Veiðimaðurinn - 01.08.1981, Page 42
Vötn og veiði
í fyrravor kom út á vegum Landssam-
bands veiðifélaga bæklingur með ofan-
greindu heiti. Er þar að fínna glöggar og
þarflegar upplýsingar um silungsveiðivötn
á suður- og vesturlandi frá og með Rangár-
þingi og vestur á Snæfellsnes. Nú er komið
annað hefti af þessu riti og er þar getið
45 veiðivatna á svæðinu frá norðanverðu
Snæfellsnesi, um Arnarvatnsheiði, Dala-
sýslu, Vestfírði, Húnavatns- og Skaga-
fjarðarsýslu.
Hingað til, eða fram á síðustu ár, hefur
áhugi stangveiðimanna beinzt meira að
laxinum en silungnum, þótt þar sé efalaust
um nokkrar undantekningar að ræða.
En með síhækkandi verði á laxveiði-
leyfum má gera ráð fyrir að þeim fari
fjölgandi, sem snúa sér að silungsveiði.
Þeim sem hafa hug á því, geta framan-
nefndir bæklingar komið að góðum notum.
Areiðanlega er fjöldi góðra silungsvatna
víðs vegar um land, sem margir veiðimenn
vita ekki um, og þótt sumir hafi heyrt ein-
hver þeirra nefnd, vita þeir ekki nákvæm-
lega hvar þau eru né hvernig þau liggja við
samgöngum, hvert þeir eiga að leita um
leyfi til veiðanna o.s.frv. Um þetta allt má
fræðast mikið í nefndum bæklingum og
þar eru einnig ýmis góð ráð og leiðbein-
ingar, sem veiðimenn þurfa ávallt að hafa í
huga, hvort sem þeir eru að veiða lax eða
silung.
Það væri freistandi að taka hér upp orð-
rétt sumt, sem sagt er í ritinu um sam-
skipti veiðimannsins við náttúruna og um-
gengni við ár og vötn. En þar eð bannað er
að birta með nokkrum hætti texta eða kort
úr þessum bæklingum án sérstaks skriflegs
leyfis, skal það bann virt hér. Hins má geta,
að það sem þar er sagt um síðastnefnd efni
er mjög í samræmi við það sem veiðimenn
hafa þráfaldlega verið minntir á hér í
Veiðimanninum. Það ber vott um óafsak-
anlegt hugsunarleysi, þegar menn kasta
t.d. frá sér gimisspottum eða flækjum, sem
bæði kindur og fuglar geta flækt sig í og
liðið af kvalafullan dauða. Þess eru því
miður dæmi. Flöskubrot eru skepnum
líka stórhættuleg og valda stundum alvar-
legum meiðslum. Þau eru heldur ekki
hættulaus fyrir veiðimenn, sem á eftir
koma.
Þeir sem skilja eftir rusl, af hvaða tæi
sem er, brennimerkja sjálfa sig sem sóða,
sem eiga ekki skilið að fá að koma nálægt á
eða veiðivatni.
Menn eiga að skilja svo við veiðistað, að
þar sjáist ekki svo mikið sem bréfsnifsi eftir
þá.
Um þetta skal svo ekki farið fleiri orð-
um, en veiðimönnum ráðlagt að lesa þessa
bæklinga vandlega. Það getur aldrei orðið
nema til ánægju oggóðs, jafnvel þótt menn
ætli sér ekki á silungsveiðar. Þarna eru
ekkert síður þarflegar áminningar fyrir
laxveiðimenn, því að umgengni sumra
þeirra við árnar er síður en svo til fyrir-
myndar. Þeir mættu áreiðanlega bæta ráð
sitt í þessu efni.
V.M.
40
VEIÐIMAÐURINN