Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 15
UM STAOGREINI I REVKJAVIK
15
1. Inngangur
Staðgreinir hefur það hlutverk að tilgreina (með tölustöfum) legu af-
markaðs landskika: Tiltekin talnaröð - greinitala - táknar afmarkað
landsvæði og sérhvert afmarkað landsvæði má tákna með ákveðinni tölu.
Með staðgreini er í þrengri merkingu átt við uppdrátt sem lýsir því,
hvaða greinitala samsvarar hverju landsvæði.
Fyrir daga núverandi staðgreinis í Reykjavík voru á mælingadeild borgar-
innar uppdrættir -"lykilkort"- sem einkum voru notuð til safngreiningar
á uppdráttum. Þessi lykilkort höfðu ekki fullkomna staðgreinandi eigin-
leika, þ.e. tölustafir í númeri uppdráttarins fólu ekki í sér svæðis-
greinandi merkingu.
Þáverandi borgarskjalavörður, Lárus Sigurbjörnsson, hafði oft fært þessa
vankanta lykilkortsins í tal við forstöðumann mælingadeildarinnar, Hauk
Pétursson, mælingaverkfræðing. Einnig hafði þáverandi borgarlögmaður,
Páll Líndal, áhuga á úrbótum í málinu vegna safngreiningar á lóðar-
samningum, sem gerðir eru í skrifstofu borgarstjóra. Að tilhlutan Páls
Líndals tók Haukur Pétursson að sér gerð staðgreinis fyrir Reykjavíkur-
borg og var verkinu lokið í apríl 1968. Meðan á gerð hans stóð var byrjað
á nýju fasteignamati ogvar þá staðgreinikerfið tekið upp við fasteigna-
skráningu í Reykjavík.
Frá því 1968 hefur viðhald og endurbætur á staðgreini í Reykjavík að
mestu verið í höndum mælingadeildar borgarinnar.
2. Helstu einkenni staðgreinis í Reykjavik
2.1 Sérhver tölustafur (frá 1.-5. stafs) hefur svæðisgreinandi merkingu.
Af þessu leiðir að einhverju svæði verður ekki skipt í fleiri en 10
undirsvæði (frá 0-9) þ.e. svæði 1.2 verður einungis skipt í svæði frá
1.20-1.29.
2.2 Sérhvert svæði, sem greint er með 4 tölustöfum (1.234) verður að komast
fyrir á uppdrætti í stærð Al mkv. 1:500. Svæði sem greind eru með 1-3
tölustöfum, er ekki ætlað að komast fyrir á uppdrætti af sérstakri stærð
í tilteknum mælikvarða. Að þessu leyti verður stærð þess svæðis sem
rúmast auðveldlega á Al-blaði £ mkv. 1:500 mjög ráðandi við gerð stað-
greinisins. Ekki hefur verið miklum erfiðleikum bundið að skipta þannig
greindum svæðum í smærri uppdrætti £ mkv. 1:500 (mæliblað, stærð teikni-
flatar 45x29,7 cm. 5. sæti £ greinitölu).
2.3 6. Og 7. sætistala er notuð til að tákna númer lóðar á mæliblaði (frá
00-99). Greinitala lóðar er þvi 7 stafa tala (1.234.567).
2.4 Sérhvert afmarkað landsvæði er allt innan eins staðgreinissvæðis og ekki
i öðru svæði i sama greiniflokki (þ.e. með sömu sætistölu).
2.5 Sérhvert svæði sem greint er með tölu, þarf helst að hafa eiginleika, sem
gerir það ákjósanlegt sem eind i tölfræðilegri athugun.
3. Afmðrkun staðgreinisvæða
Þær linur, sem látnar eru ráða mörkum staðgreinisvæða, geta verið af
ýmsum toga s.s. vatnsföll, umferðaræðar (götur, stigar), eignamörk.
Kappkostað er að láta þá tegund afmörkunar ráða sem líklegust er að sé
varanlegust.
3.1