Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 4
NOTKUN UPPLYSINGA VIÐ SKIPULAG
Við allt nútíma skipulag og áætlanagerð og þá ákvarðanatöku sem því er
tengd er aðgangur að og notkun ákveðinna upplýsinga algert grundvallar-
atriði. Einn mikilvægasti lærdómur sem við getum dregið af skipulags-
starfi liðinna áratuga er einnig sá, að ráðast ekki í að leysa vandamál
fyrr en við vitum nokkurn veginn hvort um sé að ræða vandamál eða ekki -
og hvert það sé. Við lifum einnig á tímum mikilla breytinga og því þurfa
þeir sem fara með þessi mál einnig að fá sem fyrst upplýsingar um þá þætti
sem eru að breytast, hvar þessar breytingar eru að eiga sér stað og hve
miklar þær eru, til þess að sem fyrst sé hægt að gera nauðsynlegar breytingar
og þá hugsanlega endurskoða skipulagið.
Á hinn bóginn má hræðsla við að taka rangar ákvarðanir ekki koma í veg
fyrir að ráðist sé í nauðsynlegar aðgerðir og framkvæmdir, þannig að könnun
á núverandi ástandi verði það eina sem skiptir máli. Staðreyndin er því
sú, að í skipulagsvinnu er oft leitað og safnað saman upplýsingum aðeins
upplýsinganna vegna.
Gildi þannig vinnubragða er vægast sagt mjög léttvægt. Mikilli vinnu, fjár-
munum og tíma er kastað til söfnunar upplýsinga í skipulagi, jafnvel þótt
þörfin fyrir upplýsingarnar eigi aldrei eftir að koma i ljós. Söfnun upp-
lýsinga hefur orðið eins konar trúaratriði skipulagsaðila, þar sem magnið
er lagt á vogaskálina en ekki gæðin. Slík vinnubrögð geta hatt söguiegt
gildi en lítið annað.
í reglugerð um gerð skipulagsáætlana frá 1966 segir m.a. að gera skuli
aðalskipulag um alla skipulagsskylda staði. Enn fremur, að aðalskipulag
skuli miðað við ákveðið tímabil, að jafnaði 20 ár. Þá segir þar, að eigi
sjaldnar en á fimm ára fresti, frá gildistöku aðalskipulags, skuli það
tekið til endurskoðunar. Síðan segir, að deiliskipulag skuli gert innan
marka aðalskipulags og að staðfesting þess sé miðuð við, að fyrir hendi
sé til aðalskipulag og þá að líkindum staðfest.
Til höfuðborgarsvæðisins teljast átta sveitarfélög öll með þéttbýli
þar sem búa fleiri en 50 íbúar. Þau 15 ár sem reglugerðin um gerð skipu-
lagsáætlana hefur gilt, hafa aðeins tvö þessara sveitarfélaga náð þvi, að
aðalskipulag þeirra hlyti staðfestingu af ráðherra, og þannig gert bindandi.
Þess ber að geta að skipulag einstakra þéttbýlishluta svo og þjóðvega á
svæðinu hefur þó hlotið staðfestingu. Helst skal telja skipulag á Kjalar-
nesi, 240 ha. lands við Bergsvík staðfest 1975. Skipulag af miðbæ Hafnar-
fjarðar fyrst staðfest 1967 síðar endurskoðað og staðfest 1977. Sömuleiðis
var skipulag norðurbæjar í Hafnarfirði staðfest 1968 og aftur eftir endur-
skoðun 1972.
Hér skulu aðeins nefnd tvö, en þó veigamikil atriði sem hugsanlega valda
því hve aðalskipulagsmálin ganga seint fyrir sig hér á svæðinu. Sú fyrri
er, að tengslin á milli þeirra aðila sem starfa að skipulagsmálum eru veik
og óljós. Hin er sú, að verksvið skipulagsaðilanna hafa aldrei í alvöru
verið skýrt afmörkuð.
Ef þetta er í raun sem hér er lýst, þá gefur auga leið, að gagnkvæm skipti
á upplýsingum milli skipulagsaðilanna eru óákveðin. Sú staðreynd blasir
enn fremur við, að skipulagsaðilar eru að fást við svipaða ef ekki sams-
konar upplýsingaflokka. Eftirfarandi mynd undirstrikar þetta atriði svo
ekki verður um villst bls. 6.
Hér verður ekki lagt út á þá hálu og vandrötuðu braut að skilgreina verk-
svið þeirra sem að skipulagi starfa, þó það væri mjög aðkallandi og raunar
bráðnauðsynlegt, að einhverjum væri það falið. Þess í stað skal getið
þeirra aðila sem annast daglega framkvæmd þessara mála.