Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Blaðsíða 9

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins - 01.01.1983, Blaðsíða 9
leggst síðan á svæfil vel á fjórða ár. En á milli þessarra „rismiklu” tímapunkta þá á sér stað mikið smáatriðakarp um gluggapósta, þakhalla, bílskúra, söluturna, pylsuvagna og bensínstöðvar. En á meðan vinnur framkvæmda- maðurinn. Sjaldan, ef þá nokk- urn tíma, er rætt um stefnumörk- un í skipulagi byggðar, grófu lín- urnar, yfirsýnina, svo mark sé á takandi. Hér á höfuðborgarsvæðinu eru starfandi 7 skipulagsnefndir en þær eru ráðgefandi sveitarstjórn- um í skipulagsmálum sveitarfé- laganna. Rúmlega 30 manns sitja í þessum nefndum. Þó til séu lög um skipulagningu byggðar og vitnað var til hér að framan, þá virðast þau vera til lít- ils annars en trafala fyrir þá sem vilja fara sínar eigin leiðir, fara sér hægt og vera sjálfstæðir. Hvort ráðamenn hér á höfuð- borgarsvæðinu séu óvanalega sjálfstæðir og hægfara í skipu- lagsmálum skal ósagt látið, en staðreyndin er sú að flestar þær aðalskipulagsáætlanir sem gerðar hafa verið á svæðinu nýtast sjaldnast til annars en sem stuðn- ingur við bæklinga og önnur smá- rit, sem ná ekki þeirri þykkt að vera frítt standandi í hillu. Byggingarmálin eru svo tengd skipulagningu byggðar að oft reynist mönnum erfitt að greina þar á milli, — hvað sé skipulags- mál og hvað sé byggingarmál. I byggingarnefndum, sem eru 8 að tölu á höfuðborgarsvæðinu með alls 40 nefndarmenn, virðist umræðan fjalla mest um fagur- fræðilegar bollaleggingar. Kann- ske ekki að furða, þar sem í bygg- ingarlögunum er nefndar- mönnum uppálagt að hamla gegn framkvæmdum sem hafa skaðleg áhrif á útlit umhverfis. Hvort viðkomandi bygging sé í „stíl” við aðrar byggingar í ná- grenni hennar er vandasöm spurning. En biðin eftir nið- urstöðu má ekki vera of löng, því að framkvæmdamaðurinn er eðlilega sístarfandi. Tökum dæmi um fagurfræðilegan smekk á útliti bygginga. Eigendum gamalla húsa er óleyfilegt að breyta ytri klæðningu, gerð glugga og gluggapósta á húsum þeirra án leyfis byggingarnefnd- ar. Hins vegar má klæða þessar sömu byggingar auglýsinga- skrauti þannig að útveggir þeirra hreinlega hverfa. Hvers virði verða þá fallegir gluggapóstar eða útskornar vindskeiðar? Þó nýju byggingarlögin séu ströng og veiti mikla möguleika á stjórn og eftirliti með byggingar- framkvæmdum hér á landi, þá gefur það auga leið, að fámennt lið byggingarfulltrúa sveitarfé- laga höfuðborgarsvæðisins, getur engan veginn framfylgt eftirlits- skyldu laganna sérstaklega í inn- hverfum. En einmitt þar cru um- hverfisbreytingar hvað líklegast- ar og mest vand með farnar. Oft heyrist, að þessi eða hinn sé skipulagsmaður eða náttúru- verndarmaður. Sjaldan, ef þá nokkurn tíma, er talað um að viðkomandi sé hvoru tveggja. Kannske er það vegna þess að í augum náttúruverndarmannsins er skipulagsmaðurinn vara- samur, hann er eitt þessara út- rænu afla sem líkleg eru til að skaða náttúruna. A móti er nátt- úruverndarmaðurinn, séður með augum skipulagsmannsins, lítið annað en þvermóðskufullur ein- staklingur sem hefur gaman að blómum og eyðir tímanum í að telja flær og orma. Það er því ekki að undra þó þessir tveir velji ólík- ar leiðir að þó sameiginlegu markmiði, — umhverfismótun, umhverfisvernd. Kannski eru það úrelt lög og reglugerðar- ákvæði sem stía þessum tveim í sundur. Svo dæmi sé tekið, þá er náttúruverndarlögum sniðinn mjög þröngur stakkur, því að þeim er ætlað að stuðla „að sam- skiptum manns og náttúru” en ekki manns og umhverfis. Líta verður á náttúruvernd sem fyrirbyggjandi aðgerð, þó náttúruverndarlögin geri það ekki alltaf ef grant er skoðað. Þar segir t.d.: „hafi byggingar, skip í íjöru, bifreiðar eða áhöld eða mannvirki þ.á.m. girðingar verið skildar eftir í hirðuleysi ...” (15. gr.) eða „hafi jarðrask orðið við mannvirkjagerð, malarnám, sandnám, grjótnám eða á annan hátt af manna völdum, skal þcim, er valdið hefur skylt að ganga frá því á snyrtilegan hátt.” (18 gr.) Gagnvart fyrirhuguðum fram- kvæmdum þá er staða Náttúru- verndarráðs óljós, jafnvel veik, þar sem aðeins er talað í náttúru- verndarlögum um að höfð séu samráð eða leitað sé álits ráðsins. Svigrúm framkvæmdarmanns- ins erþví mjög rúmt. Skipulagslögin minnast ekki orði á náttúruvernd og þó. I 7. gr. reglugerðarinnar segir, að á aðal- skipulagsuppdrætti skuli sýna „svæði þar sem eru náttúru- fyrirbrigði . . . ”. Náttúruvernd- arnefndir (umbverfisnefndir, - ráð) á höfuðborgarsvæðinu eru í hverju sveitarfélagi. I þeim sitja 35 manns. Þegar allt er talið, þá eru því rúmlega 100 manns á höfuðborg- arsvæðinu í skipulagsnefndum, byggingarnefndum og náttúru- verndarnefndum. Þctta eru full- trúar okkar í þeirri pólitísku um- ræðu sem á sér stað í umhverf- ismálum höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega 12 fulltrúar á hvert sveitarfélag eða 1 fulltrúi fyrir hverja 1.300 íbúa svæðisins. 4. LOKAORÐ Umhverfið er margþætt og enginn einn hefur það í hendi sér, hversu greindur sem hann kann að vera. Engu að síður verð- ur að tclja æskilegt, að einhverj- um sé falið að hafa ákveðna yfir- sýn til að geta lýst, skýrt og að einhverju leiti stjórnað þeim at- höfnum sem í umhverfi okkar eiga sér stað. Þetta eru mikil- vægustu þættirnir í umhverfis- mótun og umhverfisvernd en hefur verið alltof lítill gaumur gefinn hér á landi. Slíkt má ekki viðgangast öllu lengur því vanda- málin, árekstrarnir og úrræða- leysið hrannast upp. Mál er að linni, tími til að „keisarinn tíni á sigspjarir”. Birgir H. Sigurðsson

x

Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skipulagsmál höfuðborgarsvæðisins
https://timarit.is/publication/1782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.