Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 21

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 21
Gvendarselshraun (H-103). 21 Þetta hraun er komið úr gígum, sem byggst hafa upp á misgengi því, sem liggur um Búrfell, Helgadal og Undirhlíðar. Gígaröðin er austan í Gvendarselshæð beint vestur af Helgafelli. Hratinið er lítið, nær aðeins yfir svæðið vestan við Helgafell og lítið eitt vestur fyrir Kaldársel. Aldur þess er 875 ár (875 + 75 Cl4 ár). Tvíbollahraun (H-139). Eins og nafnið bendir til er hraun þetta komið úr gígum tveim, sem samvaxnir eru og standa á hálendisbrúninni við Grindaskörð. Hraunið hefur fallið norður og hverfur undir Gvendarselshraun við vesturenda Helgafells. Aldur þess er um 1.075 ár (1.075 +_ 60 C^4 ár) . Breiðadalshraun (H-129). Þetta hraun hefur komið upp í Brennisteinsfjöllum og runnið bæði norður og suður af. Að norðan hefur það endað í Breiðdal austan undir Undirhlíðum. Aldur er um 1.040 ár (1.040 +_ 75 C*4 ár). Kolaðar viðarleifar undir þessu hrauni liggja í landnámslaginu, sem áður hefur verið talið vera frá því um 900. Rjúpnadyngnahraun (H-154). Þetta hraun er komið úr Rjúpnadyngjum beint suður af Heiðmörk. Það hefur fallið norðvestur og endar í allhárri brún rétt austan við Búrfell. Það fellur út á Tvíbollahraun og er því yngra en það. Undir því er landnáms lagið en ofan á svart öskulag frá Kötlu, sem fallið hefur um eða laust fyrir 1500 (1485, 1495). Þarna hefur því gosið einhvern tíma á þessu tímabili. Kongsfellshraun (H-149). Þetta hraun er komið úr gígaröð vestan við Stóra Kongsfell. Það hefur runnið báðum megin við fellið og svo norður. Það hefur runnið út á Rjúpnadyngna- hraun og er því yngra en það. Meira er ekki um aldur þess vitað nú. Líklegt sýnist að Eldborg við Bláfjöll hafi gosið um líkt leiti og síðast talin eldvörp, en sannanir fyrir þvi vantar. Þau ártöl, sem hér eru gefin upp eru öll miðuð við 1950, þ.e. talin fyrir það ár. Því má bæta hér við að mörg hraun á þessu svæði eru óbeint aldursákvörðuð, þ.e. lágmarksaldur þeirra er þekktur af því að þau hafa runnið yfir aldurs- ákvörðuð hraun og eru því yngri. Jón Jónsson, jarðfræðingur. Inngangur. Á undanförnum árum hefur töluvert verið rætt um framtíðar sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu. Sorphaugarnir í Gufunesvogi munu vart endast meir en rúmlega 10 ár, en þeir eru nýttir af Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Mosfellshreppi og Kjalarneshreppi. Sorphaugar í svokölluðu Hamranesi í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar eru notaðir af Hafnarfirði, Garðabæ og Bessa- staðahreppi. Hafa menn haft áhyggjur af þeim stað vegna hugsanlegrar mengunar jarðvatns, en þó hefur hennar ekki orðið vart. Ljóst má þó vera

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (01.12.1981)
https://timarit.is/issue/429095

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (01.12.1981)

Aðgerðir: