Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Blaðsíða 16

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Blaðsíða 16
VANHUGSUÐ FÉLAGSVERKFRÆÐI Nýlega var sýndur í sjónvarpi lokahluti vinsællar þáttaraðar sem fjallaði um þróun mannsins frá árdaga mannkyns. I þessum síðasta þætti leitaðist sögumaður við að sýna fram á að mannkynið væri e.t.v. ekki illt og árásargjarnt í eðli sínu, heldur hefðu ytri kringumstæður, og menningar- legar forsendur á síðustu árþús- undum kallað fram þá eiginleika eða hvatir sem hafa leitt hann fram gegn nokkurra áratuga gömlum „sannindum” um hið gagnstæða. Auðvitað sannaði sögumaðurinn okkur ekkert, nema ef vera skyldi að vísinda- legar niðurstöður eru ófullkomn- ar eins og önnur mannanna verk. Líklega er Konrad Lorenz, nátt- úrufræðingurinn austurríski, þekktastur þeirra fræðimanna sem hafa tjáð sig um birtingu vonskunnar í margmenni nútím- ans. Hann hefur bent á það hvernig dýr, sem undir eðlilegum kringumstæðum eru óáreitin og frábitin grimmilegu athæfi, geta átt það til að ganga hvert af öðru dauðu, ef þau eru t.a.m. sett saman í þröngt búr. Ef þeir sem hanna hið efnislega umhverfi þéttbýlisþjóðfélaga okkar daga, þ.e. skipulagsfræð- ingar og slíkt fólk, ættu að draga einfaldar ályktanir af ofansögðu, mundu þeir væntanlega leitast við að dreifa fólki sem allra mest. Reynslan, auk einfaldrar rökhyggju, hefur þó kennt mönnum að slíkar lausnir dygðu skammt; í þéttbýlisþjóðfélagi verður að byggja þétt. A hitt má einnig benda, að í mörgum þjóð- félögum á mismunandi tímum hafa menn búið þröngt; þarf ekki að líta lengra en til Islands eða Grænlands til til að fínna haldgóð dæmi þar um. Þéttbýli og þröngbýli er að vísu sitt hvað. Is- lenskir sveitamenn fyrri tíma sem kúldruðust allir heimilismenn í einni baðstofu og tveir í hverju rúmi, þurftu ekki að fara lengra en fram í bæjardyrnar til að hafa alla víðáttuna fyrir sig eina. Nú hefur þetta snúist við, hver Reykvíkingur hefur nær fimmtíu fermetra fyrir sig á heimili sínu, en hins vegar fær hann ekki þver- fótað fyrir öðrum Reykvíkingum ef hann hættir sér út fyrir hússins dyr, þar sem þeir eru 36 talsins á hvern hektara og í sumum hverf- um yfir 40. Ef við kölluðum and- stæðuna við þröngbýli „rúmbýli” þá má til sanns vegar færa að dæmigerður nútímaíslendingur sé þéttbýll og rúntbýll. A sama hátt voru Islendingar fyrri t*ma strjálbýlir og þröngbýlir. Ekki leikur neinn vafi á því að skipulag byggðarinnar hefur áhrif á líðan íbúanna. Byggingarlag húsa hef- ur áhrif á fegðurðarskyn og nota- gildi, niðurröðun eininga hefur áhrif á samgöngur og samskipti og þannig mætti lengi telja. Eg vil þó halda því fram að þessir þættir hins efnislega unthverfis hafi ekki sjálfstæð áhrif, heldur einungis meðverkandi. M.ö.o. ef öll önnur skilyrði til fagurs og góðs mann- lífs eru ríkjandi á tilteknum stað, þá sé nær því sama hversu mikil skammsýni eða glópska hef- ur ráðið ferðinni við hönnun byggðarinnar; gott og fagurt mannlíf þrífst þar eigi að síður. Að hinu leytinu vil ég halda því fram að hönnunarsnillingur og listamaður á sviði skipulags og byggingarlistar vinni til einskis ef mannlegar, félagslegar aðstæður hópsins sem hann vinnur fyrir eru alvarlega úr lagi gengnar. A undanförnum áratugum hafa verið gerðar ráðstafanir í skipu- lagsmálum á höfuðborgar- svæðinu sem sumar hverjar hafa verið prýðilega yfirvegaðar, en aðrar ákveðnar af mikilli skammsýni. Afdrifaríkustu mis- tökin má rekja til þess þegar hald- ist hefur í hendur vanhugsuð fél- agsverkfræði, (en dæmi um hana er að sortéra fólk eftir félags- legum kringumstæðum, ýmist á Arnarnes, í prófessorabústaði, Snobbhill, verkamannabústaði eða borgaríbúðir) og tækniþræls- lund af því tagi sem lætur „þarfir” byggingarkranans taka völdin af mannlegum og menningarlegum sjónarmiðum (skæðustu dæmin þar um eru vínarbrauðs- lengjurnar sem svo eru nefndar í Fellahverfi í Breiðholti). Oftar en ekki eru slík mistök gerð í bestu meiningu, þótt það hjálpi lítið þeim sem fyrir þeim verða. Sérstaklega al- varleg verða þessi mistök þegar þau bitna á þeim sem eiga undir högg að sækja í tilverunni af fjár- hagslegum, heilsufarslegum eða félagslegum ástæðum. Sérflokk- un á slíku fólki og söfnun þess á tiltölulega afmörkuð svæði skapar vandamál þar sem engin voru fyrir og magnar þau vanda- mál sem fólk kann að eiga í fyrir. Merin hafa lært töluvert af reynslunni, og ótrúlegt verður að teljast að annað Arnarnes eigi eftir að rísa eða nýtt hverfi sem er sambærilegt í einhæfni við suðurhluta Breiðholts III. Bæði verðuE í framtíðinni leitast við að byggja smærri einingar af hverju tagi, en einnig að breikka þann hóp sem kemur til greina við út- hlutun, m.a. í verkamanna- bústaði. Reyndar munu þegar vera farin að sjást þessa veruleg merki. En menn verða alltaf að halda vöku sinni. Um þessar mundir er verið að ganga frá íjölda verkamannabústaða í svo nefndu Artúnsholti. Aætlað var að þar yrðu 80 íbúðir á vegum Verkamannabústaða, en nú hef- ur verið ákveðið að fjölga þeim í 126. Tvennar mjög gildar ástæð- ur eru færðar fyrir þessari hækk- un, þ.e. brýn þörf á sem flestum bústöðum og sú hagkvæmni sem sögð er fylgja byggingu stórra eininga. Þessar röksemdir leiða svo til þess að hlutfall þessarar til- teknu tegundar húsnæðis verður töluvert hærra í þessu hverfí en í flestum öðrum nýjum hverfum, en það er einmitt það sem okkur ber að varast eins og rakið var hér fyrir ofan. I Artúnshverft verða samtals byggðar 450 íbúðir og verða því verkamannabústaðir 28 prósent af þeim. I Arbæjar- hverfinu, hinum megin við Höfðabakkann er hins vegar eng- inn verkamannabústaður. Og í næsta hverfi sem rís á eftir Art- únshverfinu er eins líklegt að verði enginn verkamannabústað- ur heldur. 16

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.