Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.12.1981, Blaðsíða 27
framkvæmdasvæoi interpnse
zones:
Að undanförnu hefur breska ríkisstjórnin beitt sér fyrir því að koma á svo-
nefndum framkvæmdasvæðum, í tilraunaskyni, á svæðum þar sem um er að ræða
hnignun atvinnulífs eða umhverfis, og þar sem venjulegar skipulagsaðgerðir
hafa brugðist. Megin markmiðið með svæðunum er að kanna hvernig efla
megi iðnað, verslun, og álíka starfsemi með því að létta af fyrirtækjum á
þessum svæðum ýmiss konar ákvæðum, álögum og gjöldum, (t.d. bæði ýmsum
skipulagsákvæðum, fasteignasköttum o.fl.) og með því að flýta sérstaklega
fyrir ýmsum málum sem þessi fyrirtæki varðar. Gert er ráð fyrir að þessar
fyrirgreiðslur gildi í 10 ár.
Nú þegar hafa ellefu slík svæði verið ákveðin á Bretlandseyjum og er stærð
þeirra frá 50 - 200 ha. Frekari upplýsingar um þessi framkvæmdasvæði liggja
fyrir á Skipulagsstofmni.
KÖNNUN Á VALVÖRUVERSLUN
Síðastliðinn október var gefið út á vegum Skipulagsstofu höfuðborgarsvæðisins
sérrit er hefur að geyma niðurstöður könnunar á valvöruverslun á höfuðborgar-
svæðinu. Þessi könnun var unnin í samráði við Borgarskipulag Reykjavíkur, en
einnig var samband haft við aðra skipulagsaðila á svæðinu og Kaupmannasamtök
íslands.
Skipulagsmál hafa áður getið þessarar könnunar (Skipulagsmál 1/81 og 2/81) en
hún er grundvölluð á svokölluðu þyngdarafls-reiknilíkani. Erlendis eru slík
reiknilíkön algeng hjálpartæki við skipulag verslunar. Hægt er að nota þessi
líkön m.a. til að spá um fjölda verslunarferða milli einstakra íbúðar- og
verslunarhverfa. Er þá oft talað um að ákveðið verslunarhverfi hafi mismunandi
mikið aðdráttarafl, og er hverfið talið því sterkara sem aðdráttaraflið er
meira. Hér skiptir miklu hversu aðgengilegt verslunarhverfið er og fjarlægð
þess frá íbúðarhverfum. Einnig skipta verslunarhættir fólks miklu máli.
Verslunarkannanir hafa sýnt að velta valvöru sýnir góða fylgni við aðdráttar-
afl verslunarhverfa og var því ákveðið að könnunin næði eingöngu til valvöru-
verslunar. Með valvöru er átt við þá vöru sem "neyta/nota" má oftar en einu
sinni. Þessi könnun náði því ekki til matvöru og hreinsiefna svo dæmi séu
tekin. ÞÓ væri unnt að nota þetta reiknilíkan sem nú hefur verið byggt upp á
Skipulagsstofunni til þess að gera hliðstæða könnun á dagvöruverslun.
Reiknilíkanið var notað til að reikna út rúmlega 70 framtíðarmöguleika á
stærðarhlutföllum milli verslunarhverfa á svæðinu. Þegar þessir möguleikar
höfðu verið vegnir og metnir m.a. með hliðsjón af byggingaráformum sveitar-
félaganna næstu 20 árin voru 7 kostir valdir til frekari úrvinnslu, 2 fyrir
1986 og 5 fyrir 1998.
Könnunin leiddi margt athyglisvert í ljós sem þó verður ekki rakið hér í
einstökum atriðum. Vert er samt að geta þess að nokkur verslunarhverfi t.d.
miðbær Kópavogs, Ármúli/Skeifan, Glæsibær og Mjóddin í Breiðholti reyndust
öflug í þeim skilningi að niðurstöður urðu þeim ávallt í hag. Af þessum
verslunarhverfum reyndist Mjóddin öflugust, enda vel staðsett gagnvart gatna-
kerfi og í miðju fjölmennrar íbúðarbyggðar.
Gamli Miðbærinn í Reykjavík kom ekki sérlega vel út miðað við þær forsendur
sem gefnar voru. Því virðist meiga gera ráð fyrir að Gamla Miðbænum muni
hnigna talsvert ef ekkert verði að gert og því fari fram sem horfir.
Á undangengnum árum hefur staðið til að byggja nýjan miðbæ í Kringlumýri.
Niðurstöður könnunarinnar sýndu svo ekki varð um villst, að uppbygging
mikils verslunarrýmis þar myndi draga mikið frá aðliggjandi verslunarhverfum.