Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 29

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 29
Verslunarhverfi 1 randbyggðum höfuðborgarsvæðisins virtust samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar ekki ná nægjanlegri veltu til sín, ef gert var ráð fyrir mikilli aukningu í verslunarrými fyrir valvöru annarsstaðar á svæðinu. STÆRÐARHLUTFÖLL MILLI VERSLUNARHVERFA Myndin sýnir ástand 1979 ásamt tveimur þróunarmöguleikum. K 1998 sýnir hugsanlegt ástand að tuttugu árum liðnum, ef uppbygging nýrra og sumra af núverandi verslunarhverfum yrði hæg eða miðlungi hröð, en það myndi hafa einhverja hnignun sumra núverandi verslunarhverfa í för með sér. E 1998 sýnir sömuleiðis hugsanlegt ástand tuttugu árum síðar, en nú ef staðið yrði við áætlanir um uppbyggingu nýrra verslunarhverfa að miklu eða öllu leyti. Númer verslunarhverfa á myndum: (1) Gamli Miðbærinn í Reykjavík. (2) Seltjarnarnes. (3) Borgartún. (4) Ármúli/Skeifan. (5) Glæsibær. (6) Nýr Miðbær í Reykjavík. (7) Miðbær Kópavogs. (8) Skemmuvegur Kópavogi. (9) Mjóddin Breiðholti. (10) Reykja- víkurvegur í Hafnarfirði. (11) Miðbær Hafnarfjarðar. (12) Miðbær Garða- bæjar. (13) Austursvæði (Grafarvogur). (14) Skipholt. (15) Mosfellssveit. (Niðurstöður þessarar könnunar eru fáanlegar á Skipulagsstofu höfuðborgar- svæðisins, Hamraborg 7, Kópavogi).

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.