Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 39

Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Síða 39
veitt er hátt hlutfall af heildargöngu laxa og íjöldi veiddra laxa er ekki mjög mikill. Gönguseiðum skal eingöngu sleppa eftir aðlögun í sleppitjörn. Hérna getur verið um að ræða tjörn á landi, flotbúr í á eða flotkví á lóni. Seiðin eru sett í viðkomandi að- lögunaraðstöðu í maí á Suðurlandi, en í júní á Norðurlandi. Þau eru síðan fóðruð í mánaðartíma fyrir sleppingu. Gönguseiði hafa heimst allt upp í 8% í stangveiðiá (Elliðaár, 1976), en yfirleytt hefur verið erfitt að gera sér grein fyrir árangri, þar sem seiðin hafa verið ómerkt. Laxarækt í laxlausri á byggir ein- göngu á gönguseiðum, og mun verða rætt um það síðar í tengslum við hafbeit, en svo nefnist búskapur, sem byggir á sleppingum alinna gönguseiða í sjó og heimtum þeirra sem fullvaxinna laxa. 2. Slepping smáseiða Smáseiði má flokka niður í kvið- pokaseiði, startfóðruð seiði og sumarseiði. Séu uppeldisskilyrði góð, er hugsanlegt að nota allar seiðastærðir, en þó má gera ráð fyrir, að árangur sé öruggari, ef seiðin eru orðin nokkuð stálpuð. Smáseiðum skal aðeins sleppa í ólaxgengan hluta ár, í fisklaus stöðu- vötn eða annarsstaðar, þar sem lífs- skilyrði eru góð fyrir seiði. Seið- unum skal dreifa vel á grýttari hluta ánna í talsverðan straum. 3. Bygging fískvegar Forsenda þess, að fiskvegur sé byggður yfir hindrun í laxveiðiá, er sú, að uppeldisskilyrði séu góð þar fyrir ofan. Best er að ganga úr skugga um þetta með smáseiðasleppingu í ófiskgenga hlutann áður en ráðist er í framkvæmdir. Laxastigar hafa verið byggðir í fjölda íslenskra straumvatna, og árangur er ótvíræður, þegar að- stæður eru góðar. Gleggstu dæmin eru veiðiaukning í Langá á Mýrum, Laxá í Leirársveit og Selá í Vopna- firði á síðastliðnum tuttugu árum. 4. Stjórnun umhverfisþátta Æskilegt er, að rennsli og hitastig í laxveiðiánum sé sem jafnast árið um kring. Margar af ánum koma úr stöðuvötnum, og miðlunarmann- virki eru víða fyrir hendi. Rétt er að benda á, að slík mannvirki má nýta til miðlunar að vetrarlagi, og er þá æskilegt, að útrennsli sé við botn stöðuvatnsins. Slík ráðstöfun nýtir hærri vatnshita við botn eftir að ísa leggur og getur dregið úr hættu á ísruðningi í ánum, sem hefur nei- kvæð áhrif á uppeldisskilyrðin. Ennfremur er minni hætta á stór- flóðurn, sem skaðað geta seiði og hrogn. 5. Upplýsingar Nánari upplýsingar veita sér- fræðingar Veiðimálastofnunarinnar, Teitur Arnlaugsson og Arni Isaks- son, og Þórir Dan Jónsson í útibúi stofnunarinnar í Borgarnesi. LAXELDI 1. Hafbeit úr eldisstöð Slíkur búskapur byggir á því, að laxeldisstöð sé nærri sjó og geti sleppt gönguseiðum beint til sjávar. VEIÐIMAÐURINN 37

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.