Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 5

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 5
5 1. Skipulagsstjórn ríkisins skal hér fyrst nefnd. Samkvæmt lögum þá eru m.a. verkefni hennar að ganga frá skipulagsuppdráttum er berast til staðfestingar, eiga frumkvæði að skipulagningu og endurskipulagningu, þar sem hún telur þess þörf, og vera opinberum aðilum til ráðuneytis um allt, sem skipulagsmál varðar. 2. Framkvæmdastofnun ríkisins nær til landsins alls eins og Skipulagsstjórn rikisins. Samkvæmt lögum, þá er hlutverk Framkvæmdastofnunar að annast áætlanagerð (áætlanagerð er aðeins annað orð fyrir skipulag), byggðamál og lánveitingar sem m.a. eiga að stuðla að þvi, að "jafnvægi" haldist í byggð landsins. 3. Vegagerð ríkisins er þriðji aðilinn sem beint eða óbeint hefur áhrif á skipulag höfuðborgarsvæðisins. Hún skal samkvæmt vegalögum sjá að öllu leyti um gerð og viðhald þjóðvega. 4. Skipulagsstofa höfuðborgarsvæðisins er, samkvæmt samþykkt sveitarfélaganna sem að henni standa, ætlað að vinna að svæðaskipulagi fyrir höfuðborgar- svæðið, svo og að vera ráðgefandi um skipulagsmál fyrir þau sveitarfélög sem aðild eiga að stofunni, og aðra aðila, sem til hennar kunna að leita. 5. Sveitarfélögin 8, hér á svæðinu, hafa öll skipulagsnefndir, sem fara með skipulagsmál sveitarfélaganna í umboði sveitarstjórnanna. Tvö þeirra, þ.e. Reykjavík og Kópavogur, hafa sérstakar skipulagsdeildir, sömuleiðis Hafnarfjörður til skamms tíma, sem þó nú ásamt Mosfellssveit, Seltjarnar- nesi, Garðabæ og Bessastaðahreppi hafa einkaaðila sem skipulagsráðgjafa. Skipulag ríkisins er aftur á móti skipulagsráðgjafi Kjalarneshrepps. Alls eru þetta 12-13 aðilar sem hafa með hendi skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins að meira eða minna leyti. í framhaldi af þessari upptalningu má bæta við, að mikill fjöldi annarra aðila tengjast beint eða óbeint skipulagsmálum svo margþætt sem þau eru. (sjá mynd). Enn fremur má benda á, að yfirstjórn um- hverfismála hér á landi deilist niður á mörg ráðuneyti, t.d. tilheyrir hluti skipulagsmála félagsmálaráðuneyti, umferðarmál samgöngumálaráðuneyti, náttúru- vernd menntamálaráðuneyti o.s.frv. Framkvæmdastofnun ríkisins heyrir t.d. aftur á móti undir ríkisstjórnina. Þannig mætti áfram telja og minna á það völundarhús sem skipuleggjendum er gert að fóta sig gegnum. Auk þess eru hundruðir manna sem vinna fyrir eða sitja í nefndum og ráðum sveitarfélaga á þessu svæði og tengjast skipulags- vinnu beint og óbeint. Það verður því að teljast eðlilegt með þessar staðreyndir i huga, að í janúar síðastliðnum var samþykkt í stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgar- svæðinu, að Skipulagsstofunni verði falið að afla og samræma grundvallar- upplýsingar fyrir aðalskipulagsvinnu viðkomandi sveitarfélaga. Enn fremur var stofunni í samráði við stjórn Samtakanna, falin gerð rammaáætlana í ákveðnum málaflokkum fyrir svæðið í heild en þær eins og segir í samþykktinni "myndi síðan ytra samhengi fyrir frekari skipulagsvinnu innan hvers sveitar- félags". En hvaða grunnupplýsingar á að samræma? í tengslum við skipulag þá er oftast talað um tvo megin flokka upplýsinga: 1. tölulegar upplýsingar og 2. ritaðar heimildir í formi greinargerða, bóka, eða þá kort, myndir o.s.frv. 1 skipulagi er nauðsynlegt að hægt sé að tengja þessar upplýsingar ákveðnu svæði, ákveðnum tíma og ákveðinni framkvæmd eða fyrirbæri. Því er oftast reynt að gera sér grein fyrir dreifingu athugunarefnisins á ákveðnum tíma eða tímabili og siðan hugsanlegum tengslum þess við önnur. Allt eru þetta upplýsingaatriði sem með þekkingu og tækni nútímans er hægt að afla á fljótvirkan hátt, og það æ ofan í æ, þannig að mögulegt er að fylgjast með

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.