskeldi
Inngangur
Ahugi manna á fískrækt og fískeldi hefur
aukist mjög mikið á undanförnum árum.
Ljóst er, að möguleikar til ræktunar með
ýmsum stærðum eldisseiða eru verulegir,
og nauðsynlegt er, að bændur og aðrir,sem
að ræktun standa, geri sér nokkra grein
fyrir hvaða aðferðir eru vænlegastar til
árangurs á því vatnasvæði, sem þeir eiga
aðild að, og viti hvar upplýsingar er að fá í
sambandi við fiskræktarmálin.
I eftirfarandi greinargerð er reynt að
upplýsa um helstu þætti fískræktar og fisk-
eldis og vísað á sérfræðinga Veiðimála-
stofnunar í viðkomandi málaflokki. Allar
upplýsingar, sem hér eru gefnar, eru
aðeins grundvöllur, sem hægt er að byggja
á, og skal mönnum bent á að hafa samband
við sérfræðinga, ef óskað er frekari upp-
lýsinga.
Skilgreining á hugtökum er snerta
fískrækt og fískeldi
Fiskrækt: Hverskonar aðgerðir, sem
ætla má að skapi eða auki af-
rakstur veiðivatns (fiskvega-
gerð, seiðaslepping, veiði
o.fl.).
Fiskeldi: Seiðaeldi laxfiska, bleikju-
eldi, sjóeldi laxfiska, hafbeit
laxfiskæ, fiskhald í stöðuvötn-
um.
Arni
Isaksson
LAXARÆKT
1. Slepping gönguseiða
Rétt er að leggja áherslu á að sleppa
gönguseiðum eingöngu í ár, þegar
ljóst er, að ræktun með ódýrari
seiðum kemur ekki til greina. Af-
koma smáseiða, sem sleppt er á ólax-
genga hluta laxveiðiánna, getur verið
mjög góð, og slík framkvæmd er afar
hagkvæm, þar sem í sumum tilfell-
um má notast við sleppiseiði, sem
eru rúmlega startfóðruð. Göngu-
seiði henta mun betur í ár, þar sem
uppeldisskilyrði eru fullnýtt og
seiðin eiga að ganga rakleitt til sjáv-
ar, svo að ekki verði um samkeppni
að ræða við villtan fisk. Einnig er
ljóst, að afrakstur gönguseiðaslepp-
ingar verður mun meiri í á, þar sem
36
VEIÐIMAÐURINN